Minna á fimm manna regluna á norðanverðum Vestfjörðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2020 13:38 Traðarhyrna gnæfir yfir Bolungarvík. Vísir/Samúel Karl Níu ný smit hafa greinst á Vestfjörðum síðustu tvo daga, tvö á Ísafirði og sjö í Bolungarvík. Alls hafa því verið greind 86 smit í umdæminu. „Við þurfum að taka höndum saman,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Sautján einstaklingar (20%) hafa náð bata og eru því virk smit 67 (80%), öll staðsett á norðanverðum Vestfjörðum. Fimm prósent Bolvíkinga greinst með Covid-19 Rúmlega fimm prósent íbúa Bolungarvíkur hafa greinst af kórónuveirunni en íbúar þar eru í kringum 930 samkvæmt upplýsingum af vef Hagstofunnar. Allir íbúar í Árborg, húsnæði dvalarheimilisins Bergs í Bolungarvík, sæta nú sóttkví eftir að tveir íbúar í húsinu, sem ekki eru heimilismenn á Bergi, greindust með kórónuveiruna. „Þannig eru enn að greinast samfélagssmit á norðanverðum Vestfjörðum. Til að stöðva slíkt smit þurfum við öll að leggjast á eitt að fara eftir þeim leiðbeiningum sem yfirvöld hafa lagt fram og e.a. leiðbeina hvort öðru í þeim efnum. Handþvottur, sprittun, halda tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga, virða leiðbeiningar er varða sóttkví, einangrun og þ.h.,“ segir í tilkynningu lögreglu. Íbúafundur í beinu streymi „Enn er minnt á fyrirmælin um takmörkun fjölda einstaklinga í hóp, en hann miðast við 5 manns, nema ef um er að ræða fjölskyldu sem býr á sama heimili. Þetta á við um norðanverða Vestfirði, Bolungarvík, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Þessi fyrirmæli ganga lengra en annars staðar á landinu og gilda til og með 26. apríl nk.“ Samkomubann á Íslandi miðar almennt við tuttugu manns. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Bolungarvík, Ísafjarðarbær og lögreglan á Vestfjörðum halda stöðufundi um Covid-19 fyrir íbúa í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík á næstu dögum. Fyrsti fundurinn fer fram í Bolungarvík klukkan 15 í dag og verður streymt á Facebook. „Enn og aftur er brýnt fyrir öllum sem finna fyrir flensueinkennum að halda sig heima og hafa samband við sína heilsugæslustöð, sjá heimasíður þeirra, www.hvest.is og www.hve.is Læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður mun veita ráð og ákveða sýnatöku.“ Þá er minnt á hjálparsíma Rauðakrossins, 1717. En þar er fólk boðið og búið til að veita þeim sem finna til vanlíðunar andlegan stuðning, aðstoða einstaklinga sem eru í einangrun, sóttkví eða eiga erfitt um vik af einhverju orsökum. Fyrirsögn hefur verið löguð þar sem fyrir mistök var talað um fimm metra reglu en ekki fimm manna reglu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Bolungarvík Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Níu ný smit hafa greinst á Vestfjörðum síðustu tvo daga, tvö á Ísafirði og sjö í Bolungarvík. Alls hafa því verið greind 86 smit í umdæminu. „Við þurfum að taka höndum saman,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Sautján einstaklingar (20%) hafa náð bata og eru því virk smit 67 (80%), öll staðsett á norðanverðum Vestfjörðum. Fimm prósent Bolvíkinga greinst með Covid-19 Rúmlega fimm prósent íbúa Bolungarvíkur hafa greinst af kórónuveirunni en íbúar þar eru í kringum 930 samkvæmt upplýsingum af vef Hagstofunnar. Allir íbúar í Árborg, húsnæði dvalarheimilisins Bergs í Bolungarvík, sæta nú sóttkví eftir að tveir íbúar í húsinu, sem ekki eru heimilismenn á Bergi, greindust með kórónuveiruna. „Þannig eru enn að greinast samfélagssmit á norðanverðum Vestfjörðum. Til að stöðva slíkt smit þurfum við öll að leggjast á eitt að fara eftir þeim leiðbeiningum sem yfirvöld hafa lagt fram og e.a. leiðbeina hvort öðru í þeim efnum. Handþvottur, sprittun, halda tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga, virða leiðbeiningar er varða sóttkví, einangrun og þ.h.,“ segir í tilkynningu lögreglu. Íbúafundur í beinu streymi „Enn er minnt á fyrirmælin um takmörkun fjölda einstaklinga í hóp, en hann miðast við 5 manns, nema ef um er að ræða fjölskyldu sem býr á sama heimili. Þetta á við um norðanverða Vestfirði, Bolungarvík, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Þessi fyrirmæli ganga lengra en annars staðar á landinu og gilda til og með 26. apríl nk.“ Samkomubann á Íslandi miðar almennt við tuttugu manns. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Bolungarvík, Ísafjarðarbær og lögreglan á Vestfjörðum halda stöðufundi um Covid-19 fyrir íbúa í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík á næstu dögum. Fyrsti fundurinn fer fram í Bolungarvík klukkan 15 í dag og verður streymt á Facebook. „Enn og aftur er brýnt fyrir öllum sem finna fyrir flensueinkennum að halda sig heima og hafa samband við sína heilsugæslustöð, sjá heimasíður þeirra, www.hvest.is og www.hve.is Læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður mun veita ráð og ákveða sýnatöku.“ Þá er minnt á hjálparsíma Rauðakrossins, 1717. En þar er fólk boðið og búið til að veita þeim sem finna til vanlíðunar andlegan stuðning, aðstoða einstaklinga sem eru í einangrun, sóttkví eða eiga erfitt um vik af einhverju orsökum. Fyrirsögn hefur verið löguð þar sem fyrir mistök var talað um fimm metra reglu en ekki fimm manna reglu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Bolungarvík Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira