Engar reglur kveði á um að skólavist skuli synjað hafi ytra mat ekki farið farm Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2020 12:15 Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður sjálfstætt starfandi skóla. Formaður sjálfstætt starfandi skóla segir rök fyrir synjun Reykjavíkurborgar á skólavist fatlaðra barna í Arnarskóla í Kópavogi ekki standast skoðun. Engar reglur kveði á um að skólavist skuli synjað hafi ytra mat ekki farið fram. Reykjavíkurborg hefur síðustu daga verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa synjað fötluðum börnum skólavist í Arnarskóla, sem er sérskóli í Kópavogi. Foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun sögðu sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi en þau segja Arnarskóla henta fötlun barns síns best. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir lög um grunnskóla ekki ná nægilega vel utan um sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila. Það sé því nauðsynlegt að úttekt sé gerð á þessari viðkvæmu starfsemi svo hún samræmist örugglega við lög og reglur. Sara Dögg Svarnhildardóttir, formaður sjálfstætt starfandi skóla harmar rök Helga og segir þau ekki standast skoðun. „Í fyrsta lagi eru hvergi skilmálar eða reglur eða lög sem kveða á um það að barn sem er óskað eftir skólavist í sjálfstætt starfandi grunnskóla fái ekki þá umsókn staðfesta án þess að skólinn sjálfur hafi farið í ytra mat Menntamálastofnunnar. Það er náttúrulega með ólíkindum að nota svona rök,“ sagði Sara Dögg. Sjálfstætt starfandi grunnskólar á Íslandi fari í gegnum gríðarlega umfangsmikið ferli þegar sótt er um starfsleyfi. Sara segir ytra mat framkvæmt af Menntamálastofnun sem er sami aðili og gefur starfsleyfið og hefur þegar metið starfsemina. Arnarskóli er á sínu öðru starfsári. „Þannig að tiltölulega nýlega er búið að fara í gegnum þetta umsóknarferli þar sem einmitt er farið yfir alla faglega þætti starfsins, eðlilega sem og alla aðra þætti til að tryggja að skólinn fari eftir lögum og reglugerðum í landinu þannig þetta er hreint út sagt alveg galið,“ sagði Sara Dögg. Hún segir ytra mat framkvæmt á fjögurra til sex ára fresti. „Nýr skóli sem ekki hefur starfað í fjögur ár er ekki á leið í ytra mat áður en fjórum árum lýkur þannig þetta er bara fyrirsláttur það er ekkert í þessu sem heldur, þessi rök halda engan vegin,“ sagði Sara Dögg. Skóla - og menntamál Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir sérskólaúrræði borgarinnar í lamasessi Borgarfulltrúi kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. 23. maí 2020 12:31 Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Formaður sjálfstætt starfandi skóla segir rök fyrir synjun Reykjavíkurborgar á skólavist fatlaðra barna í Arnarskóla í Kópavogi ekki standast skoðun. Engar reglur kveði á um að skólavist skuli synjað hafi ytra mat ekki farið fram. Reykjavíkurborg hefur síðustu daga verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa synjað fötluðum börnum skólavist í Arnarskóla, sem er sérskóli í Kópavogi. Foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun sögðu sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi en þau segja Arnarskóla henta fötlun barns síns best. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir lög um grunnskóla ekki ná nægilega vel utan um sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila. Það sé því nauðsynlegt að úttekt sé gerð á þessari viðkvæmu starfsemi svo hún samræmist örugglega við lög og reglur. Sara Dögg Svarnhildardóttir, formaður sjálfstætt starfandi skóla harmar rök Helga og segir þau ekki standast skoðun. „Í fyrsta lagi eru hvergi skilmálar eða reglur eða lög sem kveða á um það að barn sem er óskað eftir skólavist í sjálfstætt starfandi grunnskóla fái ekki þá umsókn staðfesta án þess að skólinn sjálfur hafi farið í ytra mat Menntamálastofnunnar. Það er náttúrulega með ólíkindum að nota svona rök,“ sagði Sara Dögg. Sjálfstætt starfandi grunnskólar á Íslandi fari í gegnum gríðarlega umfangsmikið ferli þegar sótt er um starfsleyfi. Sara segir ytra mat framkvæmt af Menntamálastofnun sem er sami aðili og gefur starfsleyfið og hefur þegar metið starfsemina. Arnarskóli er á sínu öðru starfsári. „Þannig að tiltölulega nýlega er búið að fara í gegnum þetta umsóknarferli þar sem einmitt er farið yfir alla faglega þætti starfsins, eðlilega sem og alla aðra þætti til að tryggja að skólinn fari eftir lögum og reglugerðum í landinu þannig þetta er hreint út sagt alveg galið,“ sagði Sara Dögg. Hún segir ytra mat framkvæmt á fjögurra til sex ára fresti. „Nýr skóli sem ekki hefur starfað í fjögur ár er ekki á leið í ytra mat áður en fjórum árum lýkur þannig þetta er bara fyrirsláttur það er ekkert í þessu sem heldur, þessi rök halda engan vegin,“ sagði Sara Dögg.
Skóla - og menntamál Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir sérskólaúrræði borgarinnar í lamasessi Borgarfulltrúi kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. 23. maí 2020 12:31 Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Segir sérskólaúrræði borgarinnar í lamasessi Borgarfulltrúi kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. 23. maí 2020 12:31
Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00
Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00