Handbolti

Seinni bylgjan: Reiður áhorfandi óð inn á völlinn í Eyjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Nýkrýndir bikarmeistarar ÍBV töpuðu fyrir ÍR, 29-31, í Olís-deild karla í fyrradag.

Eyjamenn voru afar ósáttir við mark sem Björgvin Hólmgeirsson skoraði skömmu fyrir leikslok en hann tók fjölmörg skref áður en hann kom boltanum í netið.

Það voru ekki bara leikmenn og þjálfarar ÍBV sem voru ósáttir við dóminn heldur einnig stuðningsmenn liðsins. Einn þeirra gekk svo langt að fara inn á völlinn eftir leik.

Stuðningsmaðurinn tók stefnuna í átt að Jónasi Elíassyni en var stöðvaður af gæslumanni áður en hann náði að koma skilaboðum sínum áleiðis.

„Mér finnst þetta frábær gæsla,“ sagði Logi Geirsson í Seinni bylgjunni í gær og hrósaði viðbrögðum gæslumannsins.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×