Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. apríl 2020 15:46 Frá leik á Kópavogsvelli síðasta sumar. vísir/bára Mögulegt er að fleiri en hundrað áhorfendum geti sótt leiki þegar keppni á Íslandsmótinu í fótbolta hefst á ný, væntanlega í júní. Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í Sportinu í dag. Þann 4. maí verður takmörkunum á samkomubanni vegna kórónuveirunnar aflétt. Næsta skref verður svo væntanlega tekið 3-4 vikum seinna. „Eins og við horfum á þetta er næsta skref, ef allt gengur vel, hundrað manns. Þá þýðir það að það verða ekki fleiri en hundrað á sama svæði á sama leik,“ sagði Víðir. Hann segir að það væri þó hægt að hólfa stúkurnar á vellinum niður til að fleiri áhorfendur geti mætt á leikina. „Alveg eins og við höfum séð verslanir leysa þetta, eins og IKEA sem bjó til hólf fyrir hundrað manns. Það var ekki sameiginleg notkun á neinu á milli hólfa. Maður getur ímyndað sér að hægt sé að skipta stúku í tvö hundrað manna svæði,“ sagði Víðir. „Tökum Breiðablik sem dæmi. Þar eru tvær stúkur. Kannski geta verið þrjú hundrað manna svæði þar. Þetta gengur út á það að menn séu ekki með sameiginlegan inngang eða notkun á sjoppum og snyrtingu. Varðandi tveggja metra regluna þarf svæðið að vera nógu stórt til að fólk geti dreift sér skynsamlega um það,“ bætti Víðir við. Klippa: Sportið í dag - Víðir um áhorfendafjölda Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Mögulegt er að fleiri en hundrað áhorfendum geti sótt leiki þegar keppni á Íslandsmótinu í fótbolta hefst á ný, væntanlega í júní. Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í Sportinu í dag. Þann 4. maí verður takmörkunum á samkomubanni vegna kórónuveirunnar aflétt. Næsta skref verður svo væntanlega tekið 3-4 vikum seinna. „Eins og við horfum á þetta er næsta skref, ef allt gengur vel, hundrað manns. Þá þýðir það að það verða ekki fleiri en hundrað á sama svæði á sama leik,“ sagði Víðir. Hann segir að það væri þó hægt að hólfa stúkurnar á vellinum niður til að fleiri áhorfendur geti mætt á leikina. „Alveg eins og við höfum séð verslanir leysa þetta, eins og IKEA sem bjó til hólf fyrir hundrað manns. Það var ekki sameiginleg notkun á neinu á milli hólfa. Maður getur ímyndað sér að hægt sé að skipta stúku í tvö hundrað manna svæði,“ sagði Víðir. „Tökum Breiðablik sem dæmi. Þar eru tvær stúkur. Kannski geta verið þrjú hundrað manna svæði þar. Þetta gengur út á það að menn séu ekki með sameiginlegan inngang eða notkun á sjoppum og snyrtingu. Varðandi tveggja metra regluna þarf svæðið að vera nógu stórt til að fólk geti dreift sér skynsamlega um það,“ bætti Víðir við. Klippa: Sportið í dag - Víðir um áhorfendafjölda Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira