Svona var stemningin þegar World Class opnaði aftur á miðnætti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. maí 2020 01:01 Svona var umhorfs í World Class Laugum, stuttu eftir að stöðin opnaði á miðnætti. Vísir/Vésteinn Tilslakanir á samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi nú á miðnætti. Það hefur meðal annars í för með sér hækkun fjöldatakmarkana. Þá verða fjöldatakmarkanir hækkaðar úr 50 í 200. Eins mega krár, skemmtistaðir og sambærilegir staðir hafa opið til klukkan 11 á kvöldin. Þá máttu líkamsræktarstöðvar opna dyr sínar fyrir hreyfingarþyrstum viðskiptavinum á nýjan leik. Þær hafa verið lokaðar frá 24. mars síðastliðnum, í skugga samkomubannsins sem heilbrigðisráðherra setti á að tillögu sóttvarnalæknis. Aðstandendur World Class, stærstu líkamsræktarstöðvakeðju Íslands, ákváðu í tilefni afléttinga takmarkana að blása til miðnæturopnunar í stöð sinni í Laugum og bjóða þannig viðskiptavinum sínum að mæta í ræktina eins fljótt og mögulegt var. Mikil stemning myndaðist, boðið var upp á orkudrykki fyrir fyrstu gesti, auk þess sem plötusnúður þeytti skífum fyrir utan stöðina og hélt uppi fjörinu. Hér að neðan má sjá myndskeið frá opnun stöðvarinnar. Þar má meðal annars sjá Björn Leifsson, eiganda World Class, fylgjast með þeim allra fyrstu sem mættu í ræktina síðan í mars. Stuttu eftir að hleypt var inn voru allir komnir í rétta fatnaðinn og farnir að leggja rækt við líkama sinn. Ljóst er að margir höfðu beðið óþreyjufullir eftir opnun líkamsræktarstöðva, en blásið var til undirskriftarsöfnunar þann 1. maí, þar sem þess var krafist að líkamsræktarstöðvar myndu opna. Helsta gagnrýni aðstandenda listans á aðferðir stjórnvalda við afléttingar samfélagslegra takmarkana var sú að sundlaugar hefðu fengið að opna viku fyrr en líkamsræktarstöðvar. Alls rituðu 1742 undir listann. Þá var einnig miðnæturopnun í World Class í Kringlunni. Alls voru tólf sem komu inn fyrstu tíu mínúturnar og óðu flestir beint í bekkpressuna. Starfsmaður á vakt sagðist ekki hafa vitað við hverju mætti búast, en bjóst þó við minna húllumhæi en yrði væntanlega í Laugum. Myndir frá Kringlunni fylgja hér að neðan. World Class Kringlunni.Vísir/Andri Ívið færri biðu þess að komast í stöð World Class í Kringlunni.Vísir/Andri Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Miðnæturopnun hjá World Class í Laugum Líkamsræktarstöðin World Class ætlar að opna dyrnar að stöðvum sínum á miðnætti á sunnudaginn. Þetta kemur fram í færslu World Class á samfélagsmiðlum. 22. maí 2020 12:08 Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Tilslakanir á samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi nú á miðnætti. Það hefur meðal annars í för með sér hækkun fjöldatakmarkana. Þá verða fjöldatakmarkanir hækkaðar úr 50 í 200. Eins mega krár, skemmtistaðir og sambærilegir staðir hafa opið til klukkan 11 á kvöldin. Þá máttu líkamsræktarstöðvar opna dyr sínar fyrir hreyfingarþyrstum viðskiptavinum á nýjan leik. Þær hafa verið lokaðar frá 24. mars síðastliðnum, í skugga samkomubannsins sem heilbrigðisráðherra setti á að tillögu sóttvarnalæknis. Aðstandendur World Class, stærstu líkamsræktarstöðvakeðju Íslands, ákváðu í tilefni afléttinga takmarkana að blása til miðnæturopnunar í stöð sinni í Laugum og bjóða þannig viðskiptavinum sínum að mæta í ræktina eins fljótt og mögulegt var. Mikil stemning myndaðist, boðið var upp á orkudrykki fyrir fyrstu gesti, auk þess sem plötusnúður þeytti skífum fyrir utan stöðina og hélt uppi fjörinu. Hér að neðan má sjá myndskeið frá opnun stöðvarinnar. Þar má meðal annars sjá Björn Leifsson, eiganda World Class, fylgjast með þeim allra fyrstu sem mættu í ræktina síðan í mars. Stuttu eftir að hleypt var inn voru allir komnir í rétta fatnaðinn og farnir að leggja rækt við líkama sinn. Ljóst er að margir höfðu beðið óþreyjufullir eftir opnun líkamsræktarstöðva, en blásið var til undirskriftarsöfnunar þann 1. maí, þar sem þess var krafist að líkamsræktarstöðvar myndu opna. Helsta gagnrýni aðstandenda listans á aðferðir stjórnvalda við afléttingar samfélagslegra takmarkana var sú að sundlaugar hefðu fengið að opna viku fyrr en líkamsræktarstöðvar. Alls rituðu 1742 undir listann. Þá var einnig miðnæturopnun í World Class í Kringlunni. Alls voru tólf sem komu inn fyrstu tíu mínúturnar og óðu flestir beint í bekkpressuna. Starfsmaður á vakt sagðist ekki hafa vitað við hverju mætti búast, en bjóst þó við minna húllumhæi en yrði væntanlega í Laugum. Myndir frá Kringlunni fylgja hér að neðan. World Class Kringlunni.Vísir/Andri Ívið færri biðu þess að komast í stöð World Class í Kringlunni.Vísir/Andri
Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Miðnæturopnun hjá World Class í Laugum Líkamsræktarstöðin World Class ætlar að opna dyrnar að stöðvum sínum á miðnætti á sunnudaginn. Þetta kemur fram í færslu World Class á samfélagsmiðlum. 22. maí 2020 12:08 Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Miðnæturopnun hjá World Class í Laugum Líkamsræktarstöðin World Class ætlar að opna dyrnar að stöðvum sínum á miðnætti á sunnudaginn. Þetta kemur fram í færslu World Class á samfélagsmiðlum. 22. maí 2020 12:08
Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00