Tvö stór íþróttamót í Eyjum í næsta mánuði og Þjóðhátíð enn til skoðunar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. maí 2020 08:00 Herjólfsdalur var fagurgrænn í síðustu viku og tilbúinn til þess að taka á móti fólki. Vísir/Jóhann K. Tvö stór íþróttamót eru nú í undirbúningi í Vestmannaeyjum og þá er enn til skoðunar að halda Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi lagst þungt á Eyjamenn horfa þeir björtum augum til sumarsins. Af þeim tæplega 4500 sem búa í Vestmanneyjum smituðust 105 af kórónuveirunni. Vegna hópsýkinga þar voru reglur harðari en annarsstaðar í samkomubanni og máttu um tíma ekki fleiri en 10 koma saman. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir veturinn hafa verið verulega erfiðan. „En einhvern veginn æðruleysið og hvernig fólkið tók þessu hérna. Það voru allir tilbúnir að leggja rosalega mikið á sig til þess að láta þetta ganga og það gekk. En þessi tími var erfiður,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Styttist í tvö stór íþróttamót Lífið í Vestmannaeyjum færist hægt og bítandi í eðlilegt horf og horfa Eyjamenn björtum augum til sumarsins. Tvö stór íþróttamót, TM- og Orkumótið eru skipulögð núna strax í næsta mánuði og enn hefur Þjóðhátíð ekki verið aflýst. „Við förum eftir öllu sem okkur er upp á lagt og þetta er allt í samstarfi við aðgerðastjórn og almannavarnanefnd. En við ætlum okkar að reyna að halda þessa viðburði með einhverjum hætti og einhverju formi vegna þess að ég held að við þurfum bara á því að halda að fá örlitla tilbreytingu þó að þetta verði örðuvísi en við erum vön,“ segir Íris. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja.Vísir/Jóhann K. Þurfa að fylgja reglum og kröfum vegna Covid-19 Formaður þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri ÍBV segir að íþróttamótin séu fyrst og fremst hugsuð fyrir yngri börn sem iðka íþróttina og séu mótin mikil upplifun fyrir þau. Aðgerðaráætlun hafi verið í smíðum til að geta staðist þær reglur og kröfur sem séu gerðar til mótshaldara. Foreldrar eru margir að spyrja sig hvernig skipulagið verði. Hvort þau fái og hvort tveir megi koma með hverju barni. Er skipulagið unnið út frá því að foreldrar geti komið með yngstu börnunum? „Já, þetta er unnið þannig að við treystum okkur til að koma því fyrir að foreldrar geti í það minnsta komið og horft á leiki en við munum takmarka aðkomu foreldra að i gistingu og í mat,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV og formaður Þjóðhátíðarnefndar. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV og formaður Þjóðhátíðarnefndar.Vísir/Jóhann K. „Við sjáum fyrir okkur að það geti verið 200 manns saman að horfa á fótboltaleiki og við erum með þetta á fjórum stórum knattspyrnuvöllum þannig að við erum ekki að safna mikið af fólki saman á svæðið,“ segir Hörður. Þjóðhátíð enn á teikniborðinu Vafi hefur verið á því hvort Þjóðhátíð verði haldin í ár. En Herjólfsdalur skartar sínu fegursta þessa daganna. „Við höfum sagt það og segjum en að við svo sem erum að bíða og þetta virðist vera að ganga vel og það er verið að létta á takmörkunum vonast var eftir og við bara fylgjumst spennt með,“ segir Hörður. Tvö stór fótboltamót, Orkumótið og TM-mótið eru skipulögð í Eyjum í næsta mánuði.Vísir/Jóhann K. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Íþróttir Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Tvö stór íþróttamót eru nú í undirbúningi í Vestmannaeyjum og þá er enn til skoðunar að halda Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi lagst þungt á Eyjamenn horfa þeir björtum augum til sumarsins. Af þeim tæplega 4500 sem búa í Vestmanneyjum smituðust 105 af kórónuveirunni. Vegna hópsýkinga þar voru reglur harðari en annarsstaðar í samkomubanni og máttu um tíma ekki fleiri en 10 koma saman. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir veturinn hafa verið verulega erfiðan. „En einhvern veginn æðruleysið og hvernig fólkið tók þessu hérna. Það voru allir tilbúnir að leggja rosalega mikið á sig til þess að láta þetta ganga og það gekk. En þessi tími var erfiður,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Styttist í tvö stór íþróttamót Lífið í Vestmannaeyjum færist hægt og bítandi í eðlilegt horf og horfa Eyjamenn björtum augum til sumarsins. Tvö stór íþróttamót, TM- og Orkumótið eru skipulögð núna strax í næsta mánuði og enn hefur Þjóðhátíð ekki verið aflýst. „Við förum eftir öllu sem okkur er upp á lagt og þetta er allt í samstarfi við aðgerðastjórn og almannavarnanefnd. En við ætlum okkar að reyna að halda þessa viðburði með einhverjum hætti og einhverju formi vegna þess að ég held að við þurfum bara á því að halda að fá örlitla tilbreytingu þó að þetta verði örðuvísi en við erum vön,“ segir Íris. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja.Vísir/Jóhann K. Þurfa að fylgja reglum og kröfum vegna Covid-19 Formaður þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri ÍBV segir að íþróttamótin séu fyrst og fremst hugsuð fyrir yngri börn sem iðka íþróttina og séu mótin mikil upplifun fyrir þau. Aðgerðaráætlun hafi verið í smíðum til að geta staðist þær reglur og kröfur sem séu gerðar til mótshaldara. Foreldrar eru margir að spyrja sig hvernig skipulagið verði. Hvort þau fái og hvort tveir megi koma með hverju barni. Er skipulagið unnið út frá því að foreldrar geti komið með yngstu börnunum? „Já, þetta er unnið þannig að við treystum okkur til að koma því fyrir að foreldrar geti í það minnsta komið og horft á leiki en við munum takmarka aðkomu foreldra að i gistingu og í mat,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV og formaður Þjóðhátíðarnefndar. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV og formaður Þjóðhátíðarnefndar.Vísir/Jóhann K. „Við sjáum fyrir okkur að það geti verið 200 manns saman að horfa á fótboltaleiki og við erum með þetta á fjórum stórum knattspyrnuvöllum þannig að við erum ekki að safna mikið af fólki saman á svæðið,“ segir Hörður. Þjóðhátíð enn á teikniborðinu Vafi hefur verið á því hvort Þjóðhátíð verði haldin í ár. En Herjólfsdalur skartar sínu fegursta þessa daganna. „Við höfum sagt það og segjum en að við svo sem erum að bíða og þetta virðist vera að ganga vel og það er verið að létta á takmörkunum vonast var eftir og við bara fylgjumst spennt með,“ segir Hörður. Tvö stór fótboltamót, Orkumótið og TM-mótið eru skipulögð í Eyjum í næsta mánuði.Vísir/Jóhann K.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Íþróttir Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira