38 milljónir til að stöðva olíuleka úr El Grillo Atli Ísleifsson skrifar 17. apríl 2020 16:04 Seyðisfjörður. El Grillo er 10 þúsund lesta breskt olíubirgðaskip sem var sökkt árið 1944 í árás þýskra flugvéla. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu umhverfis- og auðlindaráðherra að grípa til aðgerða til að stöðva olíuleka úr skipsflakinu El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir að ráðist verði í aðgerðirnar á næstu vikum og sé áætlaður kostnaður vegna þeirra um 38 milljónir króna. „El Grillo er 10 þúsund lesta breskt olíubirgðaskip sem var sökkt árið 1944 í árás þýskra flugvéla. Árið 1952 var olíu dælt úr skipinu og aftur árið 2001 þegar rúm 60 tonn af hreinni olíu náðust úr því en útreikningar þá bentu til þess að 10 – 15 tonn af olíu sætu ennþá eftir í flakinu. Síðan hefur reynslan sýnt að olía leki úr flakinu þegar sjór hlýnar á sumrin. í könnunarleiðangri Landhelgisgæslunnar í október sl. kom í ljós að töluverður olíuleki var úr opi við olíutanka skipsins vegna tæringar. Því er mikilvægt að bregðast við lekanum hið fyrsta til að fyrirbyggja neikvæð umhverfisáhrif í firðinum. Þær aðgerðir sem nú verður ráðist í felast í því að loka opinu með því að steypa yfir það. Þá verður loka komið fyrir í steypunni sem nýta mætti síðar ef til þess kemur að dæla þurfi úr tankinum. Stefnt er að því að ráðast í aðgerðirnar nú á vormánuðum 2020 áður en sjór hlýnar og verður verkefnið á höndum Landhelgisgæslunnar,“ segir í tilkynningunni. Seyðisfjörður Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu umhverfis- og auðlindaráðherra að grípa til aðgerða til að stöðva olíuleka úr skipsflakinu El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir að ráðist verði í aðgerðirnar á næstu vikum og sé áætlaður kostnaður vegna þeirra um 38 milljónir króna. „El Grillo er 10 þúsund lesta breskt olíubirgðaskip sem var sökkt árið 1944 í árás þýskra flugvéla. Árið 1952 var olíu dælt úr skipinu og aftur árið 2001 þegar rúm 60 tonn af hreinni olíu náðust úr því en útreikningar þá bentu til þess að 10 – 15 tonn af olíu sætu ennþá eftir í flakinu. Síðan hefur reynslan sýnt að olía leki úr flakinu þegar sjór hlýnar á sumrin. í könnunarleiðangri Landhelgisgæslunnar í október sl. kom í ljós að töluverður olíuleki var úr opi við olíutanka skipsins vegna tæringar. Því er mikilvægt að bregðast við lekanum hið fyrsta til að fyrirbyggja neikvæð umhverfisáhrif í firðinum. Þær aðgerðir sem nú verður ráðist í felast í því að loka opinu með því að steypa yfir það. Þá verður loka komið fyrir í steypunni sem nýta mætti síðar ef til þess kemur að dæla þurfi úr tankinum. Stefnt er að því að ráðast í aðgerðirnar nú á vormánuðum 2020 áður en sjór hlýnar og verður verkefnið á höndum Landhelgisgæslunnar,“ segir í tilkynningunni.
Seyðisfjörður Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira