Búið spil hjá Zlatan? Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2020 23:00 Zlatan Ibrahimovic sneri aftur til AC Milan í janúar eftir að hafa spilað með LA Galaxy í Bandaríkjunum en gæti nú hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Milan. VÍSIR/GETTY Sænska fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic meiddist alvarlega á æfingu með AC Milan í dag og sá orðrómur komst á kreik að þau gætu orðið til þess að knattspyrnuferli hans væri lokið. Zlatan, sem er 38 ára gamall, sneri aftur til Ítalíu fyrr í þessum mánuði eftir að hafa farið til Svíþjóðar þegar hlé var gert á íþróttum í Ítalíu vegna kórónuveirufaraldursins. Hann meiddist á æfingu Milan í dag og miðað við fyrstu fréttir Sky Sports Italia og Corriere della Sera var talið að hann gæti hafa slitið hásin. Það hefði þýtt að hann yrði frá keppni í að minnsta kosti hálft ár og að óvíst væri að hann myndi spila aftur fótbolta á hæsta stigi. Gazzetta dello Sport greindi hins vegar frá því síðar að þó að óttast hefði verið að um hásinarmeiðsli væri að ræða þá liti nú út fyrir að Zlatan hefði „aðeins“ meiðst alvarlega í hægri kálfa. Hann hafi haltrað af velli, mjög þjáður, og að ljóst væri að hann gæti orðið margar vikur að jafna sig. Sænska blaðið Aftonbladet hefur eftir fyrrverandi lækni sænska landsliðsins að sé um kálfameiðsli að ræða gæti Zlatan orðið að sleppa fótbolta næstu tvo mánuðina. Það bendir því allt til þess að Zlatan spili ekki meira á leiktíðinni með AC Milan, en Ítalir stefna á að hefja keppni í efstu deild að nýju í næsta mánuði eftir hlé vegna kórónuveirunnar. Milan á fyrir höndum harða baráttu um Evrópusæti og Gazzetta bendir á að þar hefði Zlatan nýst jafnvel enn betur en áður. Hann hafi nefniega verið í betra ásigkomulagi en flestir samherja sinna eftir að hafa getað æft af fullum krafti með Hammarby í Svíþjóð á meðan að útgöngubann var á Ítalíu. Ítalski boltinn Tengdar fréttir „Ef þú ert með Zlatan í liði viltu ekki bregðast honum“ Síðasta mánuðinn hefur Aron Jóhannsson æft með Zlatan Ibrahimovic hjá Hammarby. 5. maí 2020 16:04 Zlatan æfir á fullu með Hammarby en veit ekki hvar hann mun spila næst Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic kveðst ekki vita hvar hans framtíð liggur í boltanum en hann æfir um þessar mundir af fullum krafti með sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. 25. apríl 2020 11:15 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Sænska fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic meiddist alvarlega á æfingu með AC Milan í dag og sá orðrómur komst á kreik að þau gætu orðið til þess að knattspyrnuferli hans væri lokið. Zlatan, sem er 38 ára gamall, sneri aftur til Ítalíu fyrr í þessum mánuði eftir að hafa farið til Svíþjóðar þegar hlé var gert á íþróttum í Ítalíu vegna kórónuveirufaraldursins. Hann meiddist á æfingu Milan í dag og miðað við fyrstu fréttir Sky Sports Italia og Corriere della Sera var talið að hann gæti hafa slitið hásin. Það hefði þýtt að hann yrði frá keppni í að minnsta kosti hálft ár og að óvíst væri að hann myndi spila aftur fótbolta á hæsta stigi. Gazzetta dello Sport greindi hins vegar frá því síðar að þó að óttast hefði verið að um hásinarmeiðsli væri að ræða þá liti nú út fyrir að Zlatan hefði „aðeins“ meiðst alvarlega í hægri kálfa. Hann hafi haltrað af velli, mjög þjáður, og að ljóst væri að hann gæti orðið margar vikur að jafna sig. Sænska blaðið Aftonbladet hefur eftir fyrrverandi lækni sænska landsliðsins að sé um kálfameiðsli að ræða gæti Zlatan orðið að sleppa fótbolta næstu tvo mánuðina. Það bendir því allt til þess að Zlatan spili ekki meira á leiktíðinni með AC Milan, en Ítalir stefna á að hefja keppni í efstu deild að nýju í næsta mánuði eftir hlé vegna kórónuveirunnar. Milan á fyrir höndum harða baráttu um Evrópusæti og Gazzetta bendir á að þar hefði Zlatan nýst jafnvel enn betur en áður. Hann hafi nefniega verið í betra ásigkomulagi en flestir samherja sinna eftir að hafa getað æft af fullum krafti með Hammarby í Svíþjóð á meðan að útgöngubann var á Ítalíu.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir „Ef þú ert með Zlatan í liði viltu ekki bregðast honum“ Síðasta mánuðinn hefur Aron Jóhannsson æft með Zlatan Ibrahimovic hjá Hammarby. 5. maí 2020 16:04 Zlatan æfir á fullu með Hammarby en veit ekki hvar hann mun spila næst Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic kveðst ekki vita hvar hans framtíð liggur í boltanum en hann æfir um þessar mundir af fullum krafti með sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. 25. apríl 2020 11:15 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
„Ef þú ert með Zlatan í liði viltu ekki bregðast honum“ Síðasta mánuðinn hefur Aron Jóhannsson æft með Zlatan Ibrahimovic hjá Hammarby. 5. maí 2020 16:04
Zlatan æfir á fullu með Hammarby en veit ekki hvar hann mun spila næst Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic kveðst ekki vita hvar hans framtíð liggur í boltanum en hann æfir um þessar mundir af fullum krafti með sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. 25. apríl 2020 11:15