Gylfi segist vera betur á sig kominn en þegar hann var tvítugur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Everton á móti Cardiff City at Goodison Park í November 2018. Getty/Clive Brunskill/ Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hjá enska úrvalsdeildafélaginu Everton byrjuðu að æfa aftur í síðustu viku en eru þó ennþá bara að æfa í litlum hópnum. Fram að því höfðu leikmenn liðsins þurft að æfa einir heima hjá sér í tvo mánuði og þar hefur reynt heldur betur á viljastyrk og hugarfar leikmanna. Gylfi virðist hafa staðist þá prófraun með miklum glans því hann sagðist í viðtalinu við evertonfc.com vera í mjög góðu formi þrátt fyrir „fríið“ vegna kórónuveirufaraldarins. „Eiginkonan er með mér allan sólarhringinn og fær að þola mig þegar við töpum eða hlutirnir eru ekki að ganga upp. Hún ýtir á mig á hverjum degi,“ sagði Gylfi við blaðamann heimasíðu Everton. „Löngunin til að standa mig vel kemur einnig frá mér sjálfum. Ég hef enn metnað fyrir því að bæta mig og spila á þessu getustigi. Mér líður enn mjög vel í skrokknum og það er því erfitt að segja hversu mörg ár ég á eftir,“ sagði Gylfi sem verður 31 árs gamall seinna á þessu ári. "I feel physically better than I probably did when I was 20" https://t.co/An5M8TAUxM— Everton FC News (@LivEchoEFC) May 25, 2020 „Ég er sennilega betur á mig kominn líkamlega heldur en þegar ég var tvítugur,“ sagði Gylfi. „Það var gott að mæta aftur á æfingu, sjá framan í menn og æfa með öðrum leikmönnum þótt auðvitað við séum að halda hæfilegri fjarlægð á milli manna,“ sagði Gylfi. „Ég hef reynt að halda mér uppteknum eins mikið og hægt var og gera eins mikið og ég get úr hverjum degi. En þrátt fyrir að ég hafi æft vel þennan tíma þá hafa þessar níu vikur verið ansi langar að líða,“ sagði Gylfi. „Auk þess að vera að halda mér í fótboltaformi þá hef ég verið að æfa vippin mín í garðinum og prófað mig áfram á píanóinu. Ég keypti píanóið fyrir nokkrum árum þegar ég var hjá Swansea. Það hafa komið tímabil þar sem ég hef ætlað að fara á fullt í að æfa mig að spila en síðan hefur áhuginn minnkað. Ég næ því á endanum, sagði Gylfi. View this post on Instagram Gylfi . A post shared by Everton (@everton) on Nov 18, 2019 at 12:49pm PST „Ég er á þætti sjö eða átta af The Last Dance. Ég horfi á þá á meðan ég borða morgunmatinn fyrir æfingu. Það er magnað að sjá hvernig Jordan hugsar hlutina, hvernig hann pælir í öllu og hversu mikill keppnismaður hann er,“ sagði Gylfi. „Þetta er ekki aðeins góður sjónvarpsþáttur heldur er hann einnig frábær fyrir íþróttaáhugafólk til að komast nær honum og sjá það hvernig hann hugsar,“ sagði Gylfi. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hjá enska úrvalsdeildafélaginu Everton byrjuðu að æfa aftur í síðustu viku en eru þó ennþá bara að æfa í litlum hópnum. Fram að því höfðu leikmenn liðsins þurft að æfa einir heima hjá sér í tvo mánuði og þar hefur reynt heldur betur á viljastyrk og hugarfar leikmanna. Gylfi virðist hafa staðist þá prófraun með miklum glans því hann sagðist í viðtalinu við evertonfc.com vera í mjög góðu formi þrátt fyrir „fríið“ vegna kórónuveirufaraldarins. „Eiginkonan er með mér allan sólarhringinn og fær að þola mig þegar við töpum eða hlutirnir eru ekki að ganga upp. Hún ýtir á mig á hverjum degi,“ sagði Gylfi við blaðamann heimasíðu Everton. „Löngunin til að standa mig vel kemur einnig frá mér sjálfum. Ég hef enn metnað fyrir því að bæta mig og spila á þessu getustigi. Mér líður enn mjög vel í skrokknum og það er því erfitt að segja hversu mörg ár ég á eftir,“ sagði Gylfi sem verður 31 árs gamall seinna á þessu ári. "I feel physically better than I probably did when I was 20" https://t.co/An5M8TAUxM— Everton FC News (@LivEchoEFC) May 25, 2020 „Ég er sennilega betur á mig kominn líkamlega heldur en þegar ég var tvítugur,“ sagði Gylfi. „Það var gott að mæta aftur á æfingu, sjá framan í menn og æfa með öðrum leikmönnum þótt auðvitað við séum að halda hæfilegri fjarlægð á milli manna,“ sagði Gylfi. „Ég hef reynt að halda mér uppteknum eins mikið og hægt var og gera eins mikið og ég get úr hverjum degi. En þrátt fyrir að ég hafi æft vel þennan tíma þá hafa þessar níu vikur verið ansi langar að líða,“ sagði Gylfi. „Auk þess að vera að halda mér í fótboltaformi þá hef ég verið að æfa vippin mín í garðinum og prófað mig áfram á píanóinu. Ég keypti píanóið fyrir nokkrum árum þegar ég var hjá Swansea. Það hafa komið tímabil þar sem ég hef ætlað að fara á fullt í að æfa mig að spila en síðan hefur áhuginn minnkað. Ég næ því á endanum, sagði Gylfi. View this post on Instagram Gylfi . A post shared by Everton (@everton) on Nov 18, 2019 at 12:49pm PST „Ég er á þætti sjö eða átta af The Last Dance. Ég horfi á þá á meðan ég borða morgunmatinn fyrir æfingu. Það er magnað að sjá hvernig Jordan hugsar hlutina, hvernig hann pælir í öllu og hversu mikill keppnismaður hann er,“ sagði Gylfi. „Þetta er ekki aðeins góður sjónvarpsþáttur heldur er hann einnig frábær fyrir íþróttaáhugafólk til að komast nær honum og sjá það hvernig hann hugsar,“ sagði Gylfi.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira