Haustþingi sennilega frestað fram í október Heimir Már Pétursson skrifar 26. maí 2020 19:00 Alþingi ætti að koma saman hinn 8. september en verður væntanlega frestað fram í október. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að haustþingi verði frestað fram í október og þá verði fjámálaáætlun og jafnvel ný fjármálastefna ríkisstjórnarinnar lagðar fram samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs. Enn á hins vegar eftir að ná samkomulagi milli flokka um hvaða mál verði afgreidd í sumar. Farið er að hilla undir þinglok á yfirstandandi vorþingi sem þó mun að minnsta kosti standa út júnímánuð en formenn flokka á þingi funduðu í dag um störf þingsins framundan og í haust. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að til standi að leggja fram endurskoðaða fjármálastefnu, sem annars er aðeins lögð fram í upphafi kjörtímabils, og fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem hefði átt að leggja fram í apríl, samhliða fjárlagafrumvarpi í haust. Forsætisráðherra segir flokkana á þingi nú í samtali um hvaða mál verða afgreidd og hvenær á Alþingi í sumar og haust.Vísir/Vilhelm „Nú þarf að raða þessu öllu upp. Þannig að Alþingi geti tekið afstöðu til þessarra plagga þegar komin verður mynd á þau. Og það liggur fyrir að það verður með haustinu,“ segir forsætisráðherra. Nú eigi sér stað samtal milli flokkanna um hvaða mál verði afgreidd í júní og hvernig þingi verði háttað, fyrir utan beinar neyðaraðgerðir, í haust. En setningu Alþingis á haustþingi verði að öllum líkindum frestað. „Við höfum verið með til skoðunar í því sömuleiðis hvort þing gæti hugsanlega komið aftur saman í ágúst og september til að fjalla um afmörkuð mál. Jafnvel þá að fresta samkomudegi þingsins fram til 1. október. Því samkvæmt stjórnarskrá eru fjárlög alltaf fyrsta mál hvers þings,“ segir Katrín. Það skipti máli að skýr rammi verði um hvað eigi að afgreiða og Alþingi verði á bakvakt í sumar. „Við sjáum fram á það til að mynda núna vegna þeirra áætlana sem uppi eru um að opna landamærin og taka þar upp skimun um miðjan júní. Þá mun þurfa ákveðnar lagabreytingar til að það sé hægt. Þannig að það eru augljóslega einhver fleiri slík mál framundan,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Útlit er fyrir að haustþingi verði frestað fram í október og þá verði fjámálaáætlun og jafnvel ný fjármálastefna ríkisstjórnarinnar lagðar fram samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs. Enn á hins vegar eftir að ná samkomulagi milli flokka um hvaða mál verði afgreidd í sumar. Farið er að hilla undir þinglok á yfirstandandi vorþingi sem þó mun að minnsta kosti standa út júnímánuð en formenn flokka á þingi funduðu í dag um störf þingsins framundan og í haust. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að til standi að leggja fram endurskoðaða fjármálastefnu, sem annars er aðeins lögð fram í upphafi kjörtímabils, og fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem hefði átt að leggja fram í apríl, samhliða fjárlagafrumvarpi í haust. Forsætisráðherra segir flokkana á þingi nú í samtali um hvaða mál verða afgreidd og hvenær á Alþingi í sumar og haust.Vísir/Vilhelm „Nú þarf að raða þessu öllu upp. Þannig að Alþingi geti tekið afstöðu til þessarra plagga þegar komin verður mynd á þau. Og það liggur fyrir að það verður með haustinu,“ segir forsætisráðherra. Nú eigi sér stað samtal milli flokkanna um hvaða mál verði afgreidd í júní og hvernig þingi verði háttað, fyrir utan beinar neyðaraðgerðir, í haust. En setningu Alþingis á haustþingi verði að öllum líkindum frestað. „Við höfum verið með til skoðunar í því sömuleiðis hvort þing gæti hugsanlega komið aftur saman í ágúst og september til að fjalla um afmörkuð mál. Jafnvel þá að fresta samkomudegi þingsins fram til 1. október. Því samkvæmt stjórnarskrá eru fjárlög alltaf fyrsta mál hvers þings,“ segir Katrín. Það skipti máli að skýr rammi verði um hvað eigi að afgreiða og Alþingi verði á bakvakt í sumar. „Við sjáum fram á það til að mynda núna vegna þeirra áætlana sem uppi eru um að opna landamærin og taka þar upp skimun um miðjan júní. Þá mun þurfa ákveðnar lagabreytingar til að það sé hægt. Þannig að það eru augljóslega einhver fleiri slík mál framundan,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira