Hægt verður að taka á móti 10 til 15 flugvélum á dag í Keflavík Heimir Már Pétursson skrifar 26. maí 2020 20:00 Áður en kórónuveirufaraldurinn skall á fóru allt að fjörtíu þúsund manns um Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Nú er reiknað með að hægt verði að hleypa þúsund manns inn í landið á dag fyrstu vikurnar eftir að landamærin verða opnuð. Vísir/Vilhelm Reiknað er með að hægt verði að afgreiða allt að fimmtán flugvélar á dag til að byrja með á Keflavíkurflugvelli eftir opnun landamæranna. Flugfélög eru áhugasöm um flug hingað til lands en eru varkár í yfirlýsingum. Icelandair er eina flugfélagið sem lýst hefur yfir að það muni hefja áætlunarflug í einhverri mynd um leið og landamærin verða opnuð hinn 15. júní. Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Ísavía segir að enn ríki mikil óvissa um hve margir farþegar muni koma til landsins. Nú sé gengið út frá að hægt verði að taka 500 til þúsund veirusýni á dag á flugvellinum. Ísavía reiknar með að hægt verði að taka á móti tíu til fimmtán flugvélum á dag á Keflavíkurflugvelli fyrstu vikurnar eftir að landið verður opnað.Stöð 2/Arnar „En ef við horfum til dæmis á síðasta ár þá vorum við með í kringum 160 farþega í hverri flugvél. Þannig að við erum að tala um á bilinu tíu til fimmtán flugvélar á dag,“ segir Guðmundur Daði. Það er ekki stór dagur í venjulegu árferði á Keflavíkurflugvelli en vissulega betra ástand en verið hefur undanfarnar vikur. „Tvö þúsund og átján á stærstu dögum ársins voru í kringum fjörtíu þúsund farþegar að koma um flugvöllinn. Þannig að jú, þetta er tiltölulega lítið miðað við hvernig umferðin var áður á flugvellinum,“ segir Guðmundur Daði. Ísavía bíði enn eftir ítarlegri tillögum frá sóttvarnalækni í tengslum við ákvörðun yfirvalda til að hægt verði að útfæra eftirlitið á Keflavíkurflugvelli. „En við erum í mjög nánu sambandi við flugfélögin. Erum að reyna að átta okkur á því hvenær geti farið að rofa til,“ segir Guðmundur Daði. Engu að síður er ljóst að komur ferðamanna á þessu ári verða ekki svipur hjá sjón miðað við þær tvær milljónir ferðamanna sem komið hafa árlega til landsins undanfarin nokkur ár. En áætlanir gerðu ráð fyrir að 26 flugfélög flygju hingað í sumar. „Við verðum vör við að það er áhugi á landinu og það er áhugi á ferðum. En hvort það leiði til þess að hér verði mikið af flugfélögum að fljúga á næstu mánuðum er ómögulegt að segja á þessum tímapunkti,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson. Bandarísku flugfélögin American Airlines, Delta og United og kanadíska flugfélagið Air Canada hafa þegar tilkynnt að þau muni ekki fljúga til Íslands í sumar. Keflavíkurflugvöllur Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Jafnvel fleiri væntanlegir til landsins en áður var gert ráð fyrir Ljóst sé að auka þurfi afkastagetu við veiruprófanir á landamærunum. 26. maí 2020 18:39 Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. 26. maí 2020 17:56 Telur ólíklegt að útboð Icelandair höfði til nýrra fjárfesta Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur ólíklegt að hlutafjárútboð félagsins muni laða til sín marga nýja fjárfesta. 26. maí 2020 15:44 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Reiknað er með að hægt verði að afgreiða allt að fimmtán flugvélar á dag til að byrja með á Keflavíkurflugvelli eftir opnun landamæranna. Flugfélög eru áhugasöm um flug hingað til lands en eru varkár í yfirlýsingum. Icelandair er eina flugfélagið sem lýst hefur yfir að það muni hefja áætlunarflug í einhverri mynd um leið og landamærin verða opnuð hinn 15. júní. Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Ísavía segir að enn ríki mikil óvissa um hve margir farþegar muni koma til landsins. Nú sé gengið út frá að hægt verði að taka 500 til þúsund veirusýni á dag á flugvellinum. Ísavía reiknar með að hægt verði að taka á móti tíu til fimmtán flugvélum á dag á Keflavíkurflugvelli fyrstu vikurnar eftir að landið verður opnað.Stöð 2/Arnar „En ef við horfum til dæmis á síðasta ár þá vorum við með í kringum 160 farþega í hverri flugvél. Þannig að við erum að tala um á bilinu tíu til fimmtán flugvélar á dag,“ segir Guðmundur Daði. Það er ekki stór dagur í venjulegu árferði á Keflavíkurflugvelli en vissulega betra ástand en verið hefur undanfarnar vikur. „Tvö þúsund og átján á stærstu dögum ársins voru í kringum fjörtíu þúsund farþegar að koma um flugvöllinn. Þannig að jú, þetta er tiltölulega lítið miðað við hvernig umferðin var áður á flugvellinum,“ segir Guðmundur Daði. Ísavía bíði enn eftir ítarlegri tillögum frá sóttvarnalækni í tengslum við ákvörðun yfirvalda til að hægt verði að útfæra eftirlitið á Keflavíkurflugvelli. „En við erum í mjög nánu sambandi við flugfélögin. Erum að reyna að átta okkur á því hvenær geti farið að rofa til,“ segir Guðmundur Daði. Engu að síður er ljóst að komur ferðamanna á þessu ári verða ekki svipur hjá sjón miðað við þær tvær milljónir ferðamanna sem komið hafa árlega til landsins undanfarin nokkur ár. En áætlanir gerðu ráð fyrir að 26 flugfélög flygju hingað í sumar. „Við verðum vör við að það er áhugi á landinu og það er áhugi á ferðum. En hvort það leiði til þess að hér verði mikið af flugfélögum að fljúga á næstu mánuðum er ómögulegt að segja á þessum tímapunkti,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson. Bandarísku flugfélögin American Airlines, Delta og United og kanadíska flugfélagið Air Canada hafa þegar tilkynnt að þau muni ekki fljúga til Íslands í sumar.
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Jafnvel fleiri væntanlegir til landsins en áður var gert ráð fyrir Ljóst sé að auka þurfi afkastagetu við veiruprófanir á landamærunum. 26. maí 2020 18:39 Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. 26. maí 2020 17:56 Telur ólíklegt að útboð Icelandair höfði til nýrra fjárfesta Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur ólíklegt að hlutafjárútboð félagsins muni laða til sín marga nýja fjárfesta. 26. maí 2020 15:44 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Jafnvel fleiri væntanlegir til landsins en áður var gert ráð fyrir Ljóst sé að auka þurfi afkastagetu við veiruprófanir á landamærunum. 26. maí 2020 18:39
Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. 26. maí 2020 17:56
Telur ólíklegt að útboð Icelandair höfði til nýrra fjárfesta Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur ólíklegt að hlutafjárútboð félagsins muni laða til sín marga nýja fjárfesta. 26. maí 2020 15:44