Skrýtið að finna fyrir svo miklu hatri út af víðavangshlaupi Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2020 23:00 Arnar Pétursson varð Íslandsmeistari með yfirburðum í fyrra þegar hann vann Reykjavíkurmaraþonið fjórða árið í röð. mynd/eva björk ægisdóttir Arnar Pétursson, margfaldur Íslandsmeistari í maraþoni, hefur á glæstum ferli sínum sem hlaupari verið sakaður um svindl bæði í Reykjavíkurmaraþoninu og í Víðavangshlaupi ÍR. „Þetta var mjög áhugaverður tími. Það sem var auðveldast við þetta var að ég vissi að ég hefði ekki gert neitt rangt,“ sagði Arnar í Sportinu í dag þar sem hann var gestur þeirra Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar. Henry grínaðist með það að Arnar hefði um tíma í raun skapað sér nafn sem einhvers konar „bad boy“ hlaupaheimsins, en Arnar kveðst vera með hreina samvisku. Hann varð hins vegar auðvitað var við sterk viðbrögð margra vegna hins meinta svindls: „Þetta var ekki eins og að ef þú hefðir reynt að svindla og það hefði komist upp. Síðan var líka mjög fyndið að heyra frá gömlum hlaupurum sem klöppuðu mér bara á bakið; „Heyrðu, þetta er mesta umfjöllun sem að hlaup hefur nokkurn tímann fengið.“ En fyrir mér var þetta bara þvílíkur lærdómur, að fá að vera í sviðsljósinu á neikvæðan hátt. Það er ótrúlega skrýtin tilfinning, að finna þetta HATUR út af einhverju fimm kílómetra víðavangshlaupi. Hvernig er hægt að hafa svona sterka skoðun á því?“ spurði Arnar léttur í bragði. Hann rifjaði upp málsatvik en í Víðavangshlaupi ÍR skaust hann fram úr keppinaut sínum á lokametrunum, eftir að hafa farið styttri leið á illa merktri hlaupaleiðinni. „ÍR [sem var mótshaldari] viðurkenndi alveg að þetta væru mistök hjá þeim. Í hlaupi á ekki að vera hægt að gera eitthvað svona. Það á bara að vera braut sem að maður fylgir. En ég fékk þetta geðveikt á mig eins og að ég hefði gert eitthvað rangt, þó að í rauninni gerði ég ekkert rangt,“ sagði Arnar. Var farinn að halda að þriðja málið kæmi upp Eftir sigur Arnars í Reykjavíkurmaraþoninu 2014 kærði svo keppinautur hans úrslitin og taldi Arnar hafa svindlað með því að njóta aðstoðar „héra“ í hlaupinu. Málinu var vísað frá en tekið fram að betur yrði fylgst með hlaupurum á næsta ári. Arnar gat ekki annað en hlegið þegar Henry benti á að hann hefði eiginlega verið kominn undir smásjá keppnishaldara á þessum tíma, og sagðist í léttum tón nánast hafa haldið að hann yrði ásakaður um enn frekara svindl: „Þetta voru auðvitað algjörar tilviljanir en maður var samt svona; „Eru þetta tilviljanir?“ Ég var farinn að halda að þriðja málið kæmi upp. Ég var að komast á svipaðan stað og Kári Steinn [Karlsson, Íslandsmethafi], og sá fram á að við yrðum að hlaupa í sama hlaupinu á Íslandi og ég myndi reka mig aftan í hælana á honum og fella hann svo hann dytti. Og það myndi einhvern veginn líta út eins og að ég hefði sparkað hann niður. Þá gætu allir verið; „Heyrðu, þetta er augljóst núna!““ Klippa: Sportið í dag - Arnar Péturs um ásakanir um svindl Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Sportið í dag Tengdar fréttir Arnar hljóp fyrsta maraþonið án undirbúnings og sló 26 ára met - Valdi hlaupin eftir að Martin fékk landsliðssæti Arnar Pétursson var á kafi í körfubolta þegar hann kom foreldrum sínum og fleirum í opna skjöldu með því að hlaupa maraþon 18 ára gamall, og slá 26 ára gamalt Íslandsmet. 26. maí 2020 18:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira
Arnar Pétursson, margfaldur Íslandsmeistari í maraþoni, hefur á glæstum ferli sínum sem hlaupari verið sakaður um svindl bæði í Reykjavíkurmaraþoninu og í Víðavangshlaupi ÍR. „Þetta var mjög áhugaverður tími. Það sem var auðveldast við þetta var að ég vissi að ég hefði ekki gert neitt rangt,“ sagði Arnar í Sportinu í dag þar sem hann var gestur þeirra Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar. Henry grínaðist með það að Arnar hefði um tíma í raun skapað sér nafn sem einhvers konar „bad boy“ hlaupaheimsins, en Arnar kveðst vera með hreina samvisku. Hann varð hins vegar auðvitað var við sterk viðbrögð margra vegna hins meinta svindls: „Þetta var ekki eins og að ef þú hefðir reynt að svindla og það hefði komist upp. Síðan var líka mjög fyndið að heyra frá gömlum hlaupurum sem klöppuðu mér bara á bakið; „Heyrðu, þetta er mesta umfjöllun sem að hlaup hefur nokkurn tímann fengið.“ En fyrir mér var þetta bara þvílíkur lærdómur, að fá að vera í sviðsljósinu á neikvæðan hátt. Það er ótrúlega skrýtin tilfinning, að finna þetta HATUR út af einhverju fimm kílómetra víðavangshlaupi. Hvernig er hægt að hafa svona sterka skoðun á því?“ spurði Arnar léttur í bragði. Hann rifjaði upp málsatvik en í Víðavangshlaupi ÍR skaust hann fram úr keppinaut sínum á lokametrunum, eftir að hafa farið styttri leið á illa merktri hlaupaleiðinni. „ÍR [sem var mótshaldari] viðurkenndi alveg að þetta væru mistök hjá þeim. Í hlaupi á ekki að vera hægt að gera eitthvað svona. Það á bara að vera braut sem að maður fylgir. En ég fékk þetta geðveikt á mig eins og að ég hefði gert eitthvað rangt, þó að í rauninni gerði ég ekkert rangt,“ sagði Arnar. Var farinn að halda að þriðja málið kæmi upp Eftir sigur Arnars í Reykjavíkurmaraþoninu 2014 kærði svo keppinautur hans úrslitin og taldi Arnar hafa svindlað með því að njóta aðstoðar „héra“ í hlaupinu. Málinu var vísað frá en tekið fram að betur yrði fylgst með hlaupurum á næsta ári. Arnar gat ekki annað en hlegið þegar Henry benti á að hann hefði eiginlega verið kominn undir smásjá keppnishaldara á þessum tíma, og sagðist í léttum tón nánast hafa haldið að hann yrði ásakaður um enn frekara svindl: „Þetta voru auðvitað algjörar tilviljanir en maður var samt svona; „Eru þetta tilviljanir?“ Ég var farinn að halda að þriðja málið kæmi upp. Ég var að komast á svipaðan stað og Kári Steinn [Karlsson, Íslandsmethafi], og sá fram á að við yrðum að hlaupa í sama hlaupinu á Íslandi og ég myndi reka mig aftan í hælana á honum og fella hann svo hann dytti. Og það myndi einhvern veginn líta út eins og að ég hefði sparkað hann niður. Þá gætu allir verið; „Heyrðu, þetta er augljóst núna!““ Klippa: Sportið í dag - Arnar Péturs um ásakanir um svindl Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Sportið í dag Tengdar fréttir Arnar hljóp fyrsta maraþonið án undirbúnings og sló 26 ára met - Valdi hlaupin eftir að Martin fékk landsliðssæti Arnar Pétursson var á kafi í körfubolta þegar hann kom foreldrum sínum og fleirum í opna skjöldu með því að hlaupa maraþon 18 ára gamall, og slá 26 ára gamalt Íslandsmet. 26. maí 2020 18:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira
Arnar hljóp fyrsta maraþonið án undirbúnings og sló 26 ára met - Valdi hlaupin eftir að Martin fékk landsliðssæti Arnar Pétursson var á kafi í körfubolta þegar hann kom foreldrum sínum og fleirum í opna skjöldu með því að hlaupa maraþon 18 ára gamall, og slá 26 ára gamalt Íslandsmet. 26. maí 2020 18:00