Vísar því á bug að fimm milljarða framkvæmd Sorpu sé byggð á úreltri tækni Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2020 20:00 Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri Sorpu. Framkvæmdastjóri Sorpu vísar því á bug að ný 5 milljarða gas- og jarðgerðarstöð sé byggð á úreltri tækni. Starfsemi stöðvarinnar feli í sér byltingu í umhverfismálum hér á landi. Gas- og jarðgerðarstöðin Gaja í Álfsnesi verður tekin í notkun 16. júní næstkomandi. Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri Sorpu, segir hana marka byltingu í umhverfismálum á Íslandi. „Þegar við verðum farin að vinna hér í þessari stöð þá jafngildir það að taka 40 þúsund bensín- og dísilbíla úr umferð. Þetta hefur gríðarleg áhrif á kolefnisbúskapinn á okkar landi,“ segir Helgi Þór. Í stöðinni verður heimilissorpi breytt í metangas og moltu. „Urðun á ársvísu er um 140 þúsund tonn. En við erum að stíga risastór skref fari þessi urðun á næstu árum í 20 þúsund tonn eða minna,“ segir Helgi Þór. Hann segir þá sem fara með stjórnvölinn á höfuðborgarsvæðinu hafa sýnt mikla framsýni þegar þeir ákváðu fyrir tíu árum að hætta urðun á sorpi. Stöðin sé risastórt skref í því ferli. En það að reisa þessa stöð hefur reynst stormasamt ferli. Stjórn Sorpu ákvað að leysa Björn H. Halldórsson, þáverandi framkvæmdastjóra Sorpu, frá störfum í janúar. Það var gert eftir að rekstur Sorpu hafði farið 1,4 milljarða króna fram úr áætlun. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að rekstri Sorpu þurftu að samþykkja 990 milljóna króna lán til Sorpu svo hægt yrði að ljúka framkvæmdum við gas- og jarðgerðarstöðina. Heildarkostnaðurinn við að reisa þessa stöð stendur nú í 5,3 milljörðum króna. Stundin fjallaði um stöðina í síðasta tölublaði en þar var því haldið fram að tæknin sem hún byggir á sé úrelt. Var vísað til þess að sambærileg stöð í Noregi, sem byggir á sömu dönsku tækninni, hafi verið lokuð fimm árum eftir að hún var tekin í notkun árið 2006 og aldrei komist almennilega í gagnið. Helgi Þór vísar því á bug að tæknin sé barns síns tíma. „Það sem skiptir máli er að velja bestu fáanlegu tæknina. Þessi tækni sem við veðjum á er kölluð þurrgerjun. Í grunninn hefur þessi tækni ekki breyst um árabil. Það skiptir ekki máli ef tæknin er tíu ára eða tuttugu ára gömul. Hún er sú besta sem fáanleg er. Það á við um þessa tækni sem við höfum valið hér. Hún er viðeigandi og hentar og hún er frekar í sókn heldur en hitt á heimsvísu,“ segir Helgi. Í Stundinni er því haldið fram að moltan sem framleiða á í stöðunni muni ekki standast gæðakröfur né Evrópustaðla. Helgi segir moltuna uppfylla öll ákvæði samkvæmt starfsleyfi. „Við munum uppfylla þau ákvæði og framleið moltu sem er nýtanleg sem við munum sjá á mörgum sviðum. Við erum að þróa markaðinn og höfum fulla trú á þessari notkun. Það eru margir sem sýna henni áhuga og verður ekki vandamál að koma henni í notkun á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu.“ Þá er því haldið fram að ekki sé eftirspurn hér á landi eftir öllu því metangasi sem á að framleiða í stöðinni. „Metangas er samvara, þetta er eldsneyti. Það eru fjölda margir sem hafa áhuga á þessu eldsneyti. Við erum að vinna kappsamlega að finna markaði. Bara núna á áðan var fólk að tala við okkur um möguleg kaup á metani. Við erum að vinna að ýmsum möguleikum og útfærslum í því sambandi. Við erum í stakk búin að tilkynna góða niðurstöðu úr því á næstu mánuðum. Þetta metan verður selt á næstu mánuðum, engin spurning,“ segir Helgi Þór. Sorpa Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sorpu vísar því á bug að ný 5 milljarða gas- og jarðgerðarstöð sé byggð á úreltri tækni. Starfsemi stöðvarinnar feli í sér byltingu í umhverfismálum hér á landi. Gas- og jarðgerðarstöðin Gaja í Álfsnesi verður tekin í notkun 16. júní næstkomandi. Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri Sorpu, segir hana marka byltingu í umhverfismálum á Íslandi. „Þegar við verðum farin að vinna hér í þessari stöð þá jafngildir það að taka 40 þúsund bensín- og dísilbíla úr umferð. Þetta hefur gríðarleg áhrif á kolefnisbúskapinn á okkar landi,“ segir Helgi Þór. Í stöðinni verður heimilissorpi breytt í metangas og moltu. „Urðun á ársvísu er um 140 þúsund tonn. En við erum að stíga risastór skref fari þessi urðun á næstu árum í 20 þúsund tonn eða minna,“ segir Helgi Þór. Hann segir þá sem fara með stjórnvölinn á höfuðborgarsvæðinu hafa sýnt mikla framsýni þegar þeir ákváðu fyrir tíu árum að hætta urðun á sorpi. Stöðin sé risastórt skref í því ferli. En það að reisa þessa stöð hefur reynst stormasamt ferli. Stjórn Sorpu ákvað að leysa Björn H. Halldórsson, þáverandi framkvæmdastjóra Sorpu, frá störfum í janúar. Það var gert eftir að rekstur Sorpu hafði farið 1,4 milljarða króna fram úr áætlun. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að rekstri Sorpu þurftu að samþykkja 990 milljóna króna lán til Sorpu svo hægt yrði að ljúka framkvæmdum við gas- og jarðgerðarstöðina. Heildarkostnaðurinn við að reisa þessa stöð stendur nú í 5,3 milljörðum króna. Stundin fjallaði um stöðina í síðasta tölublaði en þar var því haldið fram að tæknin sem hún byggir á sé úrelt. Var vísað til þess að sambærileg stöð í Noregi, sem byggir á sömu dönsku tækninni, hafi verið lokuð fimm árum eftir að hún var tekin í notkun árið 2006 og aldrei komist almennilega í gagnið. Helgi Þór vísar því á bug að tæknin sé barns síns tíma. „Það sem skiptir máli er að velja bestu fáanlegu tæknina. Þessi tækni sem við veðjum á er kölluð þurrgerjun. Í grunninn hefur þessi tækni ekki breyst um árabil. Það skiptir ekki máli ef tæknin er tíu ára eða tuttugu ára gömul. Hún er sú besta sem fáanleg er. Það á við um þessa tækni sem við höfum valið hér. Hún er viðeigandi og hentar og hún er frekar í sókn heldur en hitt á heimsvísu,“ segir Helgi. Í Stundinni er því haldið fram að moltan sem framleiða á í stöðunni muni ekki standast gæðakröfur né Evrópustaðla. Helgi segir moltuna uppfylla öll ákvæði samkvæmt starfsleyfi. „Við munum uppfylla þau ákvæði og framleið moltu sem er nýtanleg sem við munum sjá á mörgum sviðum. Við erum að þróa markaðinn og höfum fulla trú á þessari notkun. Það eru margir sem sýna henni áhuga og verður ekki vandamál að koma henni í notkun á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu.“ Þá er því haldið fram að ekki sé eftirspurn hér á landi eftir öllu því metangasi sem á að framleiða í stöðinni. „Metangas er samvara, þetta er eldsneyti. Það eru fjölda margir sem hafa áhuga á þessu eldsneyti. Við erum að vinna kappsamlega að finna markaði. Bara núna á áðan var fólk að tala við okkur um möguleg kaup á metani. Við erum að vinna að ýmsum möguleikum og útfærslum í því sambandi. Við erum í stakk búin að tilkynna góða niðurstöðu úr því á næstu mánuðum. Þetta metan verður selt á næstu mánuðum, engin spurning,“ segir Helgi Þór.
Sorpa Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira