„Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“ Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2020 22:00 Troy Deeney hefur ríka ástæðu til að vilja fara varlega enda með heilsu sonar síns í huga. VÍSIR/GETTY Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. Deeney á fimm mánaða gamlan son, sem glímt hefur við öndunarerfiðleika, og kvaðst fyrr í þessum mánuði ekki ætla að mæta strax til æfinga af ótta við veiruna. Þessi afstaða hans varð til þess að Deeney fékk send skelfileg skilaboð á netinu og úti á götu var kallað á hann og honum sagt að „fara aftur í vinnuna“. „Ég sá sumt af því sem sagt var varðandi son minn, fólk að segja; „Ég vona að strákurinn þinn fái kórónuveiruna.“ Það var erfiðast fyrir mig. Ef að maður svara slíku þá hugsar þetta fólk; „Ah, við náðum honum,“ og heldur áfram með sama hætti,“ sagði Deeney við CNN Sport. Hann kvaðst óttast að einmitt þau viðbrögð sem hann hefði fengið væru ástæða þess að fáir leikmenn vildu tjá sig um þessi mál. Ensku úrvalsdeildarfélögin samþykktu einróma í dag að hefja á ný æfingar án takmarkana, það er að segja með snertingu og í venjulegri hópastærð. Fjórir leikmenn eða starfsmenn hjá ensku úrvalsdeildarfélögunum greindust með smit í dag og í gær, í rúmlega þúsund prófum. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur smit hjá ensku úrvalsdeildarliðunum Fjórir af 1.008 einstaklingum greindust með kórónuveiruna í þriðju umferðinni af prófum hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í fótbolta karla en prófað var í dag og í gær. 27. maí 2020 20:00 Ensku liðin mega æfa með snertingum Núna mega liðin í ensku úrvalsdeildinni æfa með snertingum. 27. maí 2020 12:11 Varnarmaður Watford með veiruna Einn leikmaður og tveir úr starfsliðinu greindust með kórónuveiruna. 20. maí 2020 14:33 Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. Deeney á fimm mánaða gamlan son, sem glímt hefur við öndunarerfiðleika, og kvaðst fyrr í þessum mánuði ekki ætla að mæta strax til æfinga af ótta við veiruna. Þessi afstaða hans varð til þess að Deeney fékk send skelfileg skilaboð á netinu og úti á götu var kallað á hann og honum sagt að „fara aftur í vinnuna“. „Ég sá sumt af því sem sagt var varðandi son minn, fólk að segja; „Ég vona að strákurinn þinn fái kórónuveiruna.“ Það var erfiðast fyrir mig. Ef að maður svara slíku þá hugsar þetta fólk; „Ah, við náðum honum,“ og heldur áfram með sama hætti,“ sagði Deeney við CNN Sport. Hann kvaðst óttast að einmitt þau viðbrögð sem hann hefði fengið væru ástæða þess að fáir leikmenn vildu tjá sig um þessi mál. Ensku úrvalsdeildarfélögin samþykktu einróma í dag að hefja á ný æfingar án takmarkana, það er að segja með snertingu og í venjulegri hópastærð. Fjórir leikmenn eða starfsmenn hjá ensku úrvalsdeildarfélögunum greindust með smit í dag og í gær, í rúmlega þúsund prófum.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur smit hjá ensku úrvalsdeildarliðunum Fjórir af 1.008 einstaklingum greindust með kórónuveiruna í þriðju umferðinni af prófum hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í fótbolta karla en prófað var í dag og í gær. 27. maí 2020 20:00 Ensku liðin mega æfa með snertingum Núna mega liðin í ensku úrvalsdeildinni æfa með snertingum. 27. maí 2020 12:11 Varnarmaður Watford með veiruna Einn leikmaður og tveir úr starfsliðinu greindust með kórónuveiruna. 20. maí 2020 14:33 Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Fjögur smit hjá ensku úrvalsdeildarliðunum Fjórir af 1.008 einstaklingum greindust með kórónuveiruna í þriðju umferðinni af prófum hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í fótbolta karla en prófað var í dag og í gær. 27. maí 2020 20:00
Ensku liðin mega æfa með snertingum Núna mega liðin í ensku úrvalsdeildinni æfa með snertingum. 27. maí 2020 12:11
Varnarmaður Watford með veiruna Einn leikmaður og tveir úr starfsliðinu greindust með kórónuveiruna. 20. maí 2020 14:33
Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti