Boltinn byrjar að rúlla í ítölsku deildinni tuttugasta júní Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 18:34 Cristiano Ronaldo getur bráðum byrjað að spila fótbolta aftur. VÍSIR/GETTY Keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta ætti að hefjast að nýju 20. júní eftir að ítölsk stjórnvöld gáfu samþykki fyrir því í dag. Áhrifa kórónuveirufaraldursins á íþróttalíf heimsins gætti einna fyrst á Ítalíu þar sem leikjum var frestað eða þeir spilaðir fyrir luktum dyrum þar til að lokum að hlé var gert 10. mars. Eftir að íþróttamálaráðherrann Vincenzo Spadafora staðfesti í dag að keppni mætti hefjast að nýju 20. júní standa vonir til að hægt verði að klára tímabilið í ágúst. Liðin tuttugu í deildinni eiga ýmist 12 eða 13 leiki eftir og er titilbaráttan afar spennandi en Juventus er með 63 stig og Lazio 62. Sömuleiðis er baráttan hörð um Evrópusæti og að forðast fall, þó að Birkir Bjarnason og félagar í Brescia eigi litla von um að bjarga sér þar sem þeir eru í botnsætinu með 16 stig, níu stigum frá næsta örugga sæti. Eigandi Brescia sagði reyndar við BBC að það væri „brjáluð ákvörðun“ að hefja keppni að nýju, og að það væri „of mikið fyrir leikmennina“ með tilliti til meiðslahættu. Leikmenn gátu hafið einstaklingsæfingar fyrr í þessum mánuði og æfingar í hópum hófust svo í þessari viku. Samkvæmt Gazzetta dello Sport verður ítalska bikarkeppnin kláruð áður en A-deildin hefst að nýju, með undanúrslitum 13. og 14. júní, og úrslitaleik 17. júní. Ekki liggur enn fyrir hvort haldið verður áfram keppni í C-deildinni þar sem Padova, lið Emils Hallfreðssonar, leikur. Það gæti skýrst í næstu viku, samkvæmt ítölskum miðlum. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Enski boltinn hefst aftur á Þjóðhátíðardaginn Tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni verða á dagskrá þann 17. júní. 28. maí 2020 14:30 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta ætti að hefjast að nýju 20. júní eftir að ítölsk stjórnvöld gáfu samþykki fyrir því í dag. Áhrifa kórónuveirufaraldursins á íþróttalíf heimsins gætti einna fyrst á Ítalíu þar sem leikjum var frestað eða þeir spilaðir fyrir luktum dyrum þar til að lokum að hlé var gert 10. mars. Eftir að íþróttamálaráðherrann Vincenzo Spadafora staðfesti í dag að keppni mætti hefjast að nýju 20. júní standa vonir til að hægt verði að klára tímabilið í ágúst. Liðin tuttugu í deildinni eiga ýmist 12 eða 13 leiki eftir og er titilbaráttan afar spennandi en Juventus er með 63 stig og Lazio 62. Sömuleiðis er baráttan hörð um Evrópusæti og að forðast fall, þó að Birkir Bjarnason og félagar í Brescia eigi litla von um að bjarga sér þar sem þeir eru í botnsætinu með 16 stig, níu stigum frá næsta örugga sæti. Eigandi Brescia sagði reyndar við BBC að það væri „brjáluð ákvörðun“ að hefja keppni að nýju, og að það væri „of mikið fyrir leikmennina“ með tilliti til meiðslahættu. Leikmenn gátu hafið einstaklingsæfingar fyrr í þessum mánuði og æfingar í hópum hófust svo í þessari viku. Samkvæmt Gazzetta dello Sport verður ítalska bikarkeppnin kláruð áður en A-deildin hefst að nýju, með undanúrslitum 13. og 14. júní, og úrslitaleik 17. júní. Ekki liggur enn fyrir hvort haldið verður áfram keppni í C-deildinni þar sem Padova, lið Emils Hallfreðssonar, leikur. Það gæti skýrst í næstu viku, samkvæmt ítölskum miðlum.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Enski boltinn hefst aftur á Þjóðhátíðardaginn Tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni verða á dagskrá þann 17. júní. 28. maí 2020 14:30 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Enski boltinn hefst aftur á Þjóðhátíðardaginn Tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni verða á dagskrá þann 17. júní. 28. maí 2020 14:30