Tíu þúsund sýndaráhorfendur á leik Jóns Dags og félaga í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 09:30 Jón Dagur Þorsteinsson með boltann í leik AGF og Randers í gær en fyrir aftan hann má sjá sýndaráhorfendurnar sem studdu liðið sitt í gegnum Zoom fjarfundabúnaðinn. EPA-EFE/HENNING BAGGER Íslenski knattspyrnumaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var í liði AGF Aarhus í gær þegar liðið spilaði vægast sagt mjög skrýtinn heimaleik. Það var ekki nóg með að þetta var fyrsti alvöru knattspyrnuleikur liðanna í langan tíma þá var umgjörðin í kringum leikinn afar sérstök. AGF tók þarna á móti Randers á heimavelli sínum Ceres Park sem var ekki með neina alvöru áhorfendur en það voru samt áhorfendur á vellinum í gegn fjarfundabúnaðinn Zoom. Danish club AGF Aarhus let 10,000 fans cheer them on via a Zoom 'virtual grandstand' as season restarts https://t.co/tGKYtQlJUi— MailOnline Sport (@MailSport) May 29, 2020 Alls fengu tíu þúsund stuðningsmenn AGF að fá að vera með á þessu risa Zoom-spjalli. AGF var síðan með fullt af skjáum á vellinum þar sem áhorfendurnir sáust í gegnum fjarfundakerfið. Skjáirnir voru niðri við leikvöllinn og fóru ekkert framhjá leikmönnunum sem spiluðu þennan leik. Hér fyrir neðan má sjá hvernig skjáunum var stillt upp neðst í áhorfendastúkunni og þeir voru því ekki lang frá vellinum sjálfum. Full marks for creative thinking in the Danish Superliga tonight Aarhus fans have Zoomed in for the game. pic.twitter.com/59TbpBzD7l— Marathonbet (@marathonbet) May 28, 2020 Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Jón Dagur var tekinn af velli á 67. mínútu þegar AGF var marki undir. Jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en í uppbótatíma. Þetta var athyglisverð tilraun hjá AGF og setti vissulega mikinn svip á leikinn. Það voru samt einhverjir mjög ósáttir því þeir héldu að þeir fengu að sjá leikinn í gegnum Zoom en svo var ekki. Discovery á sjónvarpsréttinn frá dönsku deildinni og þessir fjaráhorfendur þurftu því að vera að horfa á sjónvarpið sitt ætluðu þeir að sjá hvað var að gerast inn á vellinum. Danish football returned today, and fans were able to watch from a virtual stand on Zoom pic.twitter.com/yjkJq1g1aR— B/R Football (@brfootball) May 28, 2020 Danski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Íslenski knattspyrnumaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var í liði AGF Aarhus í gær þegar liðið spilaði vægast sagt mjög skrýtinn heimaleik. Það var ekki nóg með að þetta var fyrsti alvöru knattspyrnuleikur liðanna í langan tíma þá var umgjörðin í kringum leikinn afar sérstök. AGF tók þarna á móti Randers á heimavelli sínum Ceres Park sem var ekki með neina alvöru áhorfendur en það voru samt áhorfendur á vellinum í gegn fjarfundabúnaðinn Zoom. Danish club AGF Aarhus let 10,000 fans cheer them on via a Zoom 'virtual grandstand' as season restarts https://t.co/tGKYtQlJUi— MailOnline Sport (@MailSport) May 29, 2020 Alls fengu tíu þúsund stuðningsmenn AGF að fá að vera með á þessu risa Zoom-spjalli. AGF var síðan með fullt af skjáum á vellinum þar sem áhorfendurnir sáust í gegnum fjarfundakerfið. Skjáirnir voru niðri við leikvöllinn og fóru ekkert framhjá leikmönnunum sem spiluðu þennan leik. Hér fyrir neðan má sjá hvernig skjáunum var stillt upp neðst í áhorfendastúkunni og þeir voru því ekki lang frá vellinum sjálfum. Full marks for creative thinking in the Danish Superliga tonight Aarhus fans have Zoomed in for the game. pic.twitter.com/59TbpBzD7l— Marathonbet (@marathonbet) May 28, 2020 Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Jón Dagur var tekinn af velli á 67. mínútu þegar AGF var marki undir. Jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en í uppbótatíma. Þetta var athyglisverð tilraun hjá AGF og setti vissulega mikinn svip á leikinn. Það voru samt einhverjir mjög ósáttir því þeir héldu að þeir fengu að sjá leikinn í gegnum Zoom en svo var ekki. Discovery á sjónvarpsréttinn frá dönsku deildinni og þessir fjaráhorfendur þurftu því að vera að horfa á sjónvarpið sitt ætluðu þeir að sjá hvað var að gerast inn á vellinum. Danish football returned today, and fans were able to watch from a virtual stand on Zoom pic.twitter.com/yjkJq1g1aR— B/R Football (@brfootball) May 28, 2020
Danski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira