Snéri aftur á fótboltavöllinn eftir krabbamein: Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 11:30 Haukakonan Harpa Karen Antonsdóttir birti þessa mynd af sér á Instagram síðu sinni en hún var tekinn eftir sigurleikinn á móti KR í gær. Mynd/Instagram Haukakonan Harpa Karen Antonsdóttir kórónaði endurkomu sína í fótboltann í gærkvöldi þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik í heila átta mánuði. Harpa Karen og liðsfélagar hennar í Haukum héldu líka upp á endurkomu hennar með því að vinna Pepsi Max deildarlið KR 2-1 og það á heimavelli KR-liðsins á Meistaravöllum. Haukakonur spila í B-deildinni í sumar. KR komst yfir með marki Ölmu Mathiesen en Elín Björg Símonardóttir og Heiða Rakel Guðmundsdóttir tryggðu Haukum sigurinn. „Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér, búin að leggja svo mikið á mig og koma mér í hlaupaform upp á síðkastið, gat ekki hlaupið einn fótboltahring í byrjun janúar,“ skrifaði Harpa Karen Antonsdóttir á Instagram og það eru margir sem dást af viljastyrk og baráttuþreki hennar í þessum erfiðu aðstæðum. View this post on Instagram Fyrstu 15 min í sumar Fyrsti leikur í 8 mánuði 8 mánuðir síðan ég byrjaði í lyfjagjöf 6 mánuðir síðan ég kláraði erfiða krabbameinsmeðferð Fyrsti leikur í ca 3 ár án hausverks Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér, búin að leggja svo mikið á mig og koma mér í hlaupaform upp á síðkastið, gat ekki hlupið einn fótboltahring í byrjun janúar Þetta er svo stór sigur fyrir mig og búið að vera markmiðið mitt síðan ég byrjaði í meðferð Góð byrjun á sumrinu og LOKSINS fótbolti Getið séð á síðustu mynd hversu glöð ég var að fá að spila A post shared by (@harpakareen) on May 28, 2020 at 4:51pm PDT Það eru átta mánuðir síðan að Harpa Karen byrjaði í lyfjagjöf og aðeins sex mánuðir síðan að hún kláraði erfiða krabbameinsmeðferð. Gærkvöldið var því stór sigur fyrir þessa ungu knattspyrnukonu. „Þetta er svo stór sigur fyrir mig og búið að vera markmiðið mitt síðan ég byrjaði í meðferð,“ skrifaði Harpa Karen sem spilaði fimmtán mínútur í leiknum í gær. Harpa Karen Antonsdóttir er 21 árs gömul, fædd 1999, og á leiki að baki í efstu deild fyrir bæði Val og KR. Harpa Karen spilaði fjóra leiki með Haukum í Inkasso deildinni í fyrra. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Haukakonan Harpa Karen Antonsdóttir kórónaði endurkomu sína í fótboltann í gærkvöldi þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik í heila átta mánuði. Harpa Karen og liðsfélagar hennar í Haukum héldu líka upp á endurkomu hennar með því að vinna Pepsi Max deildarlið KR 2-1 og það á heimavelli KR-liðsins á Meistaravöllum. Haukakonur spila í B-deildinni í sumar. KR komst yfir með marki Ölmu Mathiesen en Elín Björg Símonardóttir og Heiða Rakel Guðmundsdóttir tryggðu Haukum sigurinn. „Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér, búin að leggja svo mikið á mig og koma mér í hlaupaform upp á síðkastið, gat ekki hlaupið einn fótboltahring í byrjun janúar,“ skrifaði Harpa Karen Antonsdóttir á Instagram og það eru margir sem dást af viljastyrk og baráttuþreki hennar í þessum erfiðu aðstæðum. View this post on Instagram Fyrstu 15 min í sumar Fyrsti leikur í 8 mánuði 8 mánuðir síðan ég byrjaði í lyfjagjöf 6 mánuðir síðan ég kláraði erfiða krabbameinsmeðferð Fyrsti leikur í ca 3 ár án hausverks Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér, búin að leggja svo mikið á mig og koma mér í hlaupaform upp á síðkastið, gat ekki hlupið einn fótboltahring í byrjun janúar Þetta er svo stór sigur fyrir mig og búið að vera markmiðið mitt síðan ég byrjaði í meðferð Góð byrjun á sumrinu og LOKSINS fótbolti Getið séð á síðustu mynd hversu glöð ég var að fá að spila A post shared by (@harpakareen) on May 28, 2020 at 4:51pm PDT Það eru átta mánuðir síðan að Harpa Karen byrjaði í lyfjagjöf og aðeins sex mánuðir síðan að hún kláraði erfiða krabbameinsmeðferð. Gærkvöldið var því stór sigur fyrir þessa ungu knattspyrnukonu. „Þetta er svo stór sigur fyrir mig og búið að vera markmiðið mitt síðan ég byrjaði í meðferð,“ skrifaði Harpa Karen sem spilaði fimmtán mínútur í leiknum í gær. Harpa Karen Antonsdóttir er 21 árs gömul, fædd 1999, og á leiki að baki í efstu deild fyrir bæði Val og KR. Harpa Karen spilaði fjóra leiki með Haukum í Inkasso deildinni í fyrra.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira