Stofnuðu nýtt félag þegar þeir sáu í hvað stefndi hjá Capacent Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2020 13:30 Ráðgjafafyrirtækið Intenta hefur þegar sett á laggirnar einfalda heimasíðu. intenta.is Unnið er að því að ýta ráðgjafafyrirtækinu Intenta ehf. úr vör. Samkvæmt stofngögnum félagsins standa fimm fyrrverandi starfsmenn Capacent að nýja fyrirtækinu sem þegar hefur orðið sér úti um veffangið Intenta.is Rekstrarvandræði Capacent á Íslandi hafa verið á milli tannanna á fólki undanfarnar vikur en fá svör fengust frá stjórnendum ráðgjafafyrirtækisins. Vísir greindi síðan frá því á miðvikudagskvöld að Capacent myndi óska eftir gjaldþrotaskiptum daginn eftir, sem kom síðan á daginn. Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent á Íslandi, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að það hafi verið talið heillavænlegra að fara fram á gjaldþrotaskipti „frekar en að freista þess að halda áfram rekstri með óhjákvæmilegri skuldasöfnun.“ Reynt hafi verið að bjarga félaginu en þær aðstæður sem mynduðust í atvinnulífinu vegna kórónuveirufaraldursins hafi fljótt farið að segja til sín í rekstrinum þar sem tekjur féllu verulega. Fyrrnefndir starfmenn Capacent sem standa að Intenta skiluðu inn stofngögnum um nýja félagið þann 8. maí síðastliðinn. Þar segir meðal annars að tilgangur félagsins sé ráðgjafastarfsemi á sviði viðskipta, upplýsingatækni og rekstrar, lánastarfsemi og annar skyldur rekstur. Hluthafar félagsins eru fimm, allir fyrrverandi starfsmenn Capacent; þeir Hallbjörn Ægir Björnsson, Hafliði Sævarsson, Bjarki Elías Kristjánsson, Sigurður Hjalti Kristjánsson og Ingvi Þór Elliðason. Þeir fara allir með 20 prósent hlut í Intenta ehf. Sá síðastnefndi segir í samtali við Fréttablaðið að ákvörðunin um að stofna fyrirtækið hafi verið tekin í ljósi erfiðrar stöðu Capacent. Til að byrja með séu um 10 manns sem fara af stað með rekstur fyrirtækisins, en starfsemi þess muni skýrast á næstu dögum. Gjaldþrot Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Unnið er að því að ýta ráðgjafafyrirtækinu Intenta ehf. úr vör. Samkvæmt stofngögnum félagsins standa fimm fyrrverandi starfsmenn Capacent að nýja fyrirtækinu sem þegar hefur orðið sér úti um veffangið Intenta.is Rekstrarvandræði Capacent á Íslandi hafa verið á milli tannanna á fólki undanfarnar vikur en fá svör fengust frá stjórnendum ráðgjafafyrirtækisins. Vísir greindi síðan frá því á miðvikudagskvöld að Capacent myndi óska eftir gjaldþrotaskiptum daginn eftir, sem kom síðan á daginn. Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent á Íslandi, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að það hafi verið talið heillavænlegra að fara fram á gjaldþrotaskipti „frekar en að freista þess að halda áfram rekstri með óhjákvæmilegri skuldasöfnun.“ Reynt hafi verið að bjarga félaginu en þær aðstæður sem mynduðust í atvinnulífinu vegna kórónuveirufaraldursins hafi fljótt farið að segja til sín í rekstrinum þar sem tekjur féllu verulega. Fyrrnefndir starfmenn Capacent sem standa að Intenta skiluðu inn stofngögnum um nýja félagið þann 8. maí síðastliðinn. Þar segir meðal annars að tilgangur félagsins sé ráðgjafastarfsemi á sviði viðskipta, upplýsingatækni og rekstrar, lánastarfsemi og annar skyldur rekstur. Hluthafar félagsins eru fimm, allir fyrrverandi starfsmenn Capacent; þeir Hallbjörn Ægir Björnsson, Hafliði Sævarsson, Bjarki Elías Kristjánsson, Sigurður Hjalti Kristjánsson og Ingvi Þór Elliðason. Þeir fara allir með 20 prósent hlut í Intenta ehf. Sá síðastnefndi segir í samtali við Fréttablaðið að ákvörðunin um að stofna fyrirtækið hafi verið tekin í ljósi erfiðrar stöðu Capacent. Til að byrja með séu um 10 manns sem fara af stað með rekstur fyrirtækisins, en starfsemi þess muni skýrast á næstu dögum.
Gjaldþrot Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira