Pantaði flug til Íslands hálftíma eftir að kallið kom frá Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2020 16:43 John Lloyd segist vera mikill Íslandsvinur. Hér er hann við einn af uppáhaldsstöðunum sínum á Ísland, skammt frá Þjóðvegi 1 við Hveragerði. John lloyd John Lloyd beið ekki boðanna þegar honum barst tölvupóstur frá Icelandair í gær. Aðeins hálftíma eftir að flugfélagið tilkynnti honum að Ísland tæki aftur við ferðamönnum frá og með 15. júní næstkomandi var Lloyd búinn að panta sér miða til landsins, til að njóta einnar uppáhalds tónlistarhátíðarinnar sinnar. Lloyd þess er breskur og mikill Íslandsvinur að eigin sögn. Frá því að hann kom fyrst hingað til lands árið 2012, eftir að hafa fallið fyrir heimildarmynd Sigur Rósar „Heima,“ hefur hann sótt landið reglulega heim. Til að mynda bjó hann á Íslandi um fjögurra mánaða skeið árið 2018. „Ég er með heila bloggsíðu sem er tileinkuð ást minni á Íslandi,“ segir Lloyd í samskiptum við fréttastofu en síðuna hans má nálgast hér. „Ég hef líka farið nokkrum sinnum á Airwaves [tónlistarhátíðina], sem er algjörlega frábær, næstum jafn góð og Glastonbury!“ Ást hans á Íslandi fékk hann t.a.m. til að stofna ráðgjafafyrirtæki í upphafi árs, sem veitir ferðaþjónustu- og menningarfyrirtækjum málfarslega ráðgjöf. „Ég tók eftir því að sum þurftu að bæta enskar útgáfur vefsíðna sinna og prentaðs efnis,“ segir Lloyd og bætir við að starfsemin hafi í fyrstu verið í miklum blóma. Erfitt að horfa upp á íslenska vini kljást við veiruna Hins vegar hafi allt færst til verri vegar þegar kórónuveiran lét á sér kræla, með meðfylgjandi áhrifum á ferðaþjónustufyrirtæki sem voru meðal stærstu viðskiptavina hans. „Það hefur verið erfitt að fylgjast með áhrifum COVID á ferðaþjónustuna, því margir vinir mínir og viðskiptavinir hafa orðið fyrir barðinu á lokunum landamæra,“ segir Lloyd. Það var því að hluta samfélagsleg ábyrgð sem réði því að Lloyd lét slag standa þegar hann fékk tölvupóst frá Icelandair síðdegis í gær. „Ísland opnar á ný“ stóð stórum stöfum efst í póstinum og hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um. Pósturinn kom í pósthólfið hans klukkan 16:28 - klukkan 16:54 var hann búinn að panta sér flug til landsins. Ætlunin er að koma í haust, til að fylgjast með fyrrnefndri Iceland Airwaves-hátíð, sem Llyod segist hafa fulla trú á að fari fram. Um leið óttast hann ekki að opnun landsins fari svo úr böndunum að ákveðið verði að loka landamærunum aftur. „Airwaves er svo góð blanda af frábæru íslensku tónlistarsenunni, menningunni og samfélaginu sem ég elska svo mikið. Svo að það að skuldbinda sig til að koma aftur, eins fljótt og auðið er, eru jákvæð tíðindi eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Lloyd. Hann hafi keypt miða á hátíðina um leið og mögulegt var og nú sé hann búinn að kaupa flugmiða á hátíðina. „Eins og ég segi; þá hef ég trú á þessu,“ segir Lloyd. Airwaves Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Icelandair Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
John Lloyd beið ekki boðanna þegar honum barst tölvupóstur frá Icelandair í gær. Aðeins hálftíma eftir að flugfélagið tilkynnti honum að Ísland tæki aftur við ferðamönnum frá og með 15. júní næstkomandi var Lloyd búinn að panta sér miða til landsins, til að njóta einnar uppáhalds tónlistarhátíðarinnar sinnar. Lloyd þess er breskur og mikill Íslandsvinur að eigin sögn. Frá því að hann kom fyrst hingað til lands árið 2012, eftir að hafa fallið fyrir heimildarmynd Sigur Rósar „Heima,“ hefur hann sótt landið reglulega heim. Til að mynda bjó hann á Íslandi um fjögurra mánaða skeið árið 2018. „Ég er með heila bloggsíðu sem er tileinkuð ást minni á Íslandi,“ segir Lloyd í samskiptum við fréttastofu en síðuna hans má nálgast hér. „Ég hef líka farið nokkrum sinnum á Airwaves [tónlistarhátíðina], sem er algjörlega frábær, næstum jafn góð og Glastonbury!“ Ást hans á Íslandi fékk hann t.a.m. til að stofna ráðgjafafyrirtæki í upphafi árs, sem veitir ferðaþjónustu- og menningarfyrirtækjum málfarslega ráðgjöf. „Ég tók eftir því að sum þurftu að bæta enskar útgáfur vefsíðna sinna og prentaðs efnis,“ segir Lloyd og bætir við að starfsemin hafi í fyrstu verið í miklum blóma. Erfitt að horfa upp á íslenska vini kljást við veiruna Hins vegar hafi allt færst til verri vegar þegar kórónuveiran lét á sér kræla, með meðfylgjandi áhrifum á ferðaþjónustufyrirtæki sem voru meðal stærstu viðskiptavina hans. „Það hefur verið erfitt að fylgjast með áhrifum COVID á ferðaþjónustuna, því margir vinir mínir og viðskiptavinir hafa orðið fyrir barðinu á lokunum landamæra,“ segir Lloyd. Það var því að hluta samfélagsleg ábyrgð sem réði því að Lloyd lét slag standa þegar hann fékk tölvupóst frá Icelandair síðdegis í gær. „Ísland opnar á ný“ stóð stórum stöfum efst í póstinum og hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um. Pósturinn kom í pósthólfið hans klukkan 16:28 - klukkan 16:54 var hann búinn að panta sér flug til landsins. Ætlunin er að koma í haust, til að fylgjast með fyrrnefndri Iceland Airwaves-hátíð, sem Llyod segist hafa fulla trú á að fari fram. Um leið óttast hann ekki að opnun landsins fari svo úr böndunum að ákveðið verði að loka landamærunum aftur. „Airwaves er svo góð blanda af frábæru íslensku tónlistarsenunni, menningunni og samfélaginu sem ég elska svo mikið. Svo að það að skuldbinda sig til að koma aftur, eins fljótt og auðið er, eru jákvæð tíðindi eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Lloyd. Hann hafi keypt miða á hátíðina um leið og mögulegt var og nú sé hann búinn að kaupa flugmiða á hátíðina. „Eins og ég segi; þá hef ég trú á þessu,“ segir Lloyd.
Airwaves Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Icelandair Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira