Sóknarmöguleikar með opnun landamæra en stíga varlega til jarðar Sylvía Hall skrifar 29. maí 2020 18:52 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní. Það séu lítil skref en þó í átt að auknu frelsi. Hann segir ýmsa fyrirvara vera til staðar enda vilji þjóðir heimsins stíga varlega til jarðar í þessum efnum. Til að mynda megi ferðamenn ekki gista í höfuðborginni, þó þeir megi fara þangað í dagsferðir. Það sé þó jákvætt og auki almennt frelsi Íslendinga. Guðlaugur segir íslensk stjórnvöld einnig ætla að stíga varlega til jarðar, en þó séu mörg sóknarfæri fyrir Ísland í ljósi þess hversu góður árangur hefur náðst í baráttunni við veiruna hér á landi. Utanríkisþjónustan hér á landi hafi hingað til gert allt sem í hennar valdi stendur til þess að halda merkjum landsins á lofti, en hann viti þó ekki hvort það komi margir ferðamenn hingað til lands. „Það er erfitt að átta sig á því. Það sem við finnum fyrir er mikill áhugi á Íslandi, af mörgum ástæðum. Meðal annars vegna þess hvernig við höfum staðið að þessu, en sömuleiðis held ég að margir líti til svæða eins og Íslands sem er dreifbýlt og heilnæmt að vera. Það eru sóknarmöguleikar í þessu en íslensk stjórnvöld eru líka að stíga varlega til jarðar, við erum ekki að taka neina óþarfa áhættu,“ sagði Guðlaugur Þór í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hefur hann rætt við utanríkisráðherra Noregs og vonast til að samkomulag náist fyrr en seinna. Samtalið hafi í það minnsta gefið góð fyrirheit um slíkt. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30 Skimanir í Keflavík vænlegur kostur en niðurstöður erlendra mótefnamælinga óhentugar Þrír möguleikar fyrir opnun Íslands að nýju eftir kórónuveirufaraldurinn eru til staðar í huga sóttvarnalæknis. Einn möguleikinn væri mjög slæmt úrræði, annar mjög langsóttur og hægt væri að mæla með þeim þriðja sem snýr að opnun landsins á sama tíma og unnið er að því að halda veirunni í burtu með ýmsum aðgerðum. 28. maí 2020 22:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní. Það séu lítil skref en þó í átt að auknu frelsi. Hann segir ýmsa fyrirvara vera til staðar enda vilji þjóðir heimsins stíga varlega til jarðar í þessum efnum. Til að mynda megi ferðamenn ekki gista í höfuðborginni, þó þeir megi fara þangað í dagsferðir. Það sé þó jákvætt og auki almennt frelsi Íslendinga. Guðlaugur segir íslensk stjórnvöld einnig ætla að stíga varlega til jarðar, en þó séu mörg sóknarfæri fyrir Ísland í ljósi þess hversu góður árangur hefur náðst í baráttunni við veiruna hér á landi. Utanríkisþjónustan hér á landi hafi hingað til gert allt sem í hennar valdi stendur til þess að halda merkjum landsins á lofti, en hann viti þó ekki hvort það komi margir ferðamenn hingað til lands. „Það er erfitt að átta sig á því. Það sem við finnum fyrir er mikill áhugi á Íslandi, af mörgum ástæðum. Meðal annars vegna þess hvernig við höfum staðið að þessu, en sömuleiðis held ég að margir líti til svæða eins og Íslands sem er dreifbýlt og heilnæmt að vera. Það eru sóknarmöguleikar í þessu en íslensk stjórnvöld eru líka að stíga varlega til jarðar, við erum ekki að taka neina óþarfa áhættu,“ sagði Guðlaugur Þór í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hefur hann rætt við utanríkisráðherra Noregs og vonast til að samkomulag náist fyrr en seinna. Samtalið hafi í það minnsta gefið góð fyrirheit um slíkt.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30 Skimanir í Keflavík vænlegur kostur en niðurstöður erlendra mótefnamælinga óhentugar Þrír möguleikar fyrir opnun Íslands að nýju eftir kórónuveirufaraldurinn eru til staðar í huga sóttvarnalæknis. Einn möguleikinn væri mjög slæmt úrræði, annar mjög langsóttur og hægt væri að mæla með þeim þriðja sem snýr að opnun landsins á sama tíma og unnið er að því að halda veirunni í burtu með ýmsum aðgerðum. 28. maí 2020 22:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30
Skimanir í Keflavík vænlegur kostur en niðurstöður erlendra mótefnamælinga óhentugar Þrír möguleikar fyrir opnun Íslands að nýju eftir kórónuveirufaraldurinn eru til staðar í huga sóttvarnalæknis. Einn möguleikinn væri mjög slæmt úrræði, annar mjög langsóttur og hægt væri að mæla með þeim þriðja sem snýr að opnun landsins á sama tíma og unnið er að því að halda veirunni í burtu með ýmsum aðgerðum. 28. maí 2020 22:00