Liverpool vonast enn eftir Werner sem vill koma Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2020 12:45 Timo Werner hefur raðað inn mörkum fyrir RB Leipzig á leiktíðinni. vísir/getty Liverpool hefur tíma fram til 15. júní til að kaupa þýska framherjann Timo Werner á 52,7 milljónir punda, jafnvirði 8,8 milljarða króna, frá RB Leipzig. Werner er falur fyrir þessa upphæð vegna klásúlu í samningi við Leipzig, en fresturinn til að nýta klásúluna rennur út eftir hálfan mánuð. Samkvæmt frétt The Guardian vill Werner sjálfur fara til Liverpool og Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð stjórn félagsins að Werner yrði fullkominn fyrir hina verðandi Englandsmeistara. Liverpool hefur ekki lagt fram tilboð í Werner, og þar ráða erfiðleikar vegna kórónuveirufaraldursins eflaust miklu. The Guardian segir að félagið hafi ekki gefist upp við að finna leið til að reiða fram 52,7 milljónir punda fyrir 15. júní. Takist það ekki þyrfti Liverpool að semja við Leipzig um kaupverð, en samningur Werners við þýska félagið gildir til ársins 2023. Inter Mílanó hafði áhuga á Werner en íþróttastjóri Inter, Piero Ausilio, sagði í gær að Werner kæmi ekki til félagsins. Viðræður við leikmanninn hefðu aldrei hafist og ljóst væri hvert hugur hans stefndi. Werner, sem er 24 ára, hóf ferilinn hjá Stuttgart en fór til RB Leipzig árið 2016. Síðan þá hefur hann skorað yfir 10 mörk á hverju tímabili í þýsku 1. deildinni og hann hefur skorað 24 mörk í 28 leikjum í vetur, þar á meðal þrennu gegn Mainz um síðustu helgi. Leipzig er fyrir leiki dagsins níu stigum á eftir Bayern München í toppbaráttu deildarinnar. Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Werner sagður klár en óvíst hvort að Liverpool sé tilbúið að borga klásúluna Þýski framherjinn Timo Werner er tilbúinn að ganga í raðir Liverpool í sumar frá RB Leipzig ef félagið borgar upp klásúlu í samningi hans en hann er falur fyrir 52 milljónir punda. Sky Sports greinir frá. 24. apríl 2020 08:30 Liverpool vill selja þrjá leikmenn til þess að kaupa Werner Liverpool er sagt reiðubúið til þess að selja þrjá leikmenn til þess að safna peningum til að kaupa framherja RB Leipzig, Timo Werner, en enskir fjölmiðlar greina frá þessu. 25. maí 2020 12:30 Mainz bað Klopp um að kaupa Werner strax Twitter-síða þýska úrvalsdeildarliðið Mainz sló á létta strengi eftir að Timo Werner skoraði þrjú mörk gegn þeim um helgina en þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Werner gerði Mainz lífið leitt. 26. maí 2020 10:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Sjá meira
Liverpool hefur tíma fram til 15. júní til að kaupa þýska framherjann Timo Werner á 52,7 milljónir punda, jafnvirði 8,8 milljarða króna, frá RB Leipzig. Werner er falur fyrir þessa upphæð vegna klásúlu í samningi við Leipzig, en fresturinn til að nýta klásúluna rennur út eftir hálfan mánuð. Samkvæmt frétt The Guardian vill Werner sjálfur fara til Liverpool og Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð stjórn félagsins að Werner yrði fullkominn fyrir hina verðandi Englandsmeistara. Liverpool hefur ekki lagt fram tilboð í Werner, og þar ráða erfiðleikar vegna kórónuveirufaraldursins eflaust miklu. The Guardian segir að félagið hafi ekki gefist upp við að finna leið til að reiða fram 52,7 milljónir punda fyrir 15. júní. Takist það ekki þyrfti Liverpool að semja við Leipzig um kaupverð, en samningur Werners við þýska félagið gildir til ársins 2023. Inter Mílanó hafði áhuga á Werner en íþróttastjóri Inter, Piero Ausilio, sagði í gær að Werner kæmi ekki til félagsins. Viðræður við leikmanninn hefðu aldrei hafist og ljóst væri hvert hugur hans stefndi. Werner, sem er 24 ára, hóf ferilinn hjá Stuttgart en fór til RB Leipzig árið 2016. Síðan þá hefur hann skorað yfir 10 mörk á hverju tímabili í þýsku 1. deildinni og hann hefur skorað 24 mörk í 28 leikjum í vetur, þar á meðal þrennu gegn Mainz um síðustu helgi. Leipzig er fyrir leiki dagsins níu stigum á eftir Bayern München í toppbaráttu deildarinnar.
Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Werner sagður klár en óvíst hvort að Liverpool sé tilbúið að borga klásúluna Þýski framherjinn Timo Werner er tilbúinn að ganga í raðir Liverpool í sumar frá RB Leipzig ef félagið borgar upp klásúlu í samningi hans en hann er falur fyrir 52 milljónir punda. Sky Sports greinir frá. 24. apríl 2020 08:30 Liverpool vill selja þrjá leikmenn til þess að kaupa Werner Liverpool er sagt reiðubúið til þess að selja þrjá leikmenn til þess að safna peningum til að kaupa framherja RB Leipzig, Timo Werner, en enskir fjölmiðlar greina frá þessu. 25. maí 2020 12:30 Mainz bað Klopp um að kaupa Werner strax Twitter-síða þýska úrvalsdeildarliðið Mainz sló á létta strengi eftir að Timo Werner skoraði þrjú mörk gegn þeim um helgina en þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Werner gerði Mainz lífið leitt. 26. maí 2020 10:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Sjá meira
Werner sagður klár en óvíst hvort að Liverpool sé tilbúið að borga klásúluna Þýski framherjinn Timo Werner er tilbúinn að ganga í raðir Liverpool í sumar frá RB Leipzig ef félagið borgar upp klásúlu í samningi hans en hann er falur fyrir 52 milljónir punda. Sky Sports greinir frá. 24. apríl 2020 08:30
Liverpool vill selja þrjá leikmenn til þess að kaupa Werner Liverpool er sagt reiðubúið til þess að selja þrjá leikmenn til þess að safna peningum til að kaupa framherja RB Leipzig, Timo Werner, en enskir fjölmiðlar greina frá þessu. 25. maí 2020 12:30
Mainz bað Klopp um að kaupa Werner strax Twitter-síða þýska úrvalsdeildarliðið Mainz sló á létta strengi eftir að Timo Werner skoraði þrjú mörk gegn þeim um helgina en þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Werner gerði Mainz lífið leitt. 26. maí 2020 10:30