Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2020 06:55 Árni Bragason landgræðslustjóri: „Þetta er ekkert rosalega stórt skref.“ Stöð 2/Sigurjón Ólason. Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Sauðburður er langt kominn í sveitum landsins og senn kemur að því að bændur sleppi fé sínu lausu í bithaga sumarsins, sem oftast er vel gróið land en stundum afréttir sem landgræðslustjóri telur að þoli illa beit. „Það er nóg af grasi á Íslandi. Það er nóg af grasi fyrir allt þetta sauðfé sem við erum með. Við erum ekki endilega að beita á réttum stöðum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Sauðfé Árnesinga rekið niður Þjórsárdal að hausti eftir sumarbeit á hálendi Íslands. Þarna er safnið milli Gaukshöfða og Bringu, sem sést fjær.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Sjá fjárrekstur við Gaukshöfða: Fjalldrottning á stað 100-króna seðilsins Hann setur raunar spurningarmerki við það að búfé gangi frjálst um landið. „Lausaganga búfjár var bönnuð á Norðurlöndunum fyrir nærri 150 árum síðan.“ Lausaganga búfjár sé á kostnað skattgreiðenda. „Um það bil 500 milljónir á ári af fé ríkisins í að girða. Það er bæði það sem Landgræðslan er að gera. Það eru sauðfjárveikivarnir, Vegagerðin, Skógræktin,“ segir landgræðslustjóri. En vill hann lausagöngubann á Íslandi? „Já, ég vil það. Og það yrði ekkert rosalega mikil breyting vegna þess að mörg af þessum svæðum, þar sem verið er að beita í dag, eru þegar afgirt. Við getum líka þá létt á og auðveldað mönnum að smala. Og við getum þá verið markvissari um það hvar við viljum beita. Þetta er ekkert rosalega stórt skref. Sveitarfélögin hafa heimild til þess að banna lausagöngu, eins og gert var til dæmis á Reykjanesinu.“ Í landnámi Ingólfs gangi fé í beitarhólfum. „Það er mjög víða sem hægt væri að gera þetta alveg nákvæmlega eins annarsstaðar á landinu,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða. 19. maí 2020 20:11 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Sauðburður er langt kominn í sveitum landsins og senn kemur að því að bændur sleppi fé sínu lausu í bithaga sumarsins, sem oftast er vel gróið land en stundum afréttir sem landgræðslustjóri telur að þoli illa beit. „Það er nóg af grasi á Íslandi. Það er nóg af grasi fyrir allt þetta sauðfé sem við erum með. Við erum ekki endilega að beita á réttum stöðum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Sauðfé Árnesinga rekið niður Þjórsárdal að hausti eftir sumarbeit á hálendi Íslands. Þarna er safnið milli Gaukshöfða og Bringu, sem sést fjær.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Sjá fjárrekstur við Gaukshöfða: Fjalldrottning á stað 100-króna seðilsins Hann setur raunar spurningarmerki við það að búfé gangi frjálst um landið. „Lausaganga búfjár var bönnuð á Norðurlöndunum fyrir nærri 150 árum síðan.“ Lausaganga búfjár sé á kostnað skattgreiðenda. „Um það bil 500 milljónir á ári af fé ríkisins í að girða. Það er bæði það sem Landgræðslan er að gera. Það eru sauðfjárveikivarnir, Vegagerðin, Skógræktin,“ segir landgræðslustjóri. En vill hann lausagöngubann á Íslandi? „Já, ég vil það. Og það yrði ekkert rosalega mikil breyting vegna þess að mörg af þessum svæðum, þar sem verið er að beita í dag, eru þegar afgirt. Við getum líka þá létt á og auðveldað mönnum að smala. Og við getum þá verið markvissari um það hvar við viljum beita. Þetta er ekkert rosalega stórt skref. Sveitarfélögin hafa heimild til þess að banna lausagöngu, eins og gert var til dæmis á Reykjanesinu.“ Í landnámi Ingólfs gangi fé í beitarhólfum. „Það er mjög víða sem hægt væri að gera þetta alveg nákvæmlega eins annarsstaðar á landinu,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða. 19. maí 2020 20:11 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28
Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22
Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða. 19. maí 2020 20:11