Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. júní 2020 09:49 Vísir/Getty Þið kannist við tilfinninguna sem fylgir því þegar samstarfsmaður mætir til vinnu, brosir og segir góðan daginn. Þetta er nokkuð góð tilfinning, eitthvað notalegt við þetta litla augnablik. Að sama skapi getur það verið hálf niðurdrepandi þegar sumir samstarfsfélagar mæta til vinnu, yrða ekki á mann, setjast niður við borðið og hvorki heilsa né kinka kolli til nokkurs í umhverfinu. En hvers vegna er það mikilvægt að bjóða samstarfsfélögum sínum „góðan daginn“? Jákvæðu áhrifin eru m.a. þessi: Samstarfsfólkið þitt upplifir þetta augnablik sem lið í því að þú kannt að meta bæði það, teymið í heild sinni og/eða vinnustaðinn þar sem þið dveljið langdvölum saman. Okkur finnst öllum notalegt að finna að einhver kann að meta okkur og að kasta á annað fólk lítilli kveðju eins og „góðan daginn,“ er leið til að sýna það. Og það sem meira er: Þegar fólk upplifir að það er metið af vinnufélögum sínum, hefur það jákvæð áhrif á afköst, almenna frammistöðu og starfsánægju, þ.e. þessi atriði sem veigamikil eru í hinni eftirsóttu „helgun starfsmanna.“ Annað atriði er síðan að þessi litla jákvæða kveðja, tengir okkur betur saman. Með því að segja „góðan daginn,“ erum við ekki aðeins að sýna almenna kurteisi heldur líka að staðfesta að við erum hluti af liðsheild. Og eins og allir vita, getur sterk liðsheild unnið kraftaverk. Síðast en ekki síst gefur þessi litla kveðja góða orku inn í daginn. „Góðan daginn“ er auðvitað tilvísun í að framundan hljóti að vera enn einn góður dagur í vinnunni. Þetta er því svolítið notalegt pepp. Skilaboð dagsins í dag eru því einfaldlega: Ekki gleyma því að bjóða „góðan daginn“ þegar þú mætir til vinnu! Góðu ráðin Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Þið kannist við tilfinninguna sem fylgir því þegar samstarfsmaður mætir til vinnu, brosir og segir góðan daginn. Þetta er nokkuð góð tilfinning, eitthvað notalegt við þetta litla augnablik. Að sama skapi getur það verið hálf niðurdrepandi þegar sumir samstarfsfélagar mæta til vinnu, yrða ekki á mann, setjast niður við borðið og hvorki heilsa né kinka kolli til nokkurs í umhverfinu. En hvers vegna er það mikilvægt að bjóða samstarfsfélögum sínum „góðan daginn“? Jákvæðu áhrifin eru m.a. þessi: Samstarfsfólkið þitt upplifir þetta augnablik sem lið í því að þú kannt að meta bæði það, teymið í heild sinni og/eða vinnustaðinn þar sem þið dveljið langdvölum saman. Okkur finnst öllum notalegt að finna að einhver kann að meta okkur og að kasta á annað fólk lítilli kveðju eins og „góðan daginn,“ er leið til að sýna það. Og það sem meira er: Þegar fólk upplifir að það er metið af vinnufélögum sínum, hefur það jákvæð áhrif á afköst, almenna frammistöðu og starfsánægju, þ.e. þessi atriði sem veigamikil eru í hinni eftirsóttu „helgun starfsmanna.“ Annað atriði er síðan að þessi litla jákvæða kveðja, tengir okkur betur saman. Með því að segja „góðan daginn,“ erum við ekki aðeins að sýna almenna kurteisi heldur líka að staðfesta að við erum hluti af liðsheild. Og eins og allir vita, getur sterk liðsheild unnið kraftaverk. Síðast en ekki síst gefur þessi litla kveðja góða orku inn í daginn. „Góðan daginn“ er auðvitað tilvísun í að framundan hljóti að vera enn einn góður dagur í vinnunni. Þetta er því svolítið notalegt pepp. Skilaboð dagsins í dag eru því einfaldlega: Ekki gleyma því að bjóða „góðan daginn“ þegar þú mætir til vinnu!
Góðu ráðin Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira