Dúxaði MR með 9,84: „Ég held það sé alltaf einhver söknuður“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2020 12:33 Katla Rut varð Dúx í MR á föstudag. Vísir/Aðsend „Þetta var mjög frábrugðin önn, þetta kom mjög á óvart. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum í skólanum og við vorum að horfa á blaðamannafundinn inni í stofu þegar þetta var tilkynnt um samkomubannið. Ég hélt að við myndum bara koma aftur í skólann, ég var alveg viss um það,“ segir Katla Rut Robertsdóttir Kluvers, sem útskrifaðist og dúxaði í Menntaskólanum í Reykjavík nú fyrir helgi. Katla segir það hafa verið erfitt að geta ekki klárað skólagönguna á hefðbundinn hátt heldur á „sögulegum tímum.“ „Ég var ekki að kveðja og svo varð þetta bara miklu lengra en allir bjuggust við. Ég dáist eiginlega bara mest af kennurunum sem þurftu að breyta öllu. Ég held það hafi bara gengið vel miðað við aðstæður en þetta var náttúrulega erfitt líka.“ Hún segir að kennslan hafi verið mismunandi eftir fögum þar sem ekki var samræmi meðal kennara hvaða aðferð skyldi nota. Hún segir vel hafa gengið að vinna á mismunandi hátt í mismunandi fögum. „Þetta var samt alveg mikið álag sem lenti á okkur, bara að þurfa að lesa heima og líka eitthvað efni sem við þurftum að lesa sjálf. Það er auðvitað erfitt þegar maður er vanur að mæta í tíma og spjalla um efnið. Ég held það hafi samt gengið ágætlega.“ Katla Rut og vinkonur hennar útskrifuðust úr MR á föstudaginn.Vísir/Aðsend „Ég hitti alveg einhverjar vinkonur mínar og vinni til að læra og svo erum við náttúrulega bara í sambandi á netinu. Það hjálpar líka en svo voru einhverjir sem lentu í því að þurfa að fara í sóttkví. Ég var á tímabili í sjálfskipaðri sóttkví, ég var líka bara róleg heima.“ Katla stefnir á það að fara í háskóla í haust en hún segist ekki viss hvað hún vilji læra. „Mig langar að halda áfram að læra og ég stefni á að fara í háskóla í haust en ég er ekki alveg ákveðin hvað það verður. Ég er mest að horfa til læknisfræðinnar og verkfræði en það á bara eftir að koma í ljós.“ Hún segir leiðinlegt að fresta hafi þurft útskriftarferð árgangsins og fleiri reglulegum viðburðum. „Við misstum af mjög mörgum viðburðum, síðasta önnin átti að vera ein skemmtilegasta önnin. Það er fiðluballið og júbílantaballið og fullt af stórum viðburðum og einmitt líka útskriftaferðin sem þurfti að hætta við.“ „Þetta er allt mjög leiðinlegt, ég er alveg mjög leið yfir þessu en við verðum bara að gera eitthvað annað í staðin eða fara seinna.“ „Ég held að fólk sé almennt frekar sátt við að vera búið en skrítið því nú eru þetta auðvitað bara þrjú ár svo þetta var fljótt að líða. Mér fannst þetta mjög fljótt að líða en ég held það sé alltaf einhver söknuður og sérstaklega núna þegar það verður engin útskriftaferð eða nein almennileg kveðjustund fyrir okkur öll svo þetta er dálítið skrítið. Vonandi getum við bara haldið eitthvað geggjað „reunion“ á næsta ári.“ Upphaflega stóð til að halda útskriftina í skólanum en eftir að fjöldatakmörkun var rýmkuð í 200 manns var hún færð í Háskólabíó eins og hefð hefur verið fyrir. „Það þurfti bara að skipta árganginum upp í tvö holl af því við erum það mörg, við erum svona 230. Sem var bara mjög fínt.“ Hún segir að skólafélagarnir hafi getað hist í heimahúsum eftir útskriftina og fagnað sem hafi verið mjög gott að geta fagnað með skólafélögunum. Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en enn ekki viss Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Sjá meira
„Þetta var mjög frábrugðin önn, þetta kom mjög á óvart. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum í skólanum og við vorum að horfa á blaðamannafundinn inni í stofu þegar þetta var tilkynnt um samkomubannið. Ég hélt að við myndum bara koma aftur í skólann, ég var alveg viss um það,“ segir Katla Rut Robertsdóttir Kluvers, sem útskrifaðist og dúxaði í Menntaskólanum í Reykjavík nú fyrir helgi. Katla segir það hafa verið erfitt að geta ekki klárað skólagönguna á hefðbundinn hátt heldur á „sögulegum tímum.“ „Ég var ekki að kveðja og svo varð þetta bara miklu lengra en allir bjuggust við. Ég dáist eiginlega bara mest af kennurunum sem þurftu að breyta öllu. Ég held það hafi bara gengið vel miðað við aðstæður en þetta var náttúrulega erfitt líka.“ Hún segir að kennslan hafi verið mismunandi eftir fögum þar sem ekki var samræmi meðal kennara hvaða aðferð skyldi nota. Hún segir vel hafa gengið að vinna á mismunandi hátt í mismunandi fögum. „Þetta var samt alveg mikið álag sem lenti á okkur, bara að þurfa að lesa heima og líka eitthvað efni sem við þurftum að lesa sjálf. Það er auðvitað erfitt þegar maður er vanur að mæta í tíma og spjalla um efnið. Ég held það hafi samt gengið ágætlega.“ Katla Rut og vinkonur hennar útskrifuðust úr MR á föstudaginn.Vísir/Aðsend „Ég hitti alveg einhverjar vinkonur mínar og vinni til að læra og svo erum við náttúrulega bara í sambandi á netinu. Það hjálpar líka en svo voru einhverjir sem lentu í því að þurfa að fara í sóttkví. Ég var á tímabili í sjálfskipaðri sóttkví, ég var líka bara róleg heima.“ Katla stefnir á það að fara í háskóla í haust en hún segist ekki viss hvað hún vilji læra. „Mig langar að halda áfram að læra og ég stefni á að fara í háskóla í haust en ég er ekki alveg ákveðin hvað það verður. Ég er mest að horfa til læknisfræðinnar og verkfræði en það á bara eftir að koma í ljós.“ Hún segir leiðinlegt að fresta hafi þurft útskriftarferð árgangsins og fleiri reglulegum viðburðum. „Við misstum af mjög mörgum viðburðum, síðasta önnin átti að vera ein skemmtilegasta önnin. Það er fiðluballið og júbílantaballið og fullt af stórum viðburðum og einmitt líka útskriftaferðin sem þurfti að hætta við.“ „Þetta er allt mjög leiðinlegt, ég er alveg mjög leið yfir þessu en við verðum bara að gera eitthvað annað í staðin eða fara seinna.“ „Ég held að fólk sé almennt frekar sátt við að vera búið en skrítið því nú eru þetta auðvitað bara þrjú ár svo þetta var fljótt að líða. Mér fannst þetta mjög fljótt að líða en ég held það sé alltaf einhver söknuður og sérstaklega núna þegar það verður engin útskriftaferð eða nein almennileg kveðjustund fyrir okkur öll svo þetta er dálítið skrítið. Vonandi getum við bara haldið eitthvað geggjað „reunion“ á næsta ári.“ Upphaflega stóð til að halda útskriftina í skólanum en eftir að fjöldatakmörkun var rýmkuð í 200 manns var hún færð í Háskólabíó eins og hefð hefur verið fyrir. „Það þurfti bara að skipta árganginum upp í tvö holl af því við erum það mörg, við erum svona 230. Sem var bara mjög fínt.“ Hún segir að skólafélagarnir hafi getað hist í heimahúsum eftir útskriftina og fagnað sem hafi verið mjög gott að geta fagnað með skólafélögunum.
Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en enn ekki viss Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Sjá meira