Bandaríski landsliðsþjálfarinn segir Trump forseta vera hugleysingja og fábjána Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2020 09:30 Gregg Popovich hefur þjálfað bandaríska landsliðið undanfarin ár auk þess að stýra liði San Antonio Spurs. EPA-EFE/ADAM S DAVIS Gregg Popovich hefur oft gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta en nú er hann búinn að fá alveg nóg af forsetanum sínum eftir viðbrögð Trump við því sem er í gangi í landinu eftir að blökkumaðurinn George Floyd dó eftir harða og ómanneskjulega meðferð hjá hvítum lögreglumanni. Gregg Popovich er einn sigursælasti og virtasti þjálfari í sögu NBA deildarinnar í körfubolta og núverandi þjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta. Gregg Popovich mætti til Dave Zirin hjá The Nation og las pistillinn yfir Bandaríkjaforseta sem hann bæði kallaði hugleysingja og ruglaðan fábjána. Gregg Popovich calls Donald Trump "a deranged idiot." pic.twitter.com/d8XVQf97aK— Sporting News (@sportingnews) June 1, 2020 „Ef Trump væri með heila, jafnvel þótt að það væri 99 prósent kaldhæðni, þá myndi hann segja eitthvað til að sameina fólkið. Hann hefur bara engan áhuga á að sameina þjóðina. Ekki einu sinni núna. Það sýnir hversu ruglaður hann er. Þetta snýst allt um hann sjálfan. Þetta snýst allt um það hvað hann græðir persónulega. Þetta hefur aldrei snúist um almannaheill og þannig hefur þetta alltaf verið,“ sagði Gregg Popovich. Gregg Popovich hefur gert San Antonio Spurs fimm sinnum að NBA-meisturum og verið þrisvar sinnum kosinn besti þjálfari ársins í NBA. Undir hans stjórn hefur Spurs-liðið unnið 1245 deildarleiki og 170 leiki í úrslitakeppninni. „Það er svo augljóst hvað þarf að gerast. Við þurfum forseta til að koma fram og segja einfaldlega að líf svarta skipti máli („black lives matter“). Hann þarf bara að segja þessi þrjú ár. Hann mun ekki gera það og getur það ekki. Hann getur það ekki af því að það er mikilvægara fyrir hann að blíðka sinn litla stuðningsmannahóp sem hallast undir geðveiki hans,“ sagði Gregg Popovich. Wow. Coach Gregg Popovich *unloads* on Trump to @EdgeofSports. Calls him "deranged." Goes after Ted Cruz and Lindsey Graham. The works. https://t.co/olVt2EE8UQ pic.twitter.com/MCgKsXmsX0— Sopan Deb (@SopanDeb) June 1, 2020 „Þetta snýst samt um meira en Trump. Allt kerfið þarf að breytast,“ sagði Popovich en hann var ekki búinn að fá nóg af því að drulla yfir Donald Trump. „Hann sundrar ekki bara heldur er hann líka skemmdarvargur. Þú deyrð í návist hans. Hann mun éta þig lifandi til að ná fram sínum markmiðum. Mér ofbýður að við höfum leiðtoga sem getur ekki sagt að líf svartra skipti máli. Þess vegna felur hann sig í kjallara Hvíta hússins. Hann er hugleysingi. Hann býr til kringumstæður og hleypur síðan í burtu eins og smákrakki. Ég held að það sé best að láta eins og hann sé ekki þarna. Það er ekkert sem hann getur gert sem mun laga ástandið af því að hann er bara ruglaður fábjáni,“ sagði Gregg Popovich. NBA Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
Gregg Popovich hefur oft gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta en nú er hann búinn að fá alveg nóg af forsetanum sínum eftir viðbrögð Trump við því sem er í gangi í landinu eftir að blökkumaðurinn George Floyd dó eftir harða og ómanneskjulega meðferð hjá hvítum lögreglumanni. Gregg Popovich er einn sigursælasti og virtasti þjálfari í sögu NBA deildarinnar í körfubolta og núverandi þjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta. Gregg Popovich mætti til Dave Zirin hjá The Nation og las pistillinn yfir Bandaríkjaforseta sem hann bæði kallaði hugleysingja og ruglaðan fábjána. Gregg Popovich calls Donald Trump "a deranged idiot." pic.twitter.com/d8XVQf97aK— Sporting News (@sportingnews) June 1, 2020 „Ef Trump væri með heila, jafnvel þótt að það væri 99 prósent kaldhæðni, þá myndi hann segja eitthvað til að sameina fólkið. Hann hefur bara engan áhuga á að sameina þjóðina. Ekki einu sinni núna. Það sýnir hversu ruglaður hann er. Þetta snýst allt um hann sjálfan. Þetta snýst allt um það hvað hann græðir persónulega. Þetta hefur aldrei snúist um almannaheill og þannig hefur þetta alltaf verið,“ sagði Gregg Popovich. Gregg Popovich hefur gert San Antonio Spurs fimm sinnum að NBA-meisturum og verið þrisvar sinnum kosinn besti þjálfari ársins í NBA. Undir hans stjórn hefur Spurs-liðið unnið 1245 deildarleiki og 170 leiki í úrslitakeppninni. „Það er svo augljóst hvað þarf að gerast. Við þurfum forseta til að koma fram og segja einfaldlega að líf svarta skipti máli („black lives matter“). Hann þarf bara að segja þessi þrjú ár. Hann mun ekki gera það og getur það ekki. Hann getur það ekki af því að það er mikilvægara fyrir hann að blíðka sinn litla stuðningsmannahóp sem hallast undir geðveiki hans,“ sagði Gregg Popovich. Wow. Coach Gregg Popovich *unloads* on Trump to @EdgeofSports. Calls him "deranged." Goes after Ted Cruz and Lindsey Graham. The works. https://t.co/olVt2EE8UQ pic.twitter.com/MCgKsXmsX0— Sopan Deb (@SopanDeb) June 1, 2020 „Þetta snýst samt um meira en Trump. Allt kerfið þarf að breytast,“ sagði Popovich en hann var ekki búinn að fá nóg af því að drulla yfir Donald Trump. „Hann sundrar ekki bara heldur er hann líka skemmdarvargur. Þú deyrð í návist hans. Hann mun éta þig lifandi til að ná fram sínum markmiðum. Mér ofbýður að við höfum leiðtoga sem getur ekki sagt að líf svartra skipti máli. Þess vegna felur hann sig í kjallara Hvíta hússins. Hann er hugleysingi. Hann býr til kringumstæður og hleypur síðan í burtu eins og smákrakki. Ég held að það sé best að láta eins og hann sé ekki þarna. Það er ekkert sem hann getur gert sem mun laga ástandið af því að hann er bara ruglaður fábjáni,“ sagði Gregg Popovich.
NBA Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira