Fjögurra manna fjölskyldu tókst að komast út fyrir eigin rammleik eftir að eldur kom upp á efri hæð í tvílyftu húsi í Borgarfirði í nótt.
Tilkynning um eldinn barst Slökkviliði Borgarbyggðar nokkru fyrir klukkan fimm í nótt og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. RÚV sagði fyrst frá málinu.
Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri segir í samtali við Vísi að mannskapur sé enn á staðnum þar sem verið er að leita að eldhreiðrum í klæðningu með aðstoð hitamyndavéla.
Bjarni Kristinn segir tjónið mikið enda efri hæð hússins ónýt.
