Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson mun klukkan 13:00 kynna Græna planið svokallaða sem er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík.
Streymt verður frá fundinum hér á Vísi.
Í Græna planinu er gert ráð fyrir að borgin taki forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagslegum samdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur. Borgin mun leitast eftir því að tryggja að aðgerðir verði í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag og loftslagsmarkmið borgarinnar.