Hugmynd um bátastrætó „of góð til að prófa hana ekki“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2020 20:30 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/vilhelm Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar. Markmið er að öll hverfi borgarinnar verði sjálfbær auk þess sem nýstárlegar hugmyndir á borð við bátastrætó eru á lofti. Græna planið er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að borgin taki forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagslegum samdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur. Aðgerðir skulu vera í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag. Í þessu felst að allar aðgerðir borgarinnar verði grænar. „En líka áætlun um nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf. Síðast en ekki síst áætlun um það að allar ákvarðanir okkar séu jafnframt ákvarðanir sem miða að markmiðum í loftslagsmálum. Markmiðum um góða borg með hámarks lífsgæðum,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Næsti áratugur verði því áratugur aðgerða í loftslagsmálum hjá Reykjavíkurborg. Markmiðið er öll hverfi borgarinnar verði sjálfbær. Hluti af grænum samgönguinnviðum er meðal annars tilraunaverkefni með bátastrætó. „Þetta er hugmynd sem var sett fram þegar sýnin um fríríki frumkvöðla í Gufunesi kom fram. Okkur finnst spennandi að tengja Gufunesið, bryggjuhverfið, kannski Viðey en alla vega miðborgina með bátastrætó. Við erum ekki búin að útfæra hana en þetta er eiginlega of góð hugmynd til að prófa hana ekki,“ sagði Dagur. Græna planið var kynnt á blaðamannafundi klukkan 13 í dag. Elisabet Inga Gert er ráð fyrir að átak í uppbyggingu húsnæðis haldi áfram auk þess sem grænum svæðum verði fjölgað. Á næstu vikum mun borgarstjóri efna til samráðs með fyrirtækjum í borginni, aðilum vinnumarkaðarins og eiga viðræður við ríkisstjórnina um græna atvinnusköpum. Reykjavík Borgarstjórn Loftslagsmál Umhverfismál Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Græna planið Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. 2. júní 2020 17:00 Græn svæði fegruð og tengd með grænu neti í Græna planinu Reykjavíkurborg hyggst taka forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagssamdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur og mun tryggja að aðgerðirnar verði í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag og metnaðarfull loftslagsmarkmið borgarinnar. 2. júní 2020 14:07 Bein útsending: Borgarstjóri kynnir „Græna planið“ Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson mun klukkan 13:00 kynna Græna planið svokallaða sem er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík. 2. júní 2020 12:42 Allar aðgerðir borgarinnar verði grænar Aðgerðaráætlun um grænt plan verður tekin fyrir á borgarstjórnarfundi í dag. Í því felst að allar aðgerðir borgarinnar verða grænar. 2. júní 2020 12:11 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar. Markmið er að öll hverfi borgarinnar verði sjálfbær auk þess sem nýstárlegar hugmyndir á borð við bátastrætó eru á lofti. Græna planið er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að borgin taki forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagslegum samdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur. Aðgerðir skulu vera í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag. Í þessu felst að allar aðgerðir borgarinnar verði grænar. „En líka áætlun um nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf. Síðast en ekki síst áætlun um það að allar ákvarðanir okkar séu jafnframt ákvarðanir sem miða að markmiðum í loftslagsmálum. Markmiðum um góða borg með hámarks lífsgæðum,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Næsti áratugur verði því áratugur aðgerða í loftslagsmálum hjá Reykjavíkurborg. Markmiðið er öll hverfi borgarinnar verði sjálfbær. Hluti af grænum samgönguinnviðum er meðal annars tilraunaverkefni með bátastrætó. „Þetta er hugmynd sem var sett fram þegar sýnin um fríríki frumkvöðla í Gufunesi kom fram. Okkur finnst spennandi að tengja Gufunesið, bryggjuhverfið, kannski Viðey en alla vega miðborgina með bátastrætó. Við erum ekki búin að útfæra hana en þetta er eiginlega of góð hugmynd til að prófa hana ekki,“ sagði Dagur. Græna planið var kynnt á blaðamannafundi klukkan 13 í dag. Elisabet Inga Gert er ráð fyrir að átak í uppbyggingu húsnæðis haldi áfram auk þess sem grænum svæðum verði fjölgað. Á næstu vikum mun borgarstjóri efna til samráðs með fyrirtækjum í borginni, aðilum vinnumarkaðarins og eiga viðræður við ríkisstjórnina um græna atvinnusköpum.
Reykjavík Borgarstjórn Loftslagsmál Umhverfismál Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Græna planið Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. 2. júní 2020 17:00 Græn svæði fegruð og tengd með grænu neti í Græna planinu Reykjavíkurborg hyggst taka forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagssamdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur og mun tryggja að aðgerðirnar verði í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag og metnaðarfull loftslagsmarkmið borgarinnar. 2. júní 2020 14:07 Bein útsending: Borgarstjóri kynnir „Græna planið“ Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson mun klukkan 13:00 kynna Græna planið svokallaða sem er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík. 2. júní 2020 12:42 Allar aðgerðir borgarinnar verði grænar Aðgerðaráætlun um grænt plan verður tekin fyrir á borgarstjórnarfundi í dag. Í því felst að allar aðgerðir borgarinnar verða grænar. 2. júní 2020 12:11 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Græna planið Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. 2. júní 2020 17:00
Græn svæði fegruð og tengd með grænu neti í Græna planinu Reykjavíkurborg hyggst taka forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagssamdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur og mun tryggja að aðgerðirnar verði í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag og metnaðarfull loftslagsmarkmið borgarinnar. 2. júní 2020 14:07
Bein útsending: Borgarstjóri kynnir „Græna planið“ Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson mun klukkan 13:00 kynna Græna planið svokallaða sem er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík. 2. júní 2020 12:42
Allar aðgerðir borgarinnar verði grænar Aðgerðaráætlun um grænt plan verður tekin fyrir á borgarstjórnarfundi í dag. Í því felst að allar aðgerðir borgarinnar verða grænar. 2. júní 2020 12:11