Endurmeta stöðuna á tveggja vikna fresti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2020 19:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. Minnisblað sóttvarnarlæknis um skimanir við landamæri var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Að öðrum kosti þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. Sóttvarnarlæknir mun bera meginábyrgð á framkvæmd sýnatöku en að sögn forsætisráðherra er samtal í gangi um aðkomu íslenskrar erfðagreiningar. Ráðherrann hefur skipað samhæfingarteymi sem mun aðstoða sóttvarnarlækni við undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Margt er þó enn óljóst. „Það er meðal annars gjaldtaka fyrir sýni og hvort hún á að snúast um gjald fyrir einstakt sýni eða vera hluti af fastakostnaði. Það eru líka ákveðnar laga- og reglugerðarbreytingar sem þarf að ráðast í til að mynda varðandi forskráningu upplýsinga af hálfu flugrekstraraðila. Hvernig á að fara með þá sem hingað koma og neita annað hvort að taka sýni eða fara í sóttkví og svo framvegis,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Forsætisráðherra segir að samtal sé í gangi um aðkomu íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá opnun landamæra yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins á dag. Nú er þetta breytilegt ástand. Hversu reglulega og hvenær ætlið þið að endurskoða stöðuna? „Ég hef lagt á það áherslu að við séum að endurskoða þetta mjög reglulega. Það er að segja að á tveggja vikna fresti munum við taka stöðuna. Hvaða árangri er þetta að skila og við verðum um leið að fylgjast með þróun faraldursins í heiminum,“ sagði Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Sóttvarnalæknir enn þeirrar skoðunar að skimun á Keflavíkurflugvelli sé rétta leiðin Sóttvarnalæknir er enn þeirrar skoðunar að skimun farþega fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní sé enn rétta leiðin þegar kemur að opnun landamæranna. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. 31. maí 2020 10:40 Þórólfur skilaði af sér drögum að minnisblaði um opnun landamæra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað drögum að minnisblaði um útfærslu skimunar fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá ráðuneytinu. 30. maí 2020 21:33 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. Minnisblað sóttvarnarlæknis um skimanir við landamæri var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Að öðrum kosti þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. Sóttvarnarlæknir mun bera meginábyrgð á framkvæmd sýnatöku en að sögn forsætisráðherra er samtal í gangi um aðkomu íslenskrar erfðagreiningar. Ráðherrann hefur skipað samhæfingarteymi sem mun aðstoða sóttvarnarlækni við undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Margt er þó enn óljóst. „Það er meðal annars gjaldtaka fyrir sýni og hvort hún á að snúast um gjald fyrir einstakt sýni eða vera hluti af fastakostnaði. Það eru líka ákveðnar laga- og reglugerðarbreytingar sem þarf að ráðast í til að mynda varðandi forskráningu upplýsinga af hálfu flugrekstraraðila. Hvernig á að fara með þá sem hingað koma og neita annað hvort að taka sýni eða fara í sóttkví og svo framvegis,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Forsætisráðherra segir að samtal sé í gangi um aðkomu íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá opnun landamæra yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins á dag. Nú er þetta breytilegt ástand. Hversu reglulega og hvenær ætlið þið að endurskoða stöðuna? „Ég hef lagt á það áherslu að við séum að endurskoða þetta mjög reglulega. Það er að segja að á tveggja vikna fresti munum við taka stöðuna. Hvaða árangri er þetta að skila og við verðum um leið að fylgjast með þróun faraldursins í heiminum,“ sagði Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Sóttvarnalæknir enn þeirrar skoðunar að skimun á Keflavíkurflugvelli sé rétta leiðin Sóttvarnalæknir er enn þeirrar skoðunar að skimun farþega fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní sé enn rétta leiðin þegar kemur að opnun landamæranna. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. 31. maí 2020 10:40 Þórólfur skilaði af sér drögum að minnisblaði um opnun landamæra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað drögum að minnisblaði um útfærslu skimunar fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá ráðuneytinu. 30. maí 2020 21:33 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Sjá meira
Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33
Sóttvarnalæknir enn þeirrar skoðunar að skimun á Keflavíkurflugvelli sé rétta leiðin Sóttvarnalæknir er enn þeirrar skoðunar að skimun farþega fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní sé enn rétta leiðin þegar kemur að opnun landamæranna. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. 31. maí 2020 10:40
Þórólfur skilaði af sér drögum að minnisblaði um opnun landamæra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað drögum að minnisblaði um útfærslu skimunar fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá ráðuneytinu. 30. maí 2020 21:33