Reyndi að koma sér út en lenti undir framhjólinu og lést Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júní 2020 17:41 Frá vettvangi slyssins í lok júní í fyrra. RNSA Stjórnandi veghefils sem lést við störf á Ingjaldssandsvegi á í Gerðhamradal á Vestfjörðum í lok júní í fyrra náði líklegast ekki að stöðva hefilinn er hann tók að renna aftur á bak niður brekku. Hann reyndi því að forða sér út úr farartækinu en lenti undir framhjóli. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Maðurinn var við vinnu á vegheflinum, sem var af gerðinni Volvo, í brekku við Ingjaldssandsveg á Sandheiði þann 27. júní 2019. Tilkynning um slysið barst lögreglu á Vestfjörðum rétt fyrir klukkan sex síðdegis umræddan dag. Miðað við hjólför hefilsins á vettvangi virðist maðurinn hafa verið að bakka niður brekkuna þegar slysið varð, að því er segir í skýrslunni. Þá þykir sennilegt að hreyfill hefilsins hafi óvænt drepið á sér vegna ofálags. „Þegar það gerist hætta hemlar að virka og hefillinn fríhjólar. Varakerfi fer í gang ef stigið er á hemlafetil en það tekur nokkrar sekúndur að virkja hemlana,“ segir í skýrslunni. Veghefillinn hafi því líklegast runnið aftur á bak og maðurinn ekki náð að stöðva farartækið. Ekki sáust ummerki um að hemlað hefði verið en hjólför eftir hefilinn voru greinileg á nýhefluðu malaryfirborði vegarins. Þá bentu ummerki á vettvangi til þess að maðurinn hafi farið út um dyrnar vinstra megin en lent að hluta undir framhjóli hefilsins. Sennilega hafi maðurinn farið út til þess að reyna að forða sér áður en hefillinn hafnaði utan vegar. „Samstarfsmaður, sem tilkynnti slysið, kom að heflinum þar sem hann lá utan vegar, með blikkandi vinnuljós og bakkflautu í gangi. Hreyfill hefilsins var ekki í gangi. Hefilstjórinn lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust,“ segir í skýrslunni. Veghefillinn var smíðaður árið 2007 og var nýkominn úr viðgerð þegar slysið varð, þar sem skipt hafði verið um hreyfil. Hefillinn var rannsakaður eftir slysið og var þar gangviss og virkaði eðlilega. Þá hafði maðurinn tilskilin réttindi til að stjórna heflinum og var vanur að stýra honum. Þá var niðurstaða áfengis- og lyfjarannsóknar á honum neikvæð. RNSA beinir þeirri tillögu til Vinnueftirlitsins að bætt verði inn í bóklega og verklega kennslu til vinnuvélaprófs að ítarlegar sé farið yfir virkni varakerfis fyrir hemla- og stýrisbúnað. Skýrsla RNSA í heild. Samgönguslys Ísafjarðarbær Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Stjórnandi veghefils sem lést við störf á Ingjaldssandsvegi á í Gerðhamradal á Vestfjörðum í lok júní í fyrra náði líklegast ekki að stöðva hefilinn er hann tók að renna aftur á bak niður brekku. Hann reyndi því að forða sér út úr farartækinu en lenti undir framhjóli. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Maðurinn var við vinnu á vegheflinum, sem var af gerðinni Volvo, í brekku við Ingjaldssandsveg á Sandheiði þann 27. júní 2019. Tilkynning um slysið barst lögreglu á Vestfjörðum rétt fyrir klukkan sex síðdegis umræddan dag. Miðað við hjólför hefilsins á vettvangi virðist maðurinn hafa verið að bakka niður brekkuna þegar slysið varð, að því er segir í skýrslunni. Þá þykir sennilegt að hreyfill hefilsins hafi óvænt drepið á sér vegna ofálags. „Þegar það gerist hætta hemlar að virka og hefillinn fríhjólar. Varakerfi fer í gang ef stigið er á hemlafetil en það tekur nokkrar sekúndur að virkja hemlana,“ segir í skýrslunni. Veghefillinn hafi því líklegast runnið aftur á bak og maðurinn ekki náð að stöðva farartækið. Ekki sáust ummerki um að hemlað hefði verið en hjólför eftir hefilinn voru greinileg á nýhefluðu malaryfirborði vegarins. Þá bentu ummerki á vettvangi til þess að maðurinn hafi farið út um dyrnar vinstra megin en lent að hluta undir framhjóli hefilsins. Sennilega hafi maðurinn farið út til þess að reyna að forða sér áður en hefillinn hafnaði utan vegar. „Samstarfsmaður, sem tilkynnti slysið, kom að heflinum þar sem hann lá utan vegar, með blikkandi vinnuljós og bakkflautu í gangi. Hreyfill hefilsins var ekki í gangi. Hefilstjórinn lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust,“ segir í skýrslunni. Veghefillinn var smíðaður árið 2007 og var nýkominn úr viðgerð þegar slysið varð, þar sem skipt hafði verið um hreyfil. Hefillinn var rannsakaður eftir slysið og var þar gangviss og virkaði eðlilega. Þá hafði maðurinn tilskilin réttindi til að stjórna heflinum og var vanur að stýra honum. Þá var niðurstaða áfengis- og lyfjarannsóknar á honum neikvæð. RNSA beinir þeirri tillögu til Vinnueftirlitsins að bætt verði inn í bóklega og verklega kennslu til vinnuvélaprófs að ítarlegar sé farið yfir virkni varakerfis fyrir hemla- og stýrisbúnað. Skýrsla RNSA í heild.
Samgönguslys Ísafjarðarbær Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira