Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2020 20:00 Lilja Alfreðsdóttir skipaði Pál Magnússon í stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Viðreisnar segir útlit fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi á umsækjanda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu sem ekki fékk stöðuna. Forsætisráðherra segir hægt að gera betur í að fækka brotum á jafnréttislögum. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi brotið jafnréttislög á Hafdísi Höllu Ólafsdóttur skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu þegar Páll Magnússon fyrrverandi aðstoðarmaður tveggja ráðherra Framsóknarflokksins var skipaður ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á nýlegt svar forsætisráðherra við fyrirspurn hennar þar sem fram hefði komið að frá því jafnréttislög voru sett árið 2009 hafi stofnanir ríkisins brotið jafnréttislög á átján konum og sjö karlmönnum. „Hvernig ætlar hæstvirtur forsætisráðherra, ráðherra jafnréttismála, að bregðast hér við.Það er nefninlega af rökstuðningi nefndarinnar erfitt að draga aðra ályktun en að hér sé um ásetningsbrot að ræða,“ sagði Hanna Katrín. Þingflokksformaður Viðreisnar segir brotið á Hafdísi Höllu Ólafsdóttur eitt versta dæmið um brot ríkisisstofnana á jafnréttislögum á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði menntamálaráðherra hafa upplýst ríkisstjórnina um þennan úrskurð í morgun og hyggðist ræða málið á næsta ríkisstjórnarfundi. Tuttugu og fimm brot á undanförnum árum vekti spurningar um hvort leiðsögn úrskurðarnefndar hafi ekki verið nýtt til betrumbóta. „Getum við gert betur í því? Það er eitt af því sem við verðum að ræða sérstaklega í tengslum við heildarendurskoðun jafnréttislaga sem ég hyggst leggja hér fram á komandi haustþingi,“ sagði Katrín. Hanna Katrín sagði Hafdísi Höllu hafa verið neitað um gögn sem stuðst hafi verið við þegar Páll var skipaður vegna persónulegra hagsmuna þriðja aðila. Það vekti spurningar um hagsmuni hverra væri verið að verja. Forsætisráðherra boðar frumvarp til heildarendurskoðunar jafnréttirlaga á haustþingi.Vísir/Vilhelm „Þetta dæmi er einfaldlega eitt af þeim verri sem við höfum séð. Þaðer ekki hægt að líta á þetta öðruvísi en falleinkun til stjórnvalda. Ég veit aðþetta á sér stað yfir langt tímabil. Þaðer ekki eingöngu þessi ríkisstjórn hér en þetta gengur ekki lengur svona,“ sagði Hanna Katrín. Forsætisráðherra sagði margt hafa verið unnið íjafnréttismálum ítíð ríkisstjórnarinnar. „En ég held aðí stóru myndinni, þegar við tökum þáúrskurði sem falliðhafa að hálfu kærunefndar jafnréttismála, skipti máli að við íhugum hvernig við getum staðiðokkur betur í að leiðsegja stjórnsýslunni til aðkoma í veg fyrir brot,“ sagði Katrín Jakobsdóttir og ítrekaði að brotin væru of mörg. Jafnréttismál Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þingflokksformaður Viðreisnar segir útlit fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi á umsækjanda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu sem ekki fékk stöðuna. Forsætisráðherra segir hægt að gera betur í að fækka brotum á jafnréttislögum. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi brotið jafnréttislög á Hafdísi Höllu Ólafsdóttur skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu þegar Páll Magnússon fyrrverandi aðstoðarmaður tveggja ráðherra Framsóknarflokksins var skipaður ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á nýlegt svar forsætisráðherra við fyrirspurn hennar þar sem fram hefði komið að frá því jafnréttislög voru sett árið 2009 hafi stofnanir ríkisins brotið jafnréttislög á átján konum og sjö karlmönnum. „Hvernig ætlar hæstvirtur forsætisráðherra, ráðherra jafnréttismála, að bregðast hér við.Það er nefninlega af rökstuðningi nefndarinnar erfitt að draga aðra ályktun en að hér sé um ásetningsbrot að ræða,“ sagði Hanna Katrín. Þingflokksformaður Viðreisnar segir brotið á Hafdísi Höllu Ólafsdóttur eitt versta dæmið um brot ríkisisstofnana á jafnréttislögum á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði menntamálaráðherra hafa upplýst ríkisstjórnina um þennan úrskurð í morgun og hyggðist ræða málið á næsta ríkisstjórnarfundi. Tuttugu og fimm brot á undanförnum árum vekti spurningar um hvort leiðsögn úrskurðarnefndar hafi ekki verið nýtt til betrumbóta. „Getum við gert betur í því? Það er eitt af því sem við verðum að ræða sérstaklega í tengslum við heildarendurskoðun jafnréttislaga sem ég hyggst leggja hér fram á komandi haustþingi,“ sagði Katrín. Hanna Katrín sagði Hafdísi Höllu hafa verið neitað um gögn sem stuðst hafi verið við þegar Páll var skipaður vegna persónulegra hagsmuna þriðja aðila. Það vekti spurningar um hagsmuni hverra væri verið að verja. Forsætisráðherra boðar frumvarp til heildarendurskoðunar jafnréttirlaga á haustþingi.Vísir/Vilhelm „Þetta dæmi er einfaldlega eitt af þeim verri sem við höfum séð. Þaðer ekki hægt að líta á þetta öðruvísi en falleinkun til stjórnvalda. Ég veit aðþetta á sér stað yfir langt tímabil. Þaðer ekki eingöngu þessi ríkisstjórn hér en þetta gengur ekki lengur svona,“ sagði Hanna Katrín. Forsætisráðherra sagði margt hafa verið unnið íjafnréttismálum ítíð ríkisstjórnarinnar. „En ég held aðí stóru myndinni, þegar við tökum þáúrskurði sem falliðhafa að hálfu kærunefndar jafnréttismála, skipti máli að við íhugum hvernig við getum staðiðokkur betur í að leiðsegja stjórnsýslunni til aðkoma í veg fyrir brot,“ sagði Katrín Jakobsdóttir og ítrekaði að brotin væru of mörg.
Jafnréttismál Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent