Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2020 20:00 Lilja Alfreðsdóttir skipaði Pál Magnússon í stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Viðreisnar segir útlit fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi á umsækjanda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu sem ekki fékk stöðuna. Forsætisráðherra segir hægt að gera betur í að fækka brotum á jafnréttislögum. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi brotið jafnréttislög á Hafdísi Höllu Ólafsdóttur skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu þegar Páll Magnússon fyrrverandi aðstoðarmaður tveggja ráðherra Framsóknarflokksins var skipaður ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á nýlegt svar forsætisráðherra við fyrirspurn hennar þar sem fram hefði komið að frá því jafnréttislög voru sett árið 2009 hafi stofnanir ríkisins brotið jafnréttislög á átján konum og sjö karlmönnum. „Hvernig ætlar hæstvirtur forsætisráðherra, ráðherra jafnréttismála, að bregðast hér við.Það er nefninlega af rökstuðningi nefndarinnar erfitt að draga aðra ályktun en að hér sé um ásetningsbrot að ræða,“ sagði Hanna Katrín. Þingflokksformaður Viðreisnar segir brotið á Hafdísi Höllu Ólafsdóttur eitt versta dæmið um brot ríkisisstofnana á jafnréttislögum á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði menntamálaráðherra hafa upplýst ríkisstjórnina um þennan úrskurð í morgun og hyggðist ræða málið á næsta ríkisstjórnarfundi. Tuttugu og fimm brot á undanförnum árum vekti spurningar um hvort leiðsögn úrskurðarnefndar hafi ekki verið nýtt til betrumbóta. „Getum við gert betur í því? Það er eitt af því sem við verðum að ræða sérstaklega í tengslum við heildarendurskoðun jafnréttislaga sem ég hyggst leggja hér fram á komandi haustþingi,“ sagði Katrín. Hanna Katrín sagði Hafdísi Höllu hafa verið neitað um gögn sem stuðst hafi verið við þegar Páll var skipaður vegna persónulegra hagsmuna þriðja aðila. Það vekti spurningar um hagsmuni hverra væri verið að verja. Forsætisráðherra boðar frumvarp til heildarendurskoðunar jafnréttirlaga á haustþingi.Vísir/Vilhelm „Þetta dæmi er einfaldlega eitt af þeim verri sem við höfum séð. Þaðer ekki hægt að líta á þetta öðruvísi en falleinkun til stjórnvalda. Ég veit aðþetta á sér stað yfir langt tímabil. Þaðer ekki eingöngu þessi ríkisstjórn hér en þetta gengur ekki lengur svona,“ sagði Hanna Katrín. Forsætisráðherra sagði margt hafa verið unnið íjafnréttismálum ítíð ríkisstjórnarinnar. „En ég held aðí stóru myndinni, þegar við tökum þáúrskurði sem falliðhafa að hálfu kærunefndar jafnréttismála, skipti máli að við íhugum hvernig við getum staðiðokkur betur í að leiðsegja stjórnsýslunni til aðkoma í veg fyrir brot,“ sagði Katrín Jakobsdóttir og ítrekaði að brotin væru of mörg. Jafnréttismál Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Þingflokksformaður Viðreisnar segir útlit fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi á umsækjanda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu sem ekki fékk stöðuna. Forsætisráðherra segir hægt að gera betur í að fækka brotum á jafnréttislögum. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi brotið jafnréttislög á Hafdísi Höllu Ólafsdóttur skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu þegar Páll Magnússon fyrrverandi aðstoðarmaður tveggja ráðherra Framsóknarflokksins var skipaður ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á nýlegt svar forsætisráðherra við fyrirspurn hennar þar sem fram hefði komið að frá því jafnréttislög voru sett árið 2009 hafi stofnanir ríkisins brotið jafnréttislög á átján konum og sjö karlmönnum. „Hvernig ætlar hæstvirtur forsætisráðherra, ráðherra jafnréttismála, að bregðast hér við.Það er nefninlega af rökstuðningi nefndarinnar erfitt að draga aðra ályktun en að hér sé um ásetningsbrot að ræða,“ sagði Hanna Katrín. Þingflokksformaður Viðreisnar segir brotið á Hafdísi Höllu Ólafsdóttur eitt versta dæmið um brot ríkisisstofnana á jafnréttislögum á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði menntamálaráðherra hafa upplýst ríkisstjórnina um þennan úrskurð í morgun og hyggðist ræða málið á næsta ríkisstjórnarfundi. Tuttugu og fimm brot á undanförnum árum vekti spurningar um hvort leiðsögn úrskurðarnefndar hafi ekki verið nýtt til betrumbóta. „Getum við gert betur í því? Það er eitt af því sem við verðum að ræða sérstaklega í tengslum við heildarendurskoðun jafnréttislaga sem ég hyggst leggja hér fram á komandi haustþingi,“ sagði Katrín. Hanna Katrín sagði Hafdísi Höllu hafa verið neitað um gögn sem stuðst hafi verið við þegar Páll var skipaður vegna persónulegra hagsmuna þriðja aðila. Það vekti spurningar um hagsmuni hverra væri verið að verja. Forsætisráðherra boðar frumvarp til heildarendurskoðunar jafnréttirlaga á haustþingi.Vísir/Vilhelm „Þetta dæmi er einfaldlega eitt af þeim verri sem við höfum séð. Þaðer ekki hægt að líta á þetta öðruvísi en falleinkun til stjórnvalda. Ég veit aðþetta á sér stað yfir langt tímabil. Þaðer ekki eingöngu þessi ríkisstjórn hér en þetta gengur ekki lengur svona,“ sagði Hanna Katrín. Forsætisráðherra sagði margt hafa verið unnið íjafnréttismálum ítíð ríkisstjórnarinnar. „En ég held aðí stóru myndinni, þegar við tökum þáúrskurði sem falliðhafa að hálfu kærunefndar jafnréttismála, skipti máli að við íhugum hvernig við getum staðiðokkur betur í að leiðsegja stjórnsýslunni til aðkoma í veg fyrir brot,“ sagði Katrín Jakobsdóttir og ítrekaði að brotin væru of mörg.
Jafnréttismál Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira