Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2020 09:47 Jarðgöngin verða aðaltengingin við nýtt úthverfi Nuuk. Göng þykja bæði hagkvæmari og öruggari valkostur heldur en vegur utan í brattri fjallshlíðinni. Mynd/Verkís. Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við höfum áður sagt frá uppbyggingu nýrra íbúðahverfa í Nuuk. Svo ör er fólksfjölgunin að bæjaryfirvöld í höfuðstað Grænlands horfa nú til nýs byggingarlands á fögru nesi skammt sunnan við bæinn. Sá galli er hins vegar að landleiðin þangað liggur um snarbratta hlíð. En það eru til önnur lausn til að gera nesið fagra að nýju úthverfi Nuuk; að grafa jarðgöng í gegnum fjallið. Þar kemur íslensk verkfræðistofa við sögu, Verkís, í samstarfi við dótturfélag sitt á Grænlandi. Haukur Þór Haraldsson hjá Verkís er verkefnisstjóri jarðganganna í Nuuk. Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta er svaka spennandi. Grænland er skemmtilegur staður og framandi. Þarna er mikið að gerast þarna í ýmsu. Það er mikil uppbygging í gangi í Grænlandi og verulega gaman að taka þátt,“ segir Haukur Þór Haraldsson, verkefnisstjóri Nuuk-jarðganga. Verkís hefur unnið sem ráðgjafi þróunarfélags bæjayfirvalda við undirbúningsrannsóknir og frumhönnun ganganna. Athygli vekur að gert er ráð fyrir sérstökum göngu- og hjólastíg með öruggum aðskilnaði frá bílaumferð. „Þetta er öflugur hópur sem starfar með okkur í Grænlandi. Hingað er síðan sótt þekking á sviðum sem þeir hafa ekki þar.“ Verkís reiknaði það út að göng í gegnum fjallið yrðu fjörutíu prósentum ódýrari heldur en vegur um fjallshlíðina, sem hefði kallað á dýrar öryggisráðstafanir vegna skriðuhættu í hlíðinni. Gert er ráð fyrir aðskildum göngu- og reiðhjólastíg í jarðgöngunum.Mynd/Verkís. Verkís er í raun að selja þekkingu. „Jarðfræðiþekkinguna – þá sem kunna að gera göng. Arkitekta, landslagsarkitekta. Það er margskonar þekking sem þarf til. Við erum átta sem komum að því hérlendis. Þeir eru síðan fimm, Grænlendingarnir.“ Stefnt er að því að gangagerðin verði boðin út í sumar og henni lokið á þremur árum. Þetta verða þó ekki fyrstu bílagöngin í Nuuk því áður var búið að sprengja stutt göng í gegnum klett í miðbænum. Haukur segir gaman að starfa með Grænlendingum að uppbyggingu. „Ég veit nú reyndar fyrir persónuleg kynni af Grænlendingum að þeim þykir líka samstarfið við Íslendinga spennandi og velja það, ef það sé hægt,“ segir Haukur Þór Haraldsson hjá Verkís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjá einnig: Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24 Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Ríkisreknu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson fer fyrir. 11. mars 2020 14:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við höfum áður sagt frá uppbyggingu nýrra íbúðahverfa í Nuuk. Svo ör er fólksfjölgunin að bæjaryfirvöld í höfuðstað Grænlands horfa nú til nýs byggingarlands á fögru nesi skammt sunnan við bæinn. Sá galli er hins vegar að landleiðin þangað liggur um snarbratta hlíð. En það eru til önnur lausn til að gera nesið fagra að nýju úthverfi Nuuk; að grafa jarðgöng í gegnum fjallið. Þar kemur íslensk verkfræðistofa við sögu, Verkís, í samstarfi við dótturfélag sitt á Grænlandi. Haukur Þór Haraldsson hjá Verkís er verkefnisstjóri jarðganganna í Nuuk. Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta er svaka spennandi. Grænland er skemmtilegur staður og framandi. Þarna er mikið að gerast þarna í ýmsu. Það er mikil uppbygging í gangi í Grænlandi og verulega gaman að taka þátt,“ segir Haukur Þór Haraldsson, verkefnisstjóri Nuuk-jarðganga. Verkís hefur unnið sem ráðgjafi þróunarfélags bæjayfirvalda við undirbúningsrannsóknir og frumhönnun ganganna. Athygli vekur að gert er ráð fyrir sérstökum göngu- og hjólastíg með öruggum aðskilnaði frá bílaumferð. „Þetta er öflugur hópur sem starfar með okkur í Grænlandi. Hingað er síðan sótt þekking á sviðum sem þeir hafa ekki þar.“ Verkís reiknaði það út að göng í gegnum fjallið yrðu fjörutíu prósentum ódýrari heldur en vegur um fjallshlíðina, sem hefði kallað á dýrar öryggisráðstafanir vegna skriðuhættu í hlíðinni. Gert er ráð fyrir aðskildum göngu- og reiðhjólastíg í jarðgöngunum.Mynd/Verkís. Verkís er í raun að selja þekkingu. „Jarðfræðiþekkinguna – þá sem kunna að gera göng. Arkitekta, landslagsarkitekta. Það er margskonar þekking sem þarf til. Við erum átta sem komum að því hérlendis. Þeir eru síðan fimm, Grænlendingarnir.“ Stefnt er að því að gangagerðin verði boðin út í sumar og henni lokið á þremur árum. Þetta verða þó ekki fyrstu bílagöngin í Nuuk því áður var búið að sprengja stutt göng í gegnum klett í miðbænum. Haukur segir gaman að starfa með Grænlendingum að uppbyggingu. „Ég veit nú reyndar fyrir persónuleg kynni af Grænlendingum að þeim þykir líka samstarfið við Íslendinga spennandi og velja það, ef það sé hægt,“ segir Haukur Þór Haraldsson hjá Verkís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjá einnig: Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg
Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24 Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Ríkisreknu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson fer fyrir. 11. mars 2020 14:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24
Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47
Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30
Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Ríkisreknu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson fer fyrir. 11. mars 2020 14:08