Guðlaugur segir nú ljóst að framganga Íslands skipti máli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. júní 2020 12:15 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/EPA Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. Utanríkisráðherra segist vona að skýrslan leiði til góðs. Skýrslan var gerð eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að gera úttekt á stöðu mannréttindamála í Filippseyjum á síðasta ári. Í henni segir að fíkniefnastríðið, háð að frumkvæði Rodrigo Duterte forseta, hafi einkennst af harkalegri beitingu lögregluvalds gegn grunuðum fíkniefnasölum og neytendum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að það hafi verið fullt tilefni til að fara fram á skýrsluna. „Við erum auðvitað bara að fara yfir hana og vonumst til þess að hún muni láta gott af sér leiða. En það er augljóst, ef það var ekki öllum ljóst, að framganga okkar á alþjóðvettvangi, hún skilar sér og skiptir máli.“ Stjórnvöld á Filippseyjum brugðust við tillögunni af mikilli hörku í fyrra og sagðist Duterte í ágúst vona að Íslendingar frysu í hel. Guðlaugur segir að næsta skref sé að ræða um skýrsluna á fundum mannréttindaráðs í sumar. „Við munum taka þátt í þeirri umræðu. Þetta vekur athygli, sem er auðvitað markmiðið. Vegna þess að mannréttindaráðið á að hafa það hlutverk að bæta stöðu mannréttinda í heiminum.“ Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Filippseyjar Mannréttindi Ísland í mannréttindaráði SÞ Tengdar fréttir „Íslenska úttektin“ sýnir að tugir þúsunda gætu hafa látist í fíkniefnastríðinu Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er afleiðing tillögu Íslands í mannréttindaráði. 4. júní 2020 09:05 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. Utanríkisráðherra segist vona að skýrslan leiði til góðs. Skýrslan var gerð eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að gera úttekt á stöðu mannréttindamála í Filippseyjum á síðasta ári. Í henni segir að fíkniefnastríðið, háð að frumkvæði Rodrigo Duterte forseta, hafi einkennst af harkalegri beitingu lögregluvalds gegn grunuðum fíkniefnasölum og neytendum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að það hafi verið fullt tilefni til að fara fram á skýrsluna. „Við erum auðvitað bara að fara yfir hana og vonumst til þess að hún muni láta gott af sér leiða. En það er augljóst, ef það var ekki öllum ljóst, að framganga okkar á alþjóðvettvangi, hún skilar sér og skiptir máli.“ Stjórnvöld á Filippseyjum brugðust við tillögunni af mikilli hörku í fyrra og sagðist Duterte í ágúst vona að Íslendingar frysu í hel. Guðlaugur segir að næsta skref sé að ræða um skýrsluna á fundum mannréttindaráðs í sumar. „Við munum taka þátt í þeirri umræðu. Þetta vekur athygli, sem er auðvitað markmiðið. Vegna þess að mannréttindaráðið á að hafa það hlutverk að bæta stöðu mannréttinda í heiminum.“
Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Filippseyjar Mannréttindi Ísland í mannréttindaráði SÞ Tengdar fréttir „Íslenska úttektin“ sýnir að tugir þúsunda gætu hafa látist í fíkniefnastríðinu Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er afleiðing tillögu Íslands í mannréttindaráði. 4. júní 2020 09:05 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
„Íslenska úttektin“ sýnir að tugir þúsunda gætu hafa látist í fíkniefnastríðinu Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er afleiðing tillögu Íslands í mannréttindaráði. 4. júní 2020 09:05