Helgi Björns segir að í laxveiði beri sig allir vel Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júní 2020 20:30 Helgi Björnsson söngvari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona opnuðu Norðurá í Borgarfirði klukkan átta í morgun. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Helgi Björnsson söngvari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona opnuðu Norðurá í Borgarfirði klukkan átta í morgun. Fyrsti laxinn kom á land um klukkan 10 og segir Helgi að í laxveiði beri sig allir vel, eins og segir í lagatextanum. „Norðurá opnaði klukkan átta í morgun og var það leikkonan Vilborg Halldórsdóttir sem tók fyrsta laxinn um klukkan tíu. Baráttan tók um 25 mínútur og leiddi veiðimannin um 300 metra niður í ána.“ Laxinn var 74 sentimetra hrygna veidd á rauðan Elliða. Þú fékkst maríulaxinn þinn í morgun, hvernig var tilfinningin? „Hún var náttúrulega bara geggjuð og það sem mér fannst skemmtilegast var að hlaupa á eftir honum og gaman að vaða í þessari á,“ sagði Vilborg Halldórsdóttir, leikkona. Norðurá í Borgarfirði var opnuð klukkan átta í morgun.ARNAR HALLDÓRS Veiðisumarið í fyrra var vægast sagt slæmt enda þurrt í ám að sögn rekstraraðila Norðurár. „Nú spá fiskifræðingar fínu sumri og við erum bjartsýn. Ég held að þetta sumar fari í 2000 laxa plús,“ sagði Einar Sigfússon, rekstraraðili Norðurár. Helgi er að eigin sögn ekki mikill veiðimaður en á von á að eftir daginn kvikni áhuginn. „Ég er ekki forfallinn ennþá en það er stutt í það sýnist mér. Nú fékk ég svo mikinn kipp því ég er búinn að setja í tvo góða laxa segir Einar,“ sagði Helgi Björnsson, söngvari. Þrátt fyrir litla veiðireynslu þá er hann með veiðisöngvana á hreinu. Rekstraraðili Norðurár er bjartsýnn og heldur að sumarið fari í tvö þúsund laxa.ARNAR HALLDÓRS Hann segir að það beri sig allir vel í laxveiði. Nú átt þú eitt vinsælasta lag landsins „Það bera sig allir vel“. Hvernig ber fólk sig í laxveiði? „Það er ekki annað hægt en að bera sig vel hér. Sérstaklega í þessu fallega umhverfi. Hér hefur verið sól og blíða og gestgjafarnir framúrskarandi þannig hér líður öllum vel og þá bera sig allir vel,“ sagði Helgi. Borgarbyggð Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Helgi Björnsson söngvari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona opnuðu Norðurá í Borgarfirði klukkan átta í morgun. Fyrsti laxinn kom á land um klukkan 10 og segir Helgi að í laxveiði beri sig allir vel, eins og segir í lagatextanum. „Norðurá opnaði klukkan átta í morgun og var það leikkonan Vilborg Halldórsdóttir sem tók fyrsta laxinn um klukkan tíu. Baráttan tók um 25 mínútur og leiddi veiðimannin um 300 metra niður í ána.“ Laxinn var 74 sentimetra hrygna veidd á rauðan Elliða. Þú fékkst maríulaxinn þinn í morgun, hvernig var tilfinningin? „Hún var náttúrulega bara geggjuð og það sem mér fannst skemmtilegast var að hlaupa á eftir honum og gaman að vaða í þessari á,“ sagði Vilborg Halldórsdóttir, leikkona. Norðurá í Borgarfirði var opnuð klukkan átta í morgun.ARNAR HALLDÓRS Veiðisumarið í fyrra var vægast sagt slæmt enda þurrt í ám að sögn rekstraraðila Norðurár. „Nú spá fiskifræðingar fínu sumri og við erum bjartsýn. Ég held að þetta sumar fari í 2000 laxa plús,“ sagði Einar Sigfússon, rekstraraðili Norðurár. Helgi er að eigin sögn ekki mikill veiðimaður en á von á að eftir daginn kvikni áhuginn. „Ég er ekki forfallinn ennþá en það er stutt í það sýnist mér. Nú fékk ég svo mikinn kipp því ég er búinn að setja í tvo góða laxa segir Einar,“ sagði Helgi Björnsson, söngvari. Þrátt fyrir litla veiðireynslu þá er hann með veiðisöngvana á hreinu. Rekstraraðili Norðurár er bjartsýnn og heldur að sumarið fari í tvö þúsund laxa.ARNAR HALLDÓRS Hann segir að það beri sig allir vel í laxveiði. Nú átt þú eitt vinsælasta lag landsins „Það bera sig allir vel“. Hvernig ber fólk sig í laxveiði? „Það er ekki annað hægt en að bera sig vel hér. Sérstaklega í þessu fallega umhverfi. Hér hefur verið sól og blíða og gestgjafarnir framúrskarandi þannig hér líður öllum vel og þá bera sig allir vel,“ sagði Helgi.
Borgarbyggð Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira