Rannsóknarsetri á Laugarvatni lokað eftir að HÍ sagði sig frá samningi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2020 07:48 Frá Laugarvatni. Háskóli Íslands Háskóli Íslands er búinn að segja sig frá samningi við samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið um rekstur þéttbýlisseturs og rannsóknarseturs um sveitarstjórnarmál Laugarvatni. Um var að ræða tilraunaverkefni sem hófst fyrir einu og hálfu ári síðan. Alls stóð til að veita 36 milljónum króna til verkefnisins á árunum 2018-2022. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að í bréfi Háskólans til annarra aðila sem að verkefninu komu hafi komið fram að væntingar HÍ um verkefnið hafi ekki gengið eftir og að reynslan sýndi að staðsetningin hefði ekki verið góð. Ráðuneytið hefur nú meðtekið þetta og óskað eftir uppgjöri frá háskólanum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, er svekktur. „Mér finnst dapurlegt að Háskóli Íslands sem æðsta menntastofnun þjóðarinnar hafi ekki meira úthald í verkefni sem samið hefur verið um og eru spennandi,“ hefur Morgunblaðið eftir honum. Hann bætir við að segja mætti að verkefnið hafi aldrei komist á almennilegt skrið. Eins segir Helgi Kjartansson, Oddviti Bláskógabyggðar, að sér þyki málið miður. Ástæður tvíþættar Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að tvær aðalástæður séu fyrir því að skólinn óskaði eftir því að styrkveiting til verkefnanna yrði felld niður. Snemma eftir að verkefninu hafi verið ýtt úr vör hafi komið í ljós að vantað hafi upp á viðhald húsnæðisins sem hýsti rannsóknarsetrið. Leki hafi verið í húsinu og grunur um myglu. Því hafi þurft að loka húsnæðinu meðan á viðhaldi stóð. „ Í öðru lagi hefur reynslan af verkefninu sýnt að flókið sé og óskilvirkt að starfsmaður í þróunarverkefni af þessu tagi sé einn á starfsstöð, langt frá aðalskrifstofunni. Aftur á móti væri bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að starfsmaður setursins á Laugarvatni sækti vinnu daglega eða oft í viku á skrifstofuna í Reykjavík. Því miður gekk verkefnið ekki jafn vel og vonir stóðu til og niðurstaða Háskólans því að ekki hafi lengur verið forsendur til þess að halda því áfram,“ hefur Morgunblaðið eftir Jóni Atla. Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira
Háskóli Íslands er búinn að segja sig frá samningi við samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið um rekstur þéttbýlisseturs og rannsóknarseturs um sveitarstjórnarmál Laugarvatni. Um var að ræða tilraunaverkefni sem hófst fyrir einu og hálfu ári síðan. Alls stóð til að veita 36 milljónum króna til verkefnisins á árunum 2018-2022. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að í bréfi Háskólans til annarra aðila sem að verkefninu komu hafi komið fram að væntingar HÍ um verkefnið hafi ekki gengið eftir og að reynslan sýndi að staðsetningin hefði ekki verið góð. Ráðuneytið hefur nú meðtekið þetta og óskað eftir uppgjöri frá háskólanum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, er svekktur. „Mér finnst dapurlegt að Háskóli Íslands sem æðsta menntastofnun þjóðarinnar hafi ekki meira úthald í verkefni sem samið hefur verið um og eru spennandi,“ hefur Morgunblaðið eftir honum. Hann bætir við að segja mætti að verkefnið hafi aldrei komist á almennilegt skrið. Eins segir Helgi Kjartansson, Oddviti Bláskógabyggðar, að sér þyki málið miður. Ástæður tvíþættar Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að tvær aðalástæður séu fyrir því að skólinn óskaði eftir því að styrkveiting til verkefnanna yrði felld niður. Snemma eftir að verkefninu hafi verið ýtt úr vör hafi komið í ljós að vantað hafi upp á viðhald húsnæðisins sem hýsti rannsóknarsetrið. Leki hafi verið í húsinu og grunur um myglu. Því hafi þurft að loka húsnæðinu meðan á viðhaldi stóð. „ Í öðru lagi hefur reynslan af verkefninu sýnt að flókið sé og óskilvirkt að starfsmaður í þróunarverkefni af þessu tagi sé einn á starfsstöð, langt frá aðalskrifstofunni. Aftur á móti væri bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að starfsmaður setursins á Laugarvatni sækti vinnu daglega eða oft í viku á skrifstofuna í Reykjavík. Því miður gekk verkefnið ekki jafn vel og vonir stóðu til og niðurstaða Háskólans því að ekki hafi lengur verið forsendur til þess að halda því áfram,“ hefur Morgunblaðið eftir Jóni Atla.
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira