Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sylvía Hall skrifar 5. júní 2020 17:39 Sigurður Ingi segir framkvæmdirnar aldrei verða án samþykkis Isavia. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. Áform um um að leggja veg í gegnum friðað hús séu fráleit. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að Reykjavíkurborg hefði tilkynnt flugfélaginu Erni að rífa ætti viðhaldsstöð félagsins vegna nýs skipulags og að engar bætur yrðu greiddar fyrir. Skýli félagsins er staðsett við ströndina þar sem áform eru um að reisa brú yfir Fossvog. „Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir sem voru í fréttum í gærkvöldi eru innan flugvallargirðingar og verða aldrei án samþykkis Isavia,“ skrifar Sigurður Ingi á Facebook-síðu sína. Jafnframt segir hann engin „sómakær sveitarfélög“ taka eignir af íbúum sínum bótalaust, og þá sérstaklega ekki þeim íbúum sem hafi þjónað sjúkraflugi og líffæraflutningum í áratugi. „Þannig hagar sér enginn.“ Hörður Guðmundsson forstjóri Ernis segir tilkynningu Reykjavíkurborgar mikið áfall. Ekki liggi fyrir hvenær framkvæmdirnar hefjist og sagði hann upphafleg áform hafa bent til þess að vegurinn yrði fyrir neðan skýlið. „Við vitum ekki hvort það verður á morgun, í næstu viku, eftir mánuð eða ár. En það er boðað að leggja veg í gegnum þetta skýli.“ Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 í gærkvöldi. Reykjavík Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Forsendubrestur af hálfu Reykjavíkur í flugvallarmálinu Eftirfarandi erindi sá ég mig knúna til að senda á stjórn samgöngunefndar Alþingis. Þar með upplýsi ég að undirskriftir borgarstjóra eru ekki pappírsins virði. 1. maí 2020 06:00 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. Áform um um að leggja veg í gegnum friðað hús séu fráleit. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að Reykjavíkurborg hefði tilkynnt flugfélaginu Erni að rífa ætti viðhaldsstöð félagsins vegna nýs skipulags og að engar bætur yrðu greiddar fyrir. Skýli félagsins er staðsett við ströndina þar sem áform eru um að reisa brú yfir Fossvog. „Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir sem voru í fréttum í gærkvöldi eru innan flugvallargirðingar og verða aldrei án samþykkis Isavia,“ skrifar Sigurður Ingi á Facebook-síðu sína. Jafnframt segir hann engin „sómakær sveitarfélög“ taka eignir af íbúum sínum bótalaust, og þá sérstaklega ekki þeim íbúum sem hafi þjónað sjúkraflugi og líffæraflutningum í áratugi. „Þannig hagar sér enginn.“ Hörður Guðmundsson forstjóri Ernis segir tilkynningu Reykjavíkurborgar mikið áfall. Ekki liggi fyrir hvenær framkvæmdirnar hefjist og sagði hann upphafleg áform hafa bent til þess að vegurinn yrði fyrir neðan skýlið. „Við vitum ekki hvort það verður á morgun, í næstu viku, eftir mánuð eða ár. En það er boðað að leggja veg í gegnum þetta skýli.“ Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Reykjavík Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Forsendubrestur af hálfu Reykjavíkur í flugvallarmálinu Eftirfarandi erindi sá ég mig knúna til að senda á stjórn samgöngunefndar Alþingis. Þar með upplýsi ég að undirskriftir borgarstjóra eru ekki pappírsins virði. 1. maí 2020 06:00 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45
Forsendubrestur af hálfu Reykjavíkur í flugvallarmálinu Eftirfarandi erindi sá ég mig knúna til að senda á stjórn samgöngunefndar Alþingis. Þar með upplýsi ég að undirskriftir borgarstjóra eru ekki pappírsins virði. 1. maí 2020 06:00