Tripical-deilan komin á borð lögmanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2020 21:00 Elísabet Agnarsdóttir er eigandi Tripical. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical er ósammála um að henni beri skylda að endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri útskriftarferð þeirra. Málið er komið í hendur lögmanna og foreldri skoðar að höfða dómsmál. Í gær sendi Tripical póst á útskriftarnema við MA þar sem fram kom að þeir hefðu sólarhring til að ákveða hvort þeir væru reiðubúnir til að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins. Í nóvember bókuðu og greiddu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní í gegnum Tripical. Greiddi hver og einn nemandi 200 þúsund krónur fyrir. Davíð Rúnar Gunnarsson er foreldri nemanda í Menntaskólanum á AkureyriSKJÁSKOT ÚR FRÉTT „Þarna erum við að tala um krakka sem eru jafnvel búnir að spara fram og til baka í allan vetur. Eru í aukavinnu og öðru. Þegar heimsfaraldurinn stóð sem hæst þá sá maður að ekki yrði farið í þessa ferð,“ sagði Davíð Rúnar Gunnarsson, foreldri nemanda Menntaskólans á Akureyri. Í pósti sem Tripical sendi útskriftarnemum í dag kemur fram að ferðaskrifstofunni sé mögulegt að efna samninginn með brottför á morgun sé það vilji hópsins. Póstur sem Tripical sendi á nemendur Menntaskólans á Akureyri í dag.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Eigandi Tripical segir ljóst eftir daginn að það sé ekki vilji hópsins að fara í ferðina. Því bjóði Tripical upp á aðra kosti, m.a. inneign. „Á meðan við getum efnt okkar samninga þá getum við ekki og erum við ekki að fara að endurgreiða,“ sagði Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical. Þau telja að það sé skýlaus réttur til endurgreiðslu, ert þú ósammála því? „Við erum ósammála því. Okkar lögmenn eru ósammála því. Á meðan við getum efnt ferðina,“ sagði Elísabet. Elísabet segir að MA sé ekki eini skólinn sem á bókaða útskriftarferð í gegnum ferðaskrifstofuna. Gæti þurfi hagsmuna allra. Ef endurgreiða ætti öllum nemendum færi ferðaskrifstofan í þrot. „Það eru tveir ef ekki þrír lögfræingar sem eru búnir að hafa samband við okkur og vilja taka málið að sér,“ sagði Davíð. Þú segist klár í slaginn. Kemur til greina að höfða dómmál? „Að sjálfsögðu,“ sagði Davíð. Hilmar Garðar Þorsteinsson, lögmaður á Málsvara Lögmannsstofu hefur tekið að sér að endurheimta greiðslur fyrir hönd systkina í skólanum. Hefur hann sent út stefnuviðvörun. Ef ekki verður endurgreitt verður málinu stefnt fyrir dóm. „Við þurfum bara að taka því. Ég skil þessa foreldra vel. Dómstólar eða lögmenn verða bara að finna út úr því,“ sagði Elísabet. Akureyri Ferðamennska á Íslandi Neytendur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5. júní 2020 12:04 Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical er ósammála um að henni beri skylda að endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri útskriftarferð þeirra. Málið er komið í hendur lögmanna og foreldri skoðar að höfða dómsmál. Í gær sendi Tripical póst á útskriftarnema við MA þar sem fram kom að þeir hefðu sólarhring til að ákveða hvort þeir væru reiðubúnir til að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins. Í nóvember bókuðu og greiddu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní í gegnum Tripical. Greiddi hver og einn nemandi 200 þúsund krónur fyrir. Davíð Rúnar Gunnarsson er foreldri nemanda í Menntaskólanum á AkureyriSKJÁSKOT ÚR FRÉTT „Þarna erum við að tala um krakka sem eru jafnvel búnir að spara fram og til baka í allan vetur. Eru í aukavinnu og öðru. Þegar heimsfaraldurinn stóð sem hæst þá sá maður að ekki yrði farið í þessa ferð,“ sagði Davíð Rúnar Gunnarsson, foreldri nemanda Menntaskólans á Akureyri. Í pósti sem Tripical sendi útskriftarnemum í dag kemur fram að ferðaskrifstofunni sé mögulegt að efna samninginn með brottför á morgun sé það vilji hópsins. Póstur sem Tripical sendi á nemendur Menntaskólans á Akureyri í dag.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Eigandi Tripical segir ljóst eftir daginn að það sé ekki vilji hópsins að fara í ferðina. Því bjóði Tripical upp á aðra kosti, m.a. inneign. „Á meðan við getum efnt okkar samninga þá getum við ekki og erum við ekki að fara að endurgreiða,“ sagði Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical. Þau telja að það sé skýlaus réttur til endurgreiðslu, ert þú ósammála því? „Við erum ósammála því. Okkar lögmenn eru ósammála því. Á meðan við getum efnt ferðina,“ sagði Elísabet. Elísabet segir að MA sé ekki eini skólinn sem á bókaða útskriftarferð í gegnum ferðaskrifstofuna. Gæti þurfi hagsmuna allra. Ef endurgreiða ætti öllum nemendum færi ferðaskrifstofan í þrot. „Það eru tveir ef ekki þrír lögfræingar sem eru búnir að hafa samband við okkur og vilja taka málið að sér,“ sagði Davíð. Þú segist klár í slaginn. Kemur til greina að höfða dómmál? „Að sjálfsögðu,“ sagði Davíð. Hilmar Garðar Þorsteinsson, lögmaður á Málsvara Lögmannsstofu hefur tekið að sér að endurheimta greiðslur fyrir hönd systkina í skólanum. Hefur hann sent út stefnuviðvörun. Ef ekki verður endurgreitt verður málinu stefnt fyrir dóm. „Við þurfum bara að taka því. Ég skil þessa foreldra vel. Dómstólar eða lögmenn verða bara að finna út úr því,“ sagði Elísabet.
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Neytendur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5. júní 2020 12:04 Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5. júní 2020 12:04
Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18