Elías fær mikið lof: „Getur allt og verður söluvara fyrir Midtjylland“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2020 13:00 Elías Rafn fagnar sigri með U19 liði Midtjylland á síðustu leiktíð. vísir/getty Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn, Elías Rafn Ólafsson, fær mikið lof í grein Ekstra Bladet en í þeirri grein er fjallað um þá leikmenn sem hafa skarað fram úr í 2. deildinni í Danmörku. Elías er á láni hjá Århus Fremad frá Midtjylland en hann hefur staðið sig vel í marki Árósar-liðsins sem er í toppsæti í öðrum riðlinum í 2. deildinni. Hún er þó enn í pásu vegna kórónuveirunnar og óvíst er hvenær hún fer aftur af stað. Þjálfarar liða í deildinni voru beðnir um að nefna þá leikmenn sem hafa verið bestir á leiktíðinni og í það minnsta tveir þjálfarar fóru fögrum orðum um markvörðinn hávaxna en hann er 201 sentímetrar að hæð. „Hann er mjög góður. Mikið efni. Hann er góður í teignum og það geislar af honum. Hann tekur allt það sem hann á að taka og aðeins meira en það. Það er sjaldan sem maður sér markvörð gera það þegar hann er ekki eldri en þetta,“ sagði Tom Sojberg, þjálfari Brabrand. Vi er helt enige og vi glæder os til at se Elias holde 6 nye clean sheets resten af sæsonen Læs her lidt talenterne i @EkstraBladet Sport 2. division #dsng #forzafremad #6k6phttps://t.co/EM7ZM3oJr8— Aarhus Fremad (@Aarhus_Fremad) June 6, 2020 „Hann er hávaxinn markvörður en hagar sér ekki þannig. Hann hefur mikinn sprengikraft og hann er eitt mesta efnið,“ bætti Tom við. Bo Zinck, þjálfari Jammerbrugt, tekur í sama streng. „Hann er góður. Hann er besti markvörðurinn í 2. deildinni. Hann getur allt: Spilað með fótunum, rólegur og með góð viðbrögð. Hann hefur allt til þess að spila í úrvalsdeildinni og meira til. Hans pakki dugar í það minnsta að spila í úrvalsdeildinni,“ sagði Bo. „Hann verður stærri og sterkari á hverri einustu æfingu. Hann verður skrímsli í Superligunni ef þeir fá hann þangað inn. Hann verður efni til þess að selja fyrir Midtjylland.“ Danski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn, Elías Rafn Ólafsson, fær mikið lof í grein Ekstra Bladet en í þeirri grein er fjallað um þá leikmenn sem hafa skarað fram úr í 2. deildinni í Danmörku. Elías er á láni hjá Århus Fremad frá Midtjylland en hann hefur staðið sig vel í marki Árósar-liðsins sem er í toppsæti í öðrum riðlinum í 2. deildinni. Hún er þó enn í pásu vegna kórónuveirunnar og óvíst er hvenær hún fer aftur af stað. Þjálfarar liða í deildinni voru beðnir um að nefna þá leikmenn sem hafa verið bestir á leiktíðinni og í það minnsta tveir þjálfarar fóru fögrum orðum um markvörðinn hávaxna en hann er 201 sentímetrar að hæð. „Hann er mjög góður. Mikið efni. Hann er góður í teignum og það geislar af honum. Hann tekur allt það sem hann á að taka og aðeins meira en það. Það er sjaldan sem maður sér markvörð gera það þegar hann er ekki eldri en þetta,“ sagði Tom Sojberg, þjálfari Brabrand. Vi er helt enige og vi glæder os til at se Elias holde 6 nye clean sheets resten af sæsonen Læs her lidt talenterne i @EkstraBladet Sport 2. division #dsng #forzafremad #6k6phttps://t.co/EM7ZM3oJr8— Aarhus Fremad (@Aarhus_Fremad) June 6, 2020 „Hann er hávaxinn markvörður en hagar sér ekki þannig. Hann hefur mikinn sprengikraft og hann er eitt mesta efnið,“ bætti Tom við. Bo Zinck, þjálfari Jammerbrugt, tekur í sama streng. „Hann er góður. Hann er besti markvörðurinn í 2. deildinni. Hann getur allt: Spilað með fótunum, rólegur og með góð viðbrögð. Hann hefur allt til þess að spila í úrvalsdeildinni og meira til. Hans pakki dugar í það minnsta að spila í úrvalsdeildinni,“ sagði Bo. „Hann verður stærri og sterkari á hverri einustu æfingu. Hann verður skrímsli í Superligunni ef þeir fá hann þangað inn. Hann verður efni til þess að selja fyrir Midtjylland.“
Danski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira