„Hver á alla þessa Salem pakka af sígarettum?“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júní 2020 20:30 Konurnar í Kvenfélaginu Einingu í Holtum hafa gengið um 75 kílómetra og týnt allt rusl, sem þær hafa séð við vegina í sveitinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kvenfélagskonur í kvenfélaginu Einingu í Holtum í Rangárvallasýslu hafa sýnt mikinn dugnað síðustu fimm vikur því þær hafa hist einn dag í viku og tínt rusl meðfram vegum í sveitinni, alls um 75 kílómetra leið. Áður en ruslatínslan hefst hafa konurnar alltaf hist á fyrir fram ákveðnum stað þar sem þær fara í vestin sín og ruslapokum er útdeilt til þeirra. Síðasti rusladagurinn var á fimmtudaginn en þá hittust þær við sjoppuna hjá Vegamótum við Suðurlandsveg. Konurnar hafa fundið margt forvitnilegt. „Þetta eru allskonar brúsar, bensínbrúsar, hjólkoppar og alveg fullnýttir bensínbrúsar. Við höfum fundið líka mikið af batteríum og netum af heyrúllum hjá bændum, það er algjör óþverri“, segir Klara Sæland, yfirruslamálaráðherra félagsins. Konurnar segjast líka hafa fundið mikið af brotnum vegastikum, púströrum og marga Salem pakka af sígarettum. „Við erum rosalega forvitnar hver á þá, já, það eru kannski komnir sex til sjö salempakkar“, skýtur ein kvenfélagskonan inn í. Það er engin að reykja Winston lengur, við höfum líka fundið einn og einn Camel-pakka.“ Konurnar sem hafa mætt alla síðustu fimm fimmtudaga til að týna rusl á vegum félagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En af hverju eru konurnar að tína allt þetta rusl? „Þetta er bæði áhugamál hjá mér og fleirum. Við byrjuðum í fyrra, það var svo gaman að við ákváðum að gera þetta aftur. Hreyfing, samvera og vinátta skiptir líka máli, það er númer eitt“, segir Klara. Þórdís Ingólfsdóttir, formaður félagsins segir konurnar líka fá mikla hreyfingu út úr ruslatínslunni, sem sé mikill bónus. „Já, þú þarft að fara ofan í skurði, hoppa út úr bíl, upp í bíl, tína rusl, halda á pokum. Við vorum að reikna lauslega kílómetrana hérna í Holtahreppi, þetta eru um 75 kílómetrar, sem við erum búnar að ganga meðfram vegum, við erum mjög ánægðar með okkur enda erum við eitt af flottustu kvenfélögum landsins,“ segir Þórdís og hlær. Umhverfismál Rangárþing ytra Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Kvenfélagskonur í kvenfélaginu Einingu í Holtum í Rangárvallasýslu hafa sýnt mikinn dugnað síðustu fimm vikur því þær hafa hist einn dag í viku og tínt rusl meðfram vegum í sveitinni, alls um 75 kílómetra leið. Áður en ruslatínslan hefst hafa konurnar alltaf hist á fyrir fram ákveðnum stað þar sem þær fara í vestin sín og ruslapokum er útdeilt til þeirra. Síðasti rusladagurinn var á fimmtudaginn en þá hittust þær við sjoppuna hjá Vegamótum við Suðurlandsveg. Konurnar hafa fundið margt forvitnilegt. „Þetta eru allskonar brúsar, bensínbrúsar, hjólkoppar og alveg fullnýttir bensínbrúsar. Við höfum fundið líka mikið af batteríum og netum af heyrúllum hjá bændum, það er algjör óþverri“, segir Klara Sæland, yfirruslamálaráðherra félagsins. Konurnar segjast líka hafa fundið mikið af brotnum vegastikum, púströrum og marga Salem pakka af sígarettum. „Við erum rosalega forvitnar hver á þá, já, það eru kannski komnir sex til sjö salempakkar“, skýtur ein kvenfélagskonan inn í. Það er engin að reykja Winston lengur, við höfum líka fundið einn og einn Camel-pakka.“ Konurnar sem hafa mætt alla síðustu fimm fimmtudaga til að týna rusl á vegum félagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En af hverju eru konurnar að tína allt þetta rusl? „Þetta er bæði áhugamál hjá mér og fleirum. Við byrjuðum í fyrra, það var svo gaman að við ákváðum að gera þetta aftur. Hreyfing, samvera og vinátta skiptir líka máli, það er númer eitt“, segir Klara. Þórdís Ingólfsdóttir, formaður félagsins segir konurnar líka fá mikla hreyfingu út úr ruslatínslunni, sem sé mikill bónus. „Já, þú þarft að fara ofan í skurði, hoppa út úr bíl, upp í bíl, tína rusl, halda á pokum. Við vorum að reikna lauslega kílómetrana hérna í Holtahreppi, þetta eru um 75 kílómetrar, sem við erum búnar að ganga meðfram vegum, við erum mjög ánægðar með okkur enda erum við eitt af flottustu kvenfélögum landsins,“ segir Þórdís og hlær.
Umhverfismál Rangárþing ytra Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira