Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Fallbaráttan (8. til 10. sæti) Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2020 14:00 Þróttur vann B-deildina í fyrra og tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni. Þetta verður samt erfitt sumar fyrir nýliðana úr Laugardalnum. Á þessari mynda af Instagram síðu kvennaliðs Þróttar fagnar liðið sæti í Pepsi Max deildinni í fyrrahaust. Mynd/Instagram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Vals og KR föstudagskvöldið 12. júní. Fyrst skoðum við þrjú neðstu liðin í spá okkar en það eru liðin sem við teljum að séu að berjast fyrir því að spila áfram í Pepsi Max deild kvenna 2021. Nýliðarnir verða báðir í fallbaráttunni í sumar en þetta lítur samt mun betur út fyrir annað liðið. Með þeim í baráttunni um áframhaldandi sæti í deildinni á næsta ári verður lið sem svo gott sem skipti út öllum sínum lykilleikmönnum í vetur. FH-liðið hefur bætt mun meira við sig en lið Þróttara sem ætlar að treysta að mestu á stelpurnar sem komu liðinu upp. Eyjamenn hafa aftur á móti skipt algjörlega út liðinu sem skilaði félaginu bikarmeistaratitli haustið 2017. View this post on Instagram Sjáumst í pepsi max 2020 A post shared by Mfl Kvk Þróttur (@mflkvkthrottur) on Sep 22, 2019 at 2:16pm PDT Þróttur í 10. sæti: Erfitt sumar fyrir nýliðana Þróttur vann 1. deildina með glæsibrag í fyrra en það er mikill munur á deildunum tveimur og Þróttur hefur alls ekki bætt nægilega mikilli reynslu við sitt reynslulitla lið. Þróttur er aftur komið upp í deild þeirra bestu eftir fimm ára fjarveru en liðið átti frábært sumar 2019 þar sem liðið náði í 45 stig og skoraði 74 mörk í 18 leikjum. Þar munaði miklu um samvinnu þeirra Lauren Wade og Lindu Lífar Boama í framlínunni sem brutu báðar tuttugu marka múrinn og voru saman með 42 mörk í deildinni. Það hefði verið spennandi að sjá samvinnu þeirra í sumar en Lauren Wade fór til skoska liðsins Glasgow City í vetur og spilar ekki í Þróttarabúningnum í sumar. Þróttur hefur endað í tíunda og síðasta sæti á síðustu þremur tímabilum sínum í efstu deild (2011, 2013 og 2015) og á enn eftir að ná því að halda sæti sínu í deildinni. Þróttur hefur ekki bætt við mikilli reynslu við hópinn og ætlar áfram að veðja að mestu á liðið sem kom félaginu aftur upp meðal þeirra bestu. Það kemur samt reynsla með Eddu Garðarsdóttur sem réði sem aðstoðarþjálfara hjá Þróttaraliðinu en Nik Anthony Chamberlain verður áfram aðalþjálfari. Það er stórt skref að stíga upp í Pepsi Max deildina og við sjáum ekkert í spilunum hjá Þrótti að þær hafi burði til að halda sér uppi. Þær geta vissulega bitið frá sér en stigasöfnunin verður ekki nóg til að tryggja Pepsi Max deildina að ári. Þróttur í Reykjavík Ár í deildinni: Nýliði Besti árangur: 5. til 6. sæti (Síðast 1975) Best í bikar: Fjórum sinnum í 8 liða úrslit (Síðast 2014) Sæti í fyrra: Vann B-deildina Þjálfari: Nik Anthony Chamberlain (5. tímabil) Síðasta tímabil Þróttarakonur ættu að koma upp með bullandi sjálfstraust eftir magnað tímabil í Inkasso-deildinni í fyrra. Þróttur byrjaði deildina á 10-0 sigri í fyrsta leik og vann síðan 15 af 18 leikjum sínum. Á endanum varð Þróttur sex stigum á undan FH-liðinu sem fleiri höfðu spáð sigri í deildinni. Þróttarakonur voru sannfærandi sigurvegarar í deildinni en mældu sig aldrei á móti Pepsi Max liði í bikarnum því þær duttu út á móti b-deildarliði ÍA í sextán liða úrslitum Mjólkursbikarsins. Markahæstar hjá liðinu í Inkasso deildinni 2019: Linda Líf Boama 22 Lauren Wade 20 Margrét Sveinsdóttir 11 Olivia Marie Bergau 6 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir 4 Liðið og leikmenn Þróttur hefur ekki verið í hópi þeirra bestu í fimm ár. Þróttur þurfti því nauðsynlega á miklum liðstyrk að halda í vetur. Liðið hefur fengið til sín tvo bandaríska leikmenn sem verða í risahlutverkum og þá eru örugglega miklar væntingar gerðar til nítján ára miðjumanns frá Ástraíu. Laura Hughes hélt samt um tíma að hún væri strand hinum megin á hnettinum vegna COVID-19. Missirinn í Lauren Wade er samt mikill og alltof margir leikmenn liðsins eiga eftir að sanna sig í deildinni. Ein af þeim er unglingalandsliðskonan Ólöf Sigríður Kristinsdóttir frá Val en Þróttarar fá þennan efnilega framherja að láni frá Hlíðarenda. Lykilmenn Linda Líf Boama, 18 ára framherji Stephanie Riberio, 25 ára framherji Mary Alice Vignola, 22 ára varnarmaður Gæti sprungið út Álfhildur Rósa Kjartansdóttir er yngsti fyrirliði Pepsi Max deildarinnar en hún heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr en í desember. Álfhildur Rósa fær mikla ábyrgð inn á miðju Þróttaraliðsins í sumar en hún er ein af þeim sem léku með liðinu þegar Þróttur var síðast í úrvalsdeildinni fyrir fimm árum. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Kristín Ýr Bjarnadóttir fer yfir möguleika Þróttar í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. View this post on Instagram Undirskriftir 2020! #nýjirvestmannaeyingar #stelpurnarokkar #íbvstelpur A post shared by IBV stelpur (@ibvstelpur) on Apr 7, 2020 at 3:49pm PDT ÍBV í 9. sæti: Flótti frá Eyjum og gerbreytt lið Ef eitthvað lið er algjör spurningarmerki í sumar þá er það lið ÍBV úr Eyjum. Knattspyrnuhléið vegna kórónuveirunnar og mikill flótti úr ÍBV-liðinu þýðir að gerbreytt ÍBV-lið mætir til leiks og lið sem fáir hafa séð mikið af. ÍBV hefur misst íslenska kjarnann sinn því Sigríður Lára Garðarsdóttir, Clara Sigurðardóttir, Kristín Erna Sigurlásdóttir og Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir voru allar í stórum hlutverkum en eru farnar í önnur lið í deildinni. Þrír sterkir erlendir leikmenn eru heldur ekki lengur með liðinu. Varnarmaðurinn Caroline Van Slambrouck og miðjumaðurinn Emma Kelly sömdu ekki aftur og þá yfirgaf Cloé Lacasse ÍBV í lok júlí. Cloé Lacasse skoraði 11 af 21 marki ÍBV í fyrstu tólf leikjunum og ÍBV bætti aðeins við átta mörkum í sex leikum eftir að hún fór þar af þrjú á heimavelli á móti lélegasta liði deildarinnar. Erlendir leikmenn verða í meirihluta í Eyjaliðinu í sumar og ekki ólíklegt að sjö byrji leikina. Hvernig þær passa inn í menningu Eyjanna og leikstíl deildarinnar mun ráða miklum um örlög liðsins. Það er ekkert eftir að Eyjaliðinu sem vann bikarmeistaratitilinn sumarið 2017 og miðað við hrunið í fyrra gæti þetta sumar orðið varhugavert í Vestmannaeyjum. Við spáum því að hlutskipti Eyjakvenna verði það sama og hjá körlunum í fyrra eða fall í B-deild. ÍBV í Vestmannaeyjum Ár í deildinni: Tíu tímabil í röð í efstu deild (2011-) Besti árangur: 2. sæti þrisvar sinnum (Síðast 2012) Tveir bikarmeistaratitlar (Síðast 2017) og 4 bikarúrslitaleikir Sæti í fyrra: 8. sæti í Pepsi Max deildinni Þjálfari: Andri Ólafsson (1. tímabil) Síðasta tímabil ÍBV var aðeins fimm stigum frá falli úr deildinni i fyrra og því mátti ekki miklu muna. Liðið lækkaði sig um þrjú sæti frá tímabilinu á undan eftir að hafa verið fastagestur í fimmta sætinu í mörg ár. ÍBV tapaði aðeins einum leik minna en fallið Keflavíkur en það munaði öllu að Eyjastelpur unnu báða innbyrðis leiki liðanna, 2-0 í Keflavík og 3-2 í Eyjum. Það voru þessi sex stig sem réðu því umfram öll önnur að Eyjakonur spiluðu áfram í deild þeirra bestu. Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Cloé Lacasse 11 Brenna Lovera 6 Clara Sigurðardóttir 3 Emma Rose Kelly 3 Sigríður Lára Garðarsdóttir 3 Liðið og leikmenn Þegar þú missir jafnmikið af kjarnaleikmönnum og ÍBV í vetur þá er nauðsynlegt að safna liði. Eyjamenn hafa safnað til síns mörgum erlendum leikmönnum í vetur þar af þremur landsliðskonum frá Lettlandi sem byrjuðu allar inn á vellinum þegar Ísland vann 6-0 sigur á Lettlandi síðasta haust. Ein af þeim er hin tvítuga Karlina Miksone sem er mjög efnilegur miðjumaður. Að auki kemur til liðsins Tyrkinn Fatma Kara frá HK/Víkingi sem spilaði í Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð og þá er ÍBV-liðið að fá til síns bandarískan varnarmann þýskan miðjumann og franskan framherja. Fatma Kara fær mikla ábyrgð því hún hefur strax verið gerð að fyrirliða Eyjaliðsins. Nú síðast bættist bandaríski framherjinn Miyah Watford í hópinn og erlendir leikmenn ÍBV liðsins eru því orðnir átta talsins. ÍBV þarf að vera mjög heppið með þessa erlendu leikmenn ef liðið ætlar eitthvað að bíta frá sér í sumar. Það reynir mjög mikið á nýjan þjálfara að setja saman nýtt lið. Andri Ólafsson er ekki öfundsverður af því verkefni. Lykilmenn Grace Hancock, 23 ára varnarmaður Fatma Kara, 28 ára miðjumaður Karlina Miksone, 20 ára miðjumaður Gæti sprungið út Markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving kemur úr Val á láni. Hún er aðeins sautján ára gömul og hefur verið varamarkvörður Vals undanfarin þrjú ár. Auður hefur aftur á móti talsverða reynslu úr yngri landsliðum og á alls 21 leik fyrir íslensku yngri landsliðin þar af tíu þeirra fyrir 19 ára landsliðið. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Kristín Ýr Bjarnadóttir fer yfir möguleika ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. View this post on Instagram Sigríður Lára Garðarsdóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við FH. Sísí, eins og hún er jafnan kölluð, er Eyjakona og kemur til liðs við FH frá ÍBV þar sem hún hefur spilað allan sinn feril á Íslandi. Að auki hefur hún spilað eitt tímabil í efstu deild í Noregi. Hún er mjög reynslumikill leikmaður og hefur spilað tæplega 150 leiki í efstu deild í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 22 mörk. Alls hefur hún spilað 183 leiki í meistaraflokki og skorað 32 mörk. Það er ljóst að það er mikill liðsstyrkur fyrir FH að fá Sigríði Láru til liðs við félagið enda á hún að baki 18 leiki með A landsliðinu auk fjölda leikja fyrir yngri landsliðin. Því er það okkur FH-ingum mikið gleðiefni að Sísí hafi ákveðið að ganga til liðs við félagið og taka þátt í baráttunni með okkur í Pepsí Max deildinni næsta sumar. Velkomin í FH Sísí. #ViðerumFH A post shared by FH-ingar (@fhingar) on Oct 29, 2019 at 11:03am PDT FH í 8. sæti: Hafnfirðingar hafa sótt sér reynslukonur á miðjuna FH-liðið kláraði verkefnið í fyrra og komst upp en vann þó ekki B-deildina eins og flestir bjuggust við. FH-liðið átti slaka leiki inn á milli og hefur ekki efni á því í deild þeirra bestu. FH safnaði til sín uppöldum FH-stelpum fyrir tímabilið í fyrra og það gekk upp því liðið endurheimti úrvalsdeildarsætið. Nú var farin aðeins önnur leið. FH hefur styrkt liðið talsvert í vetur og sótt sér reynslubolta úr efstu deild. Mestu munur um þær Sigríði Láru Garðarsdóttur úr ÍBV og Andrea Mist Pálsdóttir úr Þór/KA sem hafa ekki aðeins reynslu úr úrvalsdeildinni heldur hafa einnig reynt fyrir sér erlendis. Ólíkt Þrótti þá var FH-liðið ekki með leikmenn sem börðust um markakóngstitilinn og sú markahæsta í Kaplakrika var hin sextán ára gamla Birta Georgsdóttir með 11 mörk. Þróttur átti aftur á móti tvo tuttugu marka leikmenn. FH í Hafnarfirði Ár í deildinni: Nýliði Besti árangur: 4 sinnum Íslandsmeistari (Síðast 1976) Best í bikar: Undanúrslit 2001 Sæti í fyrra: 2. sæti í B-deildinni Þjálfari: Guðni Eiríksson (2. tímabil) Síðasta tímabil FH-konur komu strax aftur upp í deild þeirra bestu en liðið var í mikli basli undir lok móts. FH-liðinu tókst loksins að tryggja sig upp í Pepsi Max deildina með 1-0 útisigri á Aftureldingu í lokaumferðinni. Margrét Sif Magnúsdóttir skoraði sigurmarkið fjórtán mínútum fyrir leikslok. FH-liðið hafði aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum fyrir lokaumferðina. FH var með tíu stiga forskot á þriðja sætið eftir fjórtán umferðir en fyrir lokaleikinn munaði aðeins tveimur stigum á Hafnarfjarðarliðinu og Tindastól. Markahæstar hjá liðinu í Inkasso deildinni 2019: Birta Georgsdóttir 11 Helena Ósk Hálfdánardóttir 8 Margrét Sif Magnúsdóttir 6 Nótt Jónsdóttir 6 Selma Dögg Björgvinsdóttir 4 Liðið og leikmenn FH fær mikla innspýtingu inn á miðjuna í þeim Sigríði Láru Garðarsdóttur og Andreu Mist Pálsdóttur sem hafa mikla reynslu og hafa báðar verið í kringum íslenska landsliðið. Þessi viðbót gefur liðinu tækifæri á að taka næsta skref og reyna að festa sig í sessi í efstu deild. Hrafnhildur Hauksdóttir er síðan þriðji leikmaðurinn með talsverða reynslu úr Pepsi Max deildinni. Koma markvarðarins efnilegu Telmu Ívarsdóttir gæti einnig hjálpað liðinu mikið. Lykilmenn Sigríður Lára Garðarsdóttir, 26 ára miðjumaður Andrea Mist Pálsdóttir, 22 ára miðjumaður Telma Ívarsdóttir, 21 árs markmaður Gæti sprungið út Framherjinn Birta Georgsdóttir spilaði stórt hlutverk í að koma FH-liðinu aftur í hóp þeirra bestu með því að skora 11 mörk í 16 leikjum í B-deildinni í fyrra. Birta er enn bara átján ára gömul og fær nú tækifæri til að sanna sig sem markaskorari í Pepsi Max deildinni. FH gæti þurft á mörkum hennar að halda og með meiri reynslubolta inn á miðjunni gæti það skilað Birtu fleiri góðum boltum í framlínunni. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir fer yfir möguleika FH í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík ÍBV FH Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Vals og KR föstudagskvöldið 12. júní. Fyrst skoðum við þrjú neðstu liðin í spá okkar en það eru liðin sem við teljum að séu að berjast fyrir því að spila áfram í Pepsi Max deild kvenna 2021. Nýliðarnir verða báðir í fallbaráttunni í sumar en þetta lítur samt mun betur út fyrir annað liðið. Með þeim í baráttunni um áframhaldandi sæti í deildinni á næsta ári verður lið sem svo gott sem skipti út öllum sínum lykilleikmönnum í vetur. FH-liðið hefur bætt mun meira við sig en lið Þróttara sem ætlar að treysta að mestu á stelpurnar sem komu liðinu upp. Eyjamenn hafa aftur á móti skipt algjörlega út liðinu sem skilaði félaginu bikarmeistaratitli haustið 2017. View this post on Instagram Sjáumst í pepsi max 2020 A post shared by Mfl Kvk Þróttur (@mflkvkthrottur) on Sep 22, 2019 at 2:16pm PDT Þróttur í 10. sæti: Erfitt sumar fyrir nýliðana Þróttur vann 1. deildina með glæsibrag í fyrra en það er mikill munur á deildunum tveimur og Þróttur hefur alls ekki bætt nægilega mikilli reynslu við sitt reynslulitla lið. Þróttur er aftur komið upp í deild þeirra bestu eftir fimm ára fjarveru en liðið átti frábært sumar 2019 þar sem liðið náði í 45 stig og skoraði 74 mörk í 18 leikjum. Þar munaði miklu um samvinnu þeirra Lauren Wade og Lindu Lífar Boama í framlínunni sem brutu báðar tuttugu marka múrinn og voru saman með 42 mörk í deildinni. Það hefði verið spennandi að sjá samvinnu þeirra í sumar en Lauren Wade fór til skoska liðsins Glasgow City í vetur og spilar ekki í Þróttarabúningnum í sumar. Þróttur hefur endað í tíunda og síðasta sæti á síðustu þremur tímabilum sínum í efstu deild (2011, 2013 og 2015) og á enn eftir að ná því að halda sæti sínu í deildinni. Þróttur hefur ekki bætt við mikilli reynslu við hópinn og ætlar áfram að veðja að mestu á liðið sem kom félaginu aftur upp meðal þeirra bestu. Það kemur samt reynsla með Eddu Garðarsdóttur sem réði sem aðstoðarþjálfara hjá Þróttaraliðinu en Nik Anthony Chamberlain verður áfram aðalþjálfari. Það er stórt skref að stíga upp í Pepsi Max deildina og við sjáum ekkert í spilunum hjá Þrótti að þær hafi burði til að halda sér uppi. Þær geta vissulega bitið frá sér en stigasöfnunin verður ekki nóg til að tryggja Pepsi Max deildina að ári. Þróttur í Reykjavík Ár í deildinni: Nýliði Besti árangur: 5. til 6. sæti (Síðast 1975) Best í bikar: Fjórum sinnum í 8 liða úrslit (Síðast 2014) Sæti í fyrra: Vann B-deildina Þjálfari: Nik Anthony Chamberlain (5. tímabil) Síðasta tímabil Þróttarakonur ættu að koma upp með bullandi sjálfstraust eftir magnað tímabil í Inkasso-deildinni í fyrra. Þróttur byrjaði deildina á 10-0 sigri í fyrsta leik og vann síðan 15 af 18 leikjum sínum. Á endanum varð Þróttur sex stigum á undan FH-liðinu sem fleiri höfðu spáð sigri í deildinni. Þróttarakonur voru sannfærandi sigurvegarar í deildinni en mældu sig aldrei á móti Pepsi Max liði í bikarnum því þær duttu út á móti b-deildarliði ÍA í sextán liða úrslitum Mjólkursbikarsins. Markahæstar hjá liðinu í Inkasso deildinni 2019: Linda Líf Boama 22 Lauren Wade 20 Margrét Sveinsdóttir 11 Olivia Marie Bergau 6 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir 4 Liðið og leikmenn Þróttur hefur ekki verið í hópi þeirra bestu í fimm ár. Þróttur þurfti því nauðsynlega á miklum liðstyrk að halda í vetur. Liðið hefur fengið til sín tvo bandaríska leikmenn sem verða í risahlutverkum og þá eru örugglega miklar væntingar gerðar til nítján ára miðjumanns frá Ástraíu. Laura Hughes hélt samt um tíma að hún væri strand hinum megin á hnettinum vegna COVID-19. Missirinn í Lauren Wade er samt mikill og alltof margir leikmenn liðsins eiga eftir að sanna sig í deildinni. Ein af þeim er unglingalandsliðskonan Ólöf Sigríður Kristinsdóttir frá Val en Þróttarar fá þennan efnilega framherja að láni frá Hlíðarenda. Lykilmenn Linda Líf Boama, 18 ára framherji Stephanie Riberio, 25 ára framherji Mary Alice Vignola, 22 ára varnarmaður Gæti sprungið út Álfhildur Rósa Kjartansdóttir er yngsti fyrirliði Pepsi Max deildarinnar en hún heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr en í desember. Álfhildur Rósa fær mikla ábyrgð inn á miðju Þróttaraliðsins í sumar en hún er ein af þeim sem léku með liðinu þegar Þróttur var síðast í úrvalsdeildinni fyrir fimm árum. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Kristín Ýr Bjarnadóttir fer yfir möguleika Þróttar í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. View this post on Instagram Undirskriftir 2020! #nýjirvestmannaeyingar #stelpurnarokkar #íbvstelpur A post shared by IBV stelpur (@ibvstelpur) on Apr 7, 2020 at 3:49pm PDT ÍBV í 9. sæti: Flótti frá Eyjum og gerbreytt lið Ef eitthvað lið er algjör spurningarmerki í sumar þá er það lið ÍBV úr Eyjum. Knattspyrnuhléið vegna kórónuveirunnar og mikill flótti úr ÍBV-liðinu þýðir að gerbreytt ÍBV-lið mætir til leiks og lið sem fáir hafa séð mikið af. ÍBV hefur misst íslenska kjarnann sinn því Sigríður Lára Garðarsdóttir, Clara Sigurðardóttir, Kristín Erna Sigurlásdóttir og Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir voru allar í stórum hlutverkum en eru farnar í önnur lið í deildinni. Þrír sterkir erlendir leikmenn eru heldur ekki lengur með liðinu. Varnarmaðurinn Caroline Van Slambrouck og miðjumaðurinn Emma Kelly sömdu ekki aftur og þá yfirgaf Cloé Lacasse ÍBV í lok júlí. Cloé Lacasse skoraði 11 af 21 marki ÍBV í fyrstu tólf leikjunum og ÍBV bætti aðeins við átta mörkum í sex leikum eftir að hún fór þar af þrjú á heimavelli á móti lélegasta liði deildarinnar. Erlendir leikmenn verða í meirihluta í Eyjaliðinu í sumar og ekki ólíklegt að sjö byrji leikina. Hvernig þær passa inn í menningu Eyjanna og leikstíl deildarinnar mun ráða miklum um örlög liðsins. Það er ekkert eftir að Eyjaliðinu sem vann bikarmeistaratitilinn sumarið 2017 og miðað við hrunið í fyrra gæti þetta sumar orðið varhugavert í Vestmannaeyjum. Við spáum því að hlutskipti Eyjakvenna verði það sama og hjá körlunum í fyrra eða fall í B-deild. ÍBV í Vestmannaeyjum Ár í deildinni: Tíu tímabil í röð í efstu deild (2011-) Besti árangur: 2. sæti þrisvar sinnum (Síðast 2012) Tveir bikarmeistaratitlar (Síðast 2017) og 4 bikarúrslitaleikir Sæti í fyrra: 8. sæti í Pepsi Max deildinni Þjálfari: Andri Ólafsson (1. tímabil) Síðasta tímabil ÍBV var aðeins fimm stigum frá falli úr deildinni i fyrra og því mátti ekki miklu muna. Liðið lækkaði sig um þrjú sæti frá tímabilinu á undan eftir að hafa verið fastagestur í fimmta sætinu í mörg ár. ÍBV tapaði aðeins einum leik minna en fallið Keflavíkur en það munaði öllu að Eyjastelpur unnu báða innbyrðis leiki liðanna, 2-0 í Keflavík og 3-2 í Eyjum. Það voru þessi sex stig sem réðu því umfram öll önnur að Eyjakonur spiluðu áfram í deild þeirra bestu. Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Cloé Lacasse 11 Brenna Lovera 6 Clara Sigurðardóttir 3 Emma Rose Kelly 3 Sigríður Lára Garðarsdóttir 3 Liðið og leikmenn Þegar þú missir jafnmikið af kjarnaleikmönnum og ÍBV í vetur þá er nauðsynlegt að safna liði. Eyjamenn hafa safnað til síns mörgum erlendum leikmönnum í vetur þar af þremur landsliðskonum frá Lettlandi sem byrjuðu allar inn á vellinum þegar Ísland vann 6-0 sigur á Lettlandi síðasta haust. Ein af þeim er hin tvítuga Karlina Miksone sem er mjög efnilegur miðjumaður. Að auki kemur til liðsins Tyrkinn Fatma Kara frá HK/Víkingi sem spilaði í Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð og þá er ÍBV-liðið að fá til síns bandarískan varnarmann þýskan miðjumann og franskan framherja. Fatma Kara fær mikla ábyrgð því hún hefur strax verið gerð að fyrirliða Eyjaliðsins. Nú síðast bættist bandaríski framherjinn Miyah Watford í hópinn og erlendir leikmenn ÍBV liðsins eru því orðnir átta talsins. ÍBV þarf að vera mjög heppið með þessa erlendu leikmenn ef liðið ætlar eitthvað að bíta frá sér í sumar. Það reynir mjög mikið á nýjan þjálfara að setja saman nýtt lið. Andri Ólafsson er ekki öfundsverður af því verkefni. Lykilmenn Grace Hancock, 23 ára varnarmaður Fatma Kara, 28 ára miðjumaður Karlina Miksone, 20 ára miðjumaður Gæti sprungið út Markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving kemur úr Val á láni. Hún er aðeins sautján ára gömul og hefur verið varamarkvörður Vals undanfarin þrjú ár. Auður hefur aftur á móti talsverða reynslu úr yngri landsliðum og á alls 21 leik fyrir íslensku yngri landsliðin þar af tíu þeirra fyrir 19 ára landsliðið. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Kristín Ýr Bjarnadóttir fer yfir möguleika ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. View this post on Instagram Sigríður Lára Garðarsdóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við FH. Sísí, eins og hún er jafnan kölluð, er Eyjakona og kemur til liðs við FH frá ÍBV þar sem hún hefur spilað allan sinn feril á Íslandi. Að auki hefur hún spilað eitt tímabil í efstu deild í Noregi. Hún er mjög reynslumikill leikmaður og hefur spilað tæplega 150 leiki í efstu deild í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 22 mörk. Alls hefur hún spilað 183 leiki í meistaraflokki og skorað 32 mörk. Það er ljóst að það er mikill liðsstyrkur fyrir FH að fá Sigríði Láru til liðs við félagið enda á hún að baki 18 leiki með A landsliðinu auk fjölda leikja fyrir yngri landsliðin. Því er það okkur FH-ingum mikið gleðiefni að Sísí hafi ákveðið að ganga til liðs við félagið og taka þátt í baráttunni með okkur í Pepsí Max deildinni næsta sumar. Velkomin í FH Sísí. #ViðerumFH A post shared by FH-ingar (@fhingar) on Oct 29, 2019 at 11:03am PDT FH í 8. sæti: Hafnfirðingar hafa sótt sér reynslukonur á miðjuna FH-liðið kláraði verkefnið í fyrra og komst upp en vann þó ekki B-deildina eins og flestir bjuggust við. FH-liðið átti slaka leiki inn á milli og hefur ekki efni á því í deild þeirra bestu. FH safnaði til sín uppöldum FH-stelpum fyrir tímabilið í fyrra og það gekk upp því liðið endurheimti úrvalsdeildarsætið. Nú var farin aðeins önnur leið. FH hefur styrkt liðið talsvert í vetur og sótt sér reynslubolta úr efstu deild. Mestu munur um þær Sigríði Láru Garðarsdóttur úr ÍBV og Andrea Mist Pálsdóttir úr Þór/KA sem hafa ekki aðeins reynslu úr úrvalsdeildinni heldur hafa einnig reynt fyrir sér erlendis. Ólíkt Þrótti þá var FH-liðið ekki með leikmenn sem börðust um markakóngstitilinn og sú markahæsta í Kaplakrika var hin sextán ára gamla Birta Georgsdóttir með 11 mörk. Þróttur átti aftur á móti tvo tuttugu marka leikmenn. FH í Hafnarfirði Ár í deildinni: Nýliði Besti árangur: 4 sinnum Íslandsmeistari (Síðast 1976) Best í bikar: Undanúrslit 2001 Sæti í fyrra: 2. sæti í B-deildinni Þjálfari: Guðni Eiríksson (2. tímabil) Síðasta tímabil FH-konur komu strax aftur upp í deild þeirra bestu en liðið var í mikli basli undir lok móts. FH-liðinu tókst loksins að tryggja sig upp í Pepsi Max deildina með 1-0 útisigri á Aftureldingu í lokaumferðinni. Margrét Sif Magnúsdóttir skoraði sigurmarkið fjórtán mínútum fyrir leikslok. FH-liðið hafði aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum fyrir lokaumferðina. FH var með tíu stiga forskot á þriðja sætið eftir fjórtán umferðir en fyrir lokaleikinn munaði aðeins tveimur stigum á Hafnarfjarðarliðinu og Tindastól. Markahæstar hjá liðinu í Inkasso deildinni 2019: Birta Georgsdóttir 11 Helena Ósk Hálfdánardóttir 8 Margrét Sif Magnúsdóttir 6 Nótt Jónsdóttir 6 Selma Dögg Björgvinsdóttir 4 Liðið og leikmenn FH fær mikla innspýtingu inn á miðjuna í þeim Sigríði Láru Garðarsdóttur og Andreu Mist Pálsdóttur sem hafa mikla reynslu og hafa báðar verið í kringum íslenska landsliðið. Þessi viðbót gefur liðinu tækifæri á að taka næsta skref og reyna að festa sig í sessi í efstu deild. Hrafnhildur Hauksdóttir er síðan þriðji leikmaðurinn með talsverða reynslu úr Pepsi Max deildinni. Koma markvarðarins efnilegu Telmu Ívarsdóttir gæti einnig hjálpað liðinu mikið. Lykilmenn Sigríður Lára Garðarsdóttir, 26 ára miðjumaður Andrea Mist Pálsdóttir, 22 ára miðjumaður Telma Ívarsdóttir, 21 árs markmaður Gæti sprungið út Framherjinn Birta Georgsdóttir spilaði stórt hlutverk í að koma FH-liðinu aftur í hóp þeirra bestu með því að skora 11 mörk í 16 leikjum í B-deildinni í fyrra. Birta er enn bara átján ára gömul og fær nú tækifæri til að sanna sig sem markaskorari í Pepsi Max deildinni. FH gæti þurft á mörkum hennar að halda og með meiri reynslubolta inn á miðjunni gæti það skilað Birtu fleiri góðum boltum í framlínunni. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir fer yfir möguleika FH í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.
Þróttur í Reykjavík Ár í deildinni: Nýliði Besti árangur: 5. til 6. sæti (Síðast 1975) Best í bikar: Fjórum sinnum í 8 liða úrslit (Síðast 2014) Sæti í fyrra: Vann B-deildina Þjálfari: Nik Anthony Chamberlain (5. tímabil)
Markahæstar hjá liðinu í Inkasso deildinni 2019: Linda Líf Boama 22 Lauren Wade 20 Margrét Sveinsdóttir 11 Olivia Marie Bergau 6 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir 4
Lykilmenn Linda Líf Boama, 18 ára framherji Stephanie Riberio, 25 ára framherji Mary Alice Vignola, 22 ára varnarmaður
ÍBV í Vestmannaeyjum Ár í deildinni: Tíu tímabil í röð í efstu deild (2011-) Besti árangur: 2. sæti þrisvar sinnum (Síðast 2012) Tveir bikarmeistaratitlar (Síðast 2017) og 4 bikarúrslitaleikir Sæti í fyrra: 8. sæti í Pepsi Max deildinni Þjálfari: Andri Ólafsson (1. tímabil)
Markahæstar hjá liðinu í Pepsi Max deildinni 2019: Cloé Lacasse 11 Brenna Lovera 6 Clara Sigurðardóttir 3 Emma Rose Kelly 3 Sigríður Lára Garðarsdóttir 3
Lykilmenn Grace Hancock, 23 ára varnarmaður Fatma Kara, 28 ára miðjumaður Karlina Miksone, 20 ára miðjumaður
FH í Hafnarfirði Ár í deildinni: Nýliði Besti árangur: 4 sinnum Íslandsmeistari (Síðast 1976) Best í bikar: Undanúrslit 2001 Sæti í fyrra: 2. sæti í B-deildinni Þjálfari: Guðni Eiríksson (2. tímabil)
Markahæstar hjá liðinu í Inkasso deildinni 2019: Birta Georgsdóttir 11 Helena Ósk Hálfdánardóttir 8 Margrét Sif Magnúsdóttir 6 Nótt Jónsdóttir 6 Selma Dögg Björgvinsdóttir 4
Lykilmenn Sigríður Lára Garðarsdóttir, 26 ára miðjumaður Andrea Mist Pálsdóttir, 22 ára miðjumaður Telma Ívarsdóttir, 21 árs markmaður
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík ÍBV FH Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira