FH

Fréttamynd

Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu

FH vann 2-0 sigur í Kaplakrika í gærkvöldi þegar liðið tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks. Kjartan Kári Halldórsson átti stoðsendinguna í báðum mörkunum, sem „Halli og Laddi“, eða Björn Daníel Sverrisson og Sigurður Bjartur Hallsson, skoruðu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gat tínt til fjölmargt jákvætt í leik lærisveina sinna eftir 3-1 sigur liðsins gegn Skagamönnum í botnbaráttuslag liðanna uppi í Skipaskaga í kvöld. Til að mynda skyndisóknir liðsins og markaskorun Kjartans Kára Halldórssonar sem reif fram markaskóna eftir markaþurrð það sem af er sumri. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Sjálfum okkur verstar”

FH tapaði 4-1 gegn Þrótti í 6. umferð Bestu deildar kvenna og var Guðni Eiríksson, þjálfari FH, ekki sáttur með frammistöðu liðsins. Hann ræddi við Vísi eftir leik og fór yfir það sem fór úrskeiðis.

Fótbolti
Fréttamynd

„Elska að horfa á FH“

FH hefur átt góðu gengi að fagna í upphafi tímabils og er í 2. sæti Bestu deildar kvenna með þrettán stig eftir fimm umferðir. Í uppgjörsþætti Bestu markanna voru FH-ingar hlaðnir lofi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sann­færðir um að FH verði í fallbaráttu

Þeir Albert Brynjar Ingason og Arnar Grétarsson sammæltust um það í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að FH-ingar verði í fallbaráttu í sumar. Hafnfirðingar eru í botnsæti Bestu deildar karla og hafa aðeins náð í eitt stig í fyrstu fjórum leikjum liðsins.

Íslenski boltinn