Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Sylvía Hall skrifar 8. júní 2020 14:49 Í fyrstu verður hægt að sinna 200 farþegum á klukkustund og áætlað er að unnt sé að greina að hámarki 2 þúsund sýni á sólarhring. Vísir/Vilhelm Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. Framkvæmdin verður í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og er meginbreytingin sú að farþegar munu þurfa að fara í sýnatöku við komuna til landsins eða fara í tveggja vikna sóttkví. Fyrstu tvær vikurnar verður sýnatakan gjaldfrjáls en í framhaldinu mun hún kosta 15 þúsund krónur. Þá munu börn fædd 2005 eða seinna ekki þurfa að fara í sýnatöku. Á vef Stjórnarráðsins segir að farið sé af stað með ítrustu aðgát til að stofna ekki þeim árangri sem náðst hefur í hættu. Þeir ferðamenn sem koma hingað til lands verða að fylla út forskráningarform með helstu upplýsingum. Á Keflavíkurflugvelli og annars staðar þar sem farþegar koma til landsins mun heilsugæslan sjá um sýnatökur en þær verða framkvæmdar í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu. Geta greint tvö þúsund sýni á sólarhring Á upplýsingafundi í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að farþegar þyrftu að fara varlega þar til niðurstaða liggur fyrir. Eftirlit verður haft með þeim sem kjósa að fara í sóttkví að sögn Víðis Reynisson yfirlögregluþjóns. Tíu básar verða settir upp í fyrstu á Keflavíkurflugvelli sem munu geta sinnt 200 farþegum á klukkustund. Komi í ljós smit hjá komufarþega fer af stað hefðbundið ferli þar sem viðkomandi er látinn vita, hann boðaður í blóðprufu til að ganga úr skugga um hvort hann sé smitandi og ákveðið hvort grípa þurfi til ráðstafana varðandi smitrakningu og fjarheilbrigðisþjónustu. Áætlað er að unnt sé að greina að hámarki tvö þúsund sýni á sólarhring og sagði Páll Þórhallsson skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins það gefa góða vísbendingu um hversu mörgum farþegum væri hægt að taka á móti. Það takmarki þann fjölda sem hægt sé að taka á móti og þeir sem flytja farþega hingað til lands munu þurfa að laga sig að því. Sóttvarnalæknir hefur birt leiðbeiningar til ferðamanna sem eru aðgengilegar á vef landlæknis. Þá eru í undirbúningi leiðbeiningar til Íslendinga sem koma til landsins. Klippa: Blaðamannafundur forsætisráðherra og þríeykisins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherra og þríeykisins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14 í dag. 8. júní 2020 13:17 Greina ekki sýni á nóttunni Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. 6. júní 2020 13:32 Segir gjaldið fyrir Covid-19 sýnatöku allt of hátt Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýnar segir að stjórnvöld hljóti að endurskoða ákvörðun sína um að láta alla borga 15.000 krónur fyrir covid19 sýnatöku frá og með næstu mánaðamótum. 5. júní 2020 19:30 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. Framkvæmdin verður í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og er meginbreytingin sú að farþegar munu þurfa að fara í sýnatöku við komuna til landsins eða fara í tveggja vikna sóttkví. Fyrstu tvær vikurnar verður sýnatakan gjaldfrjáls en í framhaldinu mun hún kosta 15 þúsund krónur. Þá munu börn fædd 2005 eða seinna ekki þurfa að fara í sýnatöku. Á vef Stjórnarráðsins segir að farið sé af stað með ítrustu aðgát til að stofna ekki þeim árangri sem náðst hefur í hættu. Þeir ferðamenn sem koma hingað til lands verða að fylla út forskráningarform með helstu upplýsingum. Á Keflavíkurflugvelli og annars staðar þar sem farþegar koma til landsins mun heilsugæslan sjá um sýnatökur en þær verða framkvæmdar í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu. Geta greint tvö þúsund sýni á sólarhring Á upplýsingafundi í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að farþegar þyrftu að fara varlega þar til niðurstaða liggur fyrir. Eftirlit verður haft með þeim sem kjósa að fara í sóttkví að sögn Víðis Reynisson yfirlögregluþjóns. Tíu básar verða settir upp í fyrstu á Keflavíkurflugvelli sem munu geta sinnt 200 farþegum á klukkustund. Komi í ljós smit hjá komufarþega fer af stað hefðbundið ferli þar sem viðkomandi er látinn vita, hann boðaður í blóðprufu til að ganga úr skugga um hvort hann sé smitandi og ákveðið hvort grípa þurfi til ráðstafana varðandi smitrakningu og fjarheilbrigðisþjónustu. Áætlað er að unnt sé að greina að hámarki tvö þúsund sýni á sólarhring og sagði Páll Þórhallsson skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins það gefa góða vísbendingu um hversu mörgum farþegum væri hægt að taka á móti. Það takmarki þann fjölda sem hægt sé að taka á móti og þeir sem flytja farþega hingað til lands munu þurfa að laga sig að því. Sóttvarnalæknir hefur birt leiðbeiningar til ferðamanna sem eru aðgengilegar á vef landlæknis. Þá eru í undirbúningi leiðbeiningar til Íslendinga sem koma til landsins. Klippa: Blaðamannafundur forsætisráðherra og þríeykisins
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherra og þríeykisins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14 í dag. 8. júní 2020 13:17 Greina ekki sýni á nóttunni Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. 6. júní 2020 13:32 Segir gjaldið fyrir Covid-19 sýnatöku allt of hátt Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýnar segir að stjórnvöld hljóti að endurskoða ákvörðun sína um að láta alla borga 15.000 krónur fyrir covid19 sýnatöku frá og með næstu mánaðamótum. 5. júní 2020 19:30 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherra og þríeykisins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14 í dag. 8. júní 2020 13:17
Greina ekki sýni á nóttunni Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. 6. júní 2020 13:32
Segir gjaldið fyrir Covid-19 sýnatöku allt of hátt Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýnar segir að stjórnvöld hljóti að endurskoða ákvörðun sína um að láta alla borga 15.000 krónur fyrir covid19 sýnatöku frá og með næstu mánaðamótum. 5. júní 2020 19:30