Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Greinist ekkert smit í farþegum frá ákveðnum löndum kemur til greina að undanskilja þá frá skimun í Keflavík. Sóttvarnarlæknir segir að þannig megi smám saman fjölga ferðamönnum en í fyrstu geta tvö þúsund manns komið til landsins á dag. Nánar verður fjallað um fyrirkomulag skimana í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar ræðum við líka við áhyggjufulla foreldra sem lýsa ráðaleysi vegna karlmanns sem ítrekað berar sig úti í glugga heimilis síns, á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina. Maðurinn hefur fengið dóm fyrir blygðunarsemisbrot og hefur margoft verið tilkynntur til lögreglu.

Þá kynnum við okkur stöðuna á frumvarpi um Menntasjóð námsmanna, sem þingmenn luku þriðju umræðu um í dag og frestun á friðlýsingaráformum við fossinn Dynjanda.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×