Brottfarareftirlit ef Ísland slakar á ferðatakmörkunum Schengen Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 19:24 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áfram stendur til að opna landamærin þann 15. júní næstkomandi fyrir ferðamönnum innan Schengen og byrja að skima þá við komuna til landsins. Þó er nauðsynlegt að setja upp brottfarareftirlit ef Ísland ætlar að slaka á þeim ferðatakmörkunum sem eru í gildi innan Schengen. Í dag var tilkynnt að ytri landamæri svæðisins yrðu lokuð til 1. júlí og var fjallað um ferðatakmarkanir á ytri landamærum á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Flestir ferðamenn á leið hingað til lands eftir 15. júní eru innan svæðisins og segir dómsmálaráðherra að ytri landamærin opni ekki fyrir ónauðsynlegum ferðum fyrr en frekari áform liggja fyrir. „Við munum byrja að skima innan Schengen-svæðisins og það er markmið Schengen að byrja að opna innri landamærin þessar tvær vikur frá 15. júní til 1. júlí,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir enn talsverðar lokanir vera í gildi í Bandaríkjunum og þar verði landamærin lokuð til að minnsta kosti 22. júní. Það þurfi því að bíða og sjá hvað taki við eftir þann tíma en flestir ferðamenn sem eiga bókað flug hingað til lands eftir 15. júní og fram til 1. júlí eru innan Schengen. „Þeir Bandaríkjamenn sem myndu ferðast hingað þyrftu að fara heim að minnsta kosti í sóttkví og síðan er auðvitað erfitt að koma á flugum. Það er ljóst að það eru flestir ferðamenn sem hafa hingað bókað flug frá 15. júní til 1. júlí innan Schengen-svæðisins.“ Áslaug segir koma til greina að setja upp brottfarareftirlit og slaka þannig á takmörkunum ef staðan helst óbreytt eftir 1. júlí. Ísland hafi ákveðna sérstöðu vegna landfræðilegrar stöðu sinnar sem þurfi að taka tillit til og brottfarareftirlit sé raunhæfur valkostur, sérstaklega þegar skimunargetan verður meiri. „Ég hef tilkynnt ESB og Schengen að við erum auðvitað sérstök; við erum eyja og gætum sett upp þetta brottfarareftirit en það þarf að ganga sem skyldi sem og að skimunargeta okkar auðvitað bara tvö þúsund á dag en hún mun aukast í júlí.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. 9. júní 2020 17:22 Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Áfram stendur til að opna landamærin þann 15. júní næstkomandi fyrir ferðamönnum innan Schengen og byrja að skima þá við komuna til landsins. Þó er nauðsynlegt að setja upp brottfarareftirlit ef Ísland ætlar að slaka á þeim ferðatakmörkunum sem eru í gildi innan Schengen. Í dag var tilkynnt að ytri landamæri svæðisins yrðu lokuð til 1. júlí og var fjallað um ferðatakmarkanir á ytri landamærum á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Flestir ferðamenn á leið hingað til lands eftir 15. júní eru innan svæðisins og segir dómsmálaráðherra að ytri landamærin opni ekki fyrir ónauðsynlegum ferðum fyrr en frekari áform liggja fyrir. „Við munum byrja að skima innan Schengen-svæðisins og það er markmið Schengen að byrja að opna innri landamærin þessar tvær vikur frá 15. júní til 1. júlí,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir enn talsverðar lokanir vera í gildi í Bandaríkjunum og þar verði landamærin lokuð til að minnsta kosti 22. júní. Það þurfi því að bíða og sjá hvað taki við eftir þann tíma en flestir ferðamenn sem eiga bókað flug hingað til lands eftir 15. júní og fram til 1. júlí eru innan Schengen. „Þeir Bandaríkjamenn sem myndu ferðast hingað þyrftu að fara heim að minnsta kosti í sóttkví og síðan er auðvitað erfitt að koma á flugum. Það er ljóst að það eru flestir ferðamenn sem hafa hingað bókað flug frá 15. júní til 1. júlí innan Schengen-svæðisins.“ Áslaug segir koma til greina að setja upp brottfarareftirlit og slaka þannig á takmörkunum ef staðan helst óbreytt eftir 1. júlí. Ísland hafi ákveðna sérstöðu vegna landfræðilegrar stöðu sinnar sem þurfi að taka tillit til og brottfarareftirlit sé raunhæfur valkostur, sérstaklega þegar skimunargetan verður meiri. „Ég hef tilkynnt ESB og Schengen að við erum auðvitað sérstök; við erum eyja og gætum sett upp þetta brottfarareftirit en það þarf að ganga sem skyldi sem og að skimunargeta okkar auðvitað bara tvö þúsund á dag en hún mun aukast í júlí.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. 9. júní 2020 17:22 Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. 9. júní 2020 17:22
Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49