Innlent

41 sýni tekið og ekkert smit greindist

Andri Eysteinsson skrifar
Kórónuveiran hefur breiðst hratt út.
Kórónuveiran hefur breiðst hratt út. vísir/vilhelm

Enn eru þrjú virk kórónuveirusmit hér á landi en ekkert nýtt smit greindist milli daga. Nýtt smit greindist síðast á föstudag.

Samkvæmt tölum á covid.is voru 41 sýni tekin síðasta sólarhringinn. Af þeim voru 12 tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu en 29 á veirufræðideild Landspítalans.

Heildartala þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum hér á landi er því enn 1807. 1.794 hafa náð bata en enginn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Í sóttkví eru nú 812.

Þá hafa 21.469 manns lokið sóttkví. Alls hafa 62.911 sýni verið tekin hér á landi.

Tíu hafa látist af völdum Covid-19 hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×