Hefja netverslun og heimsendingu á bjór Andri Eysteinsson skrifar 10. júní 2020 13:49 Aðsend/Bjórland „Það hefur verið hægt að versla samskonar vörur á netinu og fá heimsent erlendis frá og við teljum að sama gildi um okkar vöru,“ sagði Þórgnýr Thoroddsen, rekstraraðili Bjórlands sem hóf í dag netverslun og heimsendingu á bjór frá íslenskum brugghúsum. Þórgnýr segir í samtali við Vísi að hugmyndin hafi sprottið upp fyrr á árinu en heimasíðunni bjorland.is var komið í loftið 1. mars rétt áður en að kórónuveirufaraldurinn hófst af alvöru hér á landi með tilheyrandi samkomubanni. Hann segir Bjórland kjörið til þess að taka slaginn og láta reyna á það að bjóða upp á heimsendingu og netverslun af bjór sem lengi hefur verið andstætt íslenskum lögum. Stærri brugghús hér á landi hafi of miklu að tapa til þess að fara í þessar aðgerðir. View this post on Instagram A post shared by @bjorland.is on Dec 30, 2019 at 9:53am PST Þórgnýr segir starfsemi fara vel af stað og fjöldi fólks sé áhugasamt um að nýta sér þjónustu Bjórlands. Fólkið að baki Bjórlandi kemur þó ekki sjálft að heimsendingunni en Þórgnýr segir að fagfólk hafi verið fengið til verksins bæði þegar kemur að henni og lagervörslu vörunnar sem keypt er af íslenskum brugghúsum. Þórgnýr á von á því að einhver spurningarmerki verði sett við starfsemi Bjórlands af hinu opinbera og segist spenntur að vita hversu lengi Bjórland fái að lifa óáreitt. Áfengi og tóbak Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
„Það hefur verið hægt að versla samskonar vörur á netinu og fá heimsent erlendis frá og við teljum að sama gildi um okkar vöru,“ sagði Þórgnýr Thoroddsen, rekstraraðili Bjórlands sem hóf í dag netverslun og heimsendingu á bjór frá íslenskum brugghúsum. Þórgnýr segir í samtali við Vísi að hugmyndin hafi sprottið upp fyrr á árinu en heimasíðunni bjorland.is var komið í loftið 1. mars rétt áður en að kórónuveirufaraldurinn hófst af alvöru hér á landi með tilheyrandi samkomubanni. Hann segir Bjórland kjörið til þess að taka slaginn og láta reyna á það að bjóða upp á heimsendingu og netverslun af bjór sem lengi hefur verið andstætt íslenskum lögum. Stærri brugghús hér á landi hafi of miklu að tapa til þess að fara í þessar aðgerðir. View this post on Instagram A post shared by @bjorland.is on Dec 30, 2019 at 9:53am PST Þórgnýr segir starfsemi fara vel af stað og fjöldi fólks sé áhugasamt um að nýta sér þjónustu Bjórlands. Fólkið að baki Bjórlandi kemur þó ekki sjálft að heimsendingunni en Þórgnýr segir að fagfólk hafi verið fengið til verksins bæði þegar kemur að henni og lagervörslu vörunnar sem keypt er af íslenskum brugghúsum. Þórgnýr á von á því að einhver spurningarmerki verði sett við starfsemi Bjórlands af hinu opinbera og segist spenntur að vita hversu lengi Bjórland fái að lifa óáreitt.
Áfengi og tóbak Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira