Segir titilvonir Stjörnunnar byggðar á sandi: „Ekki einu sinni Óli Jó getur gert þá að Íslandsmeisturum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2020 14:30 Rúnar Páll og Ólafur Jóhannesson þjálfa Stjörnuna saman. vísir/sigurjón Tveir af sérfræðingum Pepsi Max-markanna í sumar, markahrókarnir Atli Viðar Björnsson og Tómas Ingi Tómasson, eru sammála því að Stjarnan hafi ekki þá burði til þess að verða Íslandsmeistari í sumar. Titilvonir Stjörnunnar voru til umræðu í Pepsi Max-upphitunarþætti sem var á dagskrá í gær en farið var yfir lið Stjörnunnar, Vals og Víkings í þættinum sem var fjórði og síðasti litli upphitunarþáttur fyrir mótið. Á föstudagskvöldið verður svo birt spá Pepsi Max-markanna. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skipti í karlaflokki árið 2014 og þeir ná ekki titil númer tvö í hús í haust ef marka má spá Atla Viðars og Tómasar Inga. „Stutta svarið mitt er nei,“ sagði Tómas Ingi og Atli Viðar tók í sama streng. „Ekki einu sinni Óli Jó getur gert þetta Stjörnulið að Íslandsmeisturum. Mér finnst vanta alltof mikið í þetta,“ en Ólafur og Rúnar Páll Sigmundsson þjálfa liðið saman. „Ég myndi segja að það vanti tvo alvöru leikmenn inn á miðjuna. Það vantar einhvern til að stýra traffíkinni og ef að þeir ætla að vera með Hilmar Árna í holunni þá vantar einn alvöru kantara. Ef þeir færa hann aftur út þá vantar einhvern í holuna sem getur skilað hlutverki þar. Inn á miðjuna vantar meiri gæði.“ Atli Viðar bar liðið í dag við liðið 2014 og segir hann að það myndu ekki margir núverandi leikmenn Stjörnunnar komast í það lið, sem fór taplaust í gegnum deildarkeppnina. „Ef að maður ber þetta lið til dæmis saman við 2014 liðið þeirra þá eru ekkert rosalega margir sem yrðu í einhverju hluti í 2014 liðinu til dæmis. Ég hugsa að maður myndi koma Hilmari Árna þarna fyrir og svo held ég að Alex Þór myndi vera á miðjunni en í 2014 liðinu voru Daníel Laxdal og Rauschenberg, sem voru þá betri en þeir eru í dag. Ég er ekki viss um að það kæmust margir þarna inn.“ „Ég skil ekki alveg hvað þeir eru að tala sig upp. Ég hef heyrt Rúnar segja þetta og svo reyndustu leikmennina, Guðjón Baldvinsson og Halldór Orra, tala um að þeir verði Íslandsmeistarar í haust. Mér finnst þetta bara byggt á sandi, byggt á engu,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Verður Stjarnan í titilbaráttu? Stjarnan Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Tveir af sérfræðingum Pepsi Max-markanna í sumar, markahrókarnir Atli Viðar Björnsson og Tómas Ingi Tómasson, eru sammála því að Stjarnan hafi ekki þá burði til þess að verða Íslandsmeistari í sumar. Titilvonir Stjörnunnar voru til umræðu í Pepsi Max-upphitunarþætti sem var á dagskrá í gær en farið var yfir lið Stjörnunnar, Vals og Víkings í þættinum sem var fjórði og síðasti litli upphitunarþáttur fyrir mótið. Á föstudagskvöldið verður svo birt spá Pepsi Max-markanna. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skipti í karlaflokki árið 2014 og þeir ná ekki titil númer tvö í hús í haust ef marka má spá Atla Viðars og Tómasar Inga. „Stutta svarið mitt er nei,“ sagði Tómas Ingi og Atli Viðar tók í sama streng. „Ekki einu sinni Óli Jó getur gert þetta Stjörnulið að Íslandsmeisturum. Mér finnst vanta alltof mikið í þetta,“ en Ólafur og Rúnar Páll Sigmundsson þjálfa liðið saman. „Ég myndi segja að það vanti tvo alvöru leikmenn inn á miðjuna. Það vantar einhvern til að stýra traffíkinni og ef að þeir ætla að vera með Hilmar Árna í holunni þá vantar einn alvöru kantara. Ef þeir færa hann aftur út þá vantar einhvern í holuna sem getur skilað hlutverki þar. Inn á miðjuna vantar meiri gæði.“ Atli Viðar bar liðið í dag við liðið 2014 og segir hann að það myndu ekki margir núverandi leikmenn Stjörnunnar komast í það lið, sem fór taplaust í gegnum deildarkeppnina. „Ef að maður ber þetta lið til dæmis saman við 2014 liðið þeirra þá eru ekkert rosalega margir sem yrðu í einhverju hluti í 2014 liðinu til dæmis. Ég hugsa að maður myndi koma Hilmari Árna þarna fyrir og svo held ég að Alex Þór myndi vera á miðjunni en í 2014 liðinu voru Daníel Laxdal og Rauschenberg, sem voru þá betri en þeir eru í dag. Ég er ekki viss um að það kæmust margir þarna inn.“ „Ég skil ekki alveg hvað þeir eru að tala sig upp. Ég hef heyrt Rúnar segja þetta og svo reyndustu leikmennina, Guðjón Baldvinsson og Halldór Orra, tala um að þeir verði Íslandsmeistarar í haust. Mér finnst þetta bara byggt á sandi, byggt á engu,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Verður Stjarnan í titilbaráttu?
Stjarnan Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira