Spænski boltinn hefst á Steikarpönnnuslagnum í Sevilla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2020 15:00 Það er mikil eftirvænting í Sevilla borg fyrir nágrannaslag Sevilla og Real Betis eins og sést meðal annars á þessari mynd þar sem treyjur allra liðanna í deildinni hanga yfir þröngri götu í miðbænum. Getty/Eduardo Briones Spænski fótboltinn fer aftur af stað í kvöld þegar nágrannarnir frá Sevilla, Sevilla og Real Betis, mætast í miklum derby slag. Leikir Sevilla og Real Betis er stór viðburður á Spáni og því kannski engin tilviljun að Spánverjar setja fótboltann aftur af stað með stóra slagnum eða „El Gran Derbi“ eins og hann er kallaður á Spáni. Það er mikil ástríða fyrir fótboltanum í Sevilla borg og borgin skiptist nánast í tvennt þegar kemur að stuðningsmönnum liðanna tveggja. Leikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Sevilla liðsins sem heitir Estadio Ramón Sánchez Pizjuán. Þar hefur heldur betur verið fjörið í síðustu tveimur leikjum liðanna. Sevilla vann 3-2 sigur í leiknum í fyrra en árið á undan fagnaði Real Betis 5-3 sigri í ótrúlegum leik. Við erum því að tala um þrettán mörk í síðustu tveimur leikjum liðanna á Estadio Ramón Sánchez Pizjuán. Sevilla liðið vann fyrri leik liðanna á þessu tímabili 2-1 og er líka níu sætum ofar í töflunni. Hollendingurinn Luuk de Jong skoraði sigurmarkið eftir að Real Betis hafði jafnaði í 1-1 en þetta var fyrsti derby leikur Luuk de Jong síðan að hann kom til Sevilla liðsins síðasta sumar. Colin Millar skrifaði bók um derby slag Sevilla og Real Betis og skírði hana „The Frying Pan of Spain: Sevilla v Real Betis: Spain's Hottest Football Rivalry“ eða „Steikarpannan á Spáni: Sevilla á móti Real Betis. Heitustu erkifjendurnir í spænska fótboltanum“ Hér fyrir neðan má sjá hann ræða þennan nágrannaslag í tilefni af útgáfu bókarinnar. watch on YouTube Leikur Sevilla og Real Betis hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Spænski fótboltinn fer aftur af stað í kvöld þegar nágrannarnir frá Sevilla, Sevilla og Real Betis, mætast í miklum derby slag. Leikir Sevilla og Real Betis er stór viðburður á Spáni og því kannski engin tilviljun að Spánverjar setja fótboltann aftur af stað með stóra slagnum eða „El Gran Derbi“ eins og hann er kallaður á Spáni. Það er mikil ástríða fyrir fótboltanum í Sevilla borg og borgin skiptist nánast í tvennt þegar kemur að stuðningsmönnum liðanna tveggja. Leikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Sevilla liðsins sem heitir Estadio Ramón Sánchez Pizjuán. Þar hefur heldur betur verið fjörið í síðustu tveimur leikjum liðanna. Sevilla vann 3-2 sigur í leiknum í fyrra en árið á undan fagnaði Real Betis 5-3 sigri í ótrúlegum leik. Við erum því að tala um þrettán mörk í síðustu tveimur leikjum liðanna á Estadio Ramón Sánchez Pizjuán. Sevilla liðið vann fyrri leik liðanna á þessu tímabili 2-1 og er líka níu sætum ofar í töflunni. Hollendingurinn Luuk de Jong skoraði sigurmarkið eftir að Real Betis hafði jafnaði í 1-1 en þetta var fyrsti derby leikur Luuk de Jong síðan að hann kom til Sevilla liðsins síðasta sumar. Colin Millar skrifaði bók um derby slag Sevilla og Real Betis og skírði hana „The Frying Pan of Spain: Sevilla v Real Betis: Spain's Hottest Football Rivalry“ eða „Steikarpannan á Spáni: Sevilla á móti Real Betis. Heitustu erkifjendurnir í spænska fótboltanum“ Hér fyrir neðan má sjá hann ræða þennan nágrannaslag í tilefni af útgáfu bókarinnar. watch on YouTube Leikur Sevilla og Real Betis hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira