Tókenismi Derek T. Allen skrifar 12. júní 2020 09:00 Umræða um rasisma hefur aukist töluvert í kjölfar morðsins á George Floyds af höndum lögreglumannsins Dereks Chauvins sem átti sér stað í Bandaríkjunum þann 25. maí 2020. Þótt að þetta atvik hafi átt sér stað hinum megin við Atlantshafið hefur umræðan barist á fjörur Fróns í formi samstöðufundarins þar sem nokkrir ræðumenn, þar á meðal ég, tjáðu sig um hvers vegna svört líf skipta máli og hvað allir Íslendingar eiga að gera til þess að berjast gegn rasisma. Rasismi er eitthvað sem hefur oft á tíðum verið tengt ákveðnum pólitískum flokkum og hugmyndum sem hægri megin eru. Þetta á ekki að koma á óvart eftir að Bandaríkjaforsetinn hefur læst hælisleitendur sem koma að norður yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna í búrum og dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp sem gæti sent hælisleitendur aftur til „öruggra ríkja“ eins og Grikklands og Ungverjalands, ríkja sem hafa orðið hættuleg hælisleitendunum. En rasismi er hugtak sem nær líka út fyrir hefðbundnar pólitískar línur. Það má vel finna rasista sem eru frjálslyndir og/eða vinstrisinnaðir, þótt þeirra rasismi sé oftast aðeins lúmskari. Hér eru bara nokkrar birtingarmyndir þess dulda rasisma. „Svarti vinurinn“ Tókenismi eru málamyndaaðgerðir framkvæmdar til þess að auka fjölbreytileika einhvers staðar (vinnustaður, skóli, o.s.frv.) án þess að hafa nein raunveruleg áhrif á rasisma, kvenhatur, o.s.frv. Tókenisma má ekki bara sjá einungis á löglegan hátt með breytingum í opinberum stofnum en hann sest einnig innan persónulegra sambanda. Vegna þess að ég er dökkur á hörund á Íslandi hef ég stundum verið „svarti vinurinn” sem leyfði öðrum að gorta sig um hvað hann er frjálslyndur og framsækinn. Þar sem ég er svartur maður sem kemur erlendis frá hefur vináttan mín hefur stundum litið á eins og „bikar” sem maður hlýtur heldur en eitthvað með sitt eigið virði. Slíkar vináttur eru svikular og það særir mjög þegar maður uppgötvar það. Alltaf aðgreindur Það er ekkert leyndarmál að ég er dökkur á hörund og þess vegna fer fólk oft að tala strax við mig á ensku alveg óháð pólitískum skoðum þeirra. Sem dæmi má nefna þingmann Vinstri grænna til margra ára, þingmann fylkingar sem segist hafna rasisma í stefnu þeirra. En annað sem ég hef tekið aðeins meira eftir í frjálslyndum hópum er hversu hratt er ég sigtaður út sem „útlendingurinn”. Eitt dæmi um þetta er það að spyrja einungis mig hvort mig langi að tala íslensku eða ensku áður en ég fæ tækifærið til að tala yfir höfuð. Sömuleiðis hefur það gerst oft að ég er sá eini í hópnum sem er spurður um landfræðilegan uppruna, oft í byrjun samtals. Þessar athafnir hafa þau áhrif að láta manni líða eins og maður sé ekki íslenskur. Í mínu tilviki er það ekki alveg rangt að útfæra það, en svo virðist sem ekki sé tekið tillit til þess að brúnt fólk getur vel verið eins íslenskt og allir aðrir. Að sjálfsögðu má sjá þessar birtingarmyndir rasisma frá alls konar fólki af öllum pólitískum skoðunum, en sem frjálslyndur maður sjálfur veit ég að frjálslyndir Íslendingar geta gert betur í þessum málum. Ein helstu gildi frjálslyndra er jafnræði. Ef þú segist standa fyrir jafnræði þarft þú svo að standa fyrir það í öllum aðstæðum, jafnvel ef þú ert sá sem beitir ójafnræðinu. Von mín er sú að við öll, hvort sem við erum vinstra eða hægra megin við miðju, hvort sem við erum frjálslynd eða íhaldssöm, getum lært hvernig á betur að takast á við kynþáttahatur og fordóma, sérstaklega hér á landi. Höfundur er þýðingafræðinemi við Háskóla Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Innflytjendamál Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Derek T. Allen Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um rasisma hefur aukist töluvert í kjölfar morðsins á George Floyds af höndum lögreglumannsins Dereks Chauvins sem átti sér stað í Bandaríkjunum þann 25. maí 2020. Þótt að þetta atvik hafi átt sér stað hinum megin við Atlantshafið hefur umræðan barist á fjörur Fróns í formi samstöðufundarins þar sem nokkrir ræðumenn, þar á meðal ég, tjáðu sig um hvers vegna svört líf skipta máli og hvað allir Íslendingar eiga að gera til þess að berjast gegn rasisma. Rasismi er eitthvað sem hefur oft á tíðum verið tengt ákveðnum pólitískum flokkum og hugmyndum sem hægri megin eru. Þetta á ekki að koma á óvart eftir að Bandaríkjaforsetinn hefur læst hælisleitendur sem koma að norður yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna í búrum og dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp sem gæti sent hælisleitendur aftur til „öruggra ríkja“ eins og Grikklands og Ungverjalands, ríkja sem hafa orðið hættuleg hælisleitendunum. En rasismi er hugtak sem nær líka út fyrir hefðbundnar pólitískar línur. Það má vel finna rasista sem eru frjálslyndir og/eða vinstrisinnaðir, þótt þeirra rasismi sé oftast aðeins lúmskari. Hér eru bara nokkrar birtingarmyndir þess dulda rasisma. „Svarti vinurinn“ Tókenismi eru málamyndaaðgerðir framkvæmdar til þess að auka fjölbreytileika einhvers staðar (vinnustaður, skóli, o.s.frv.) án þess að hafa nein raunveruleg áhrif á rasisma, kvenhatur, o.s.frv. Tókenisma má ekki bara sjá einungis á löglegan hátt með breytingum í opinberum stofnum en hann sest einnig innan persónulegra sambanda. Vegna þess að ég er dökkur á hörund á Íslandi hef ég stundum verið „svarti vinurinn” sem leyfði öðrum að gorta sig um hvað hann er frjálslyndur og framsækinn. Þar sem ég er svartur maður sem kemur erlendis frá hefur vináttan mín hefur stundum litið á eins og „bikar” sem maður hlýtur heldur en eitthvað með sitt eigið virði. Slíkar vináttur eru svikular og það særir mjög þegar maður uppgötvar það. Alltaf aðgreindur Það er ekkert leyndarmál að ég er dökkur á hörund og þess vegna fer fólk oft að tala strax við mig á ensku alveg óháð pólitískum skoðum þeirra. Sem dæmi má nefna þingmann Vinstri grænna til margra ára, þingmann fylkingar sem segist hafna rasisma í stefnu þeirra. En annað sem ég hef tekið aðeins meira eftir í frjálslyndum hópum er hversu hratt er ég sigtaður út sem „útlendingurinn”. Eitt dæmi um þetta er það að spyrja einungis mig hvort mig langi að tala íslensku eða ensku áður en ég fæ tækifærið til að tala yfir höfuð. Sömuleiðis hefur það gerst oft að ég er sá eini í hópnum sem er spurður um landfræðilegan uppruna, oft í byrjun samtals. Þessar athafnir hafa þau áhrif að láta manni líða eins og maður sé ekki íslenskur. Í mínu tilviki er það ekki alveg rangt að útfæra það, en svo virðist sem ekki sé tekið tillit til þess að brúnt fólk getur vel verið eins íslenskt og allir aðrir. Að sjálfsögðu má sjá þessar birtingarmyndir rasisma frá alls konar fólki af öllum pólitískum skoðunum, en sem frjálslyndur maður sjálfur veit ég að frjálslyndir Íslendingar geta gert betur í þessum málum. Ein helstu gildi frjálslyndra er jafnræði. Ef þú segist standa fyrir jafnræði þarft þú svo að standa fyrir það í öllum aðstæðum, jafnvel ef þú ert sá sem beitir ójafnræðinu. Von mín er sú að við öll, hvort sem við erum vinstra eða hægra megin við miðju, hvort sem við erum frjálslynd eða íhaldssöm, getum lært hvernig á betur að takast á við kynþáttahatur og fordóma, sérstaklega hér á landi. Höfundur er þýðingafræðinemi við Háskóla Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun