Senda heilbrigðisstarfsfólk til Færeyja til að sjá um skimun Andri Eysteinsson skrifar 12. júní 2020 15:02 Víðir Reynisson kynnti áformin á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Næsta mánudag mun hópur heilbrigðisstarfsmanna úr Reykjavík og frá Egilsstöðum halda til Færeyja með Landhelgisgæslunni. Heilbrigðisstarfsmennirnir munu í kjölfarið sigla heim til Íslands með Norrænu og taka sýni úr farþegum á leiðinni til landsins. Frá þessu greindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi dómsmálaráðherra í ráðherrabústaðnum í dag. Verkefnið er ætlað til að prófa fyrirkomulag vegna sumaráætlunar Norrænu sem tekur gildi um næstu mánaðamót. „Það eru áætlaðir um það bil 200 farþegar sem koma með Norrænu næstkomandi þriðjudag, 600 koma í næstu ferð og 800 í þarnæstu ferð. Þetta er stórt verkefni en það sem gerist með Norrænu er að um næstu mánaðamót kemur ný sumaráætlun Norrænu í gagnið og þá mun ferjan aðeins stoppa á Seyðisfirði í rúmar tvær klukkustundir,“ sagði Víðir í máli sínu á fundinum. Víðir sagði að upphaflega hafi verið áætlað að nýta þann tíma sem Norrænu liggur við bryggju á Seyðisfirði, yfirleitt í einn og hálfan sólarhring, til þess að skima farþega og hleypa þeim frá borði. Það fyrirkomulag sem ákveðið hafði verið sé ómögulegt með nýrri áætlun og skemmri tíma ferjunnar við höfn á Íslandi. Víðir sagði að því hafi þurft að leita leiða til að leysa vandann sem upp var kominn. „Austfirðingar stungu upp á því að við myndum senda hóp aðila til Færeyja sem myndu sigla með ferjunni til Íslands. Þetta fannst mönnum pínu skrýtið fyrst en við vildum skoða þetta betur,“ sagði Víðir og bætti við að svo vildi til að Landhelgisgæslan yrði á ferðinni og var því hægt að framkvæma hugmyndina. Því verði haldið með hóp heilbrigðisstarfsfólks til Egilsstaða, þar sem fleiri verða sóttir, á mánudaginn áður en haldið verður lengra í austurátt. Víðir segir þetta geta verið lausn sem hentar til þess að geta afgreitt málið á góðum tíma. Lausnin sem nú er til skoðunar sé dæmi um gott samstarf milli ýmissa aðila. „Samstarf með Landhelgisgæslunni, Heilbrigðisstofnun Austurlands og í Reykjavík, tölvufyrirtækin, starfsmenn Landlæknis, starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og fleiri sem koma að því að leysa mál sem höfðu vafist fyrir mörgum í langan tíma,“ sagði Viðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Næsta mánudag mun hópur heilbrigðisstarfsmanna úr Reykjavík og frá Egilsstöðum halda til Færeyja með Landhelgisgæslunni. Heilbrigðisstarfsmennirnir munu í kjölfarið sigla heim til Íslands með Norrænu og taka sýni úr farþegum á leiðinni til landsins. Frá þessu greindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi dómsmálaráðherra í ráðherrabústaðnum í dag. Verkefnið er ætlað til að prófa fyrirkomulag vegna sumaráætlunar Norrænu sem tekur gildi um næstu mánaðamót. „Það eru áætlaðir um það bil 200 farþegar sem koma með Norrænu næstkomandi þriðjudag, 600 koma í næstu ferð og 800 í þarnæstu ferð. Þetta er stórt verkefni en það sem gerist með Norrænu er að um næstu mánaðamót kemur ný sumaráætlun Norrænu í gagnið og þá mun ferjan aðeins stoppa á Seyðisfirði í rúmar tvær klukkustundir,“ sagði Víðir í máli sínu á fundinum. Víðir sagði að upphaflega hafi verið áætlað að nýta þann tíma sem Norrænu liggur við bryggju á Seyðisfirði, yfirleitt í einn og hálfan sólarhring, til þess að skima farþega og hleypa þeim frá borði. Það fyrirkomulag sem ákveðið hafði verið sé ómögulegt með nýrri áætlun og skemmri tíma ferjunnar við höfn á Íslandi. Víðir sagði að því hafi þurft að leita leiða til að leysa vandann sem upp var kominn. „Austfirðingar stungu upp á því að við myndum senda hóp aðila til Færeyja sem myndu sigla með ferjunni til Íslands. Þetta fannst mönnum pínu skrýtið fyrst en við vildum skoða þetta betur,“ sagði Víðir og bætti við að svo vildi til að Landhelgisgæslan yrði á ferðinni og var því hægt að framkvæma hugmyndina. Því verði haldið með hóp heilbrigðisstarfsfólks til Egilsstaða, þar sem fleiri verða sóttir, á mánudaginn áður en haldið verður lengra í austurátt. Víðir segir þetta geta verið lausn sem hentar til þess að geta afgreitt málið á góðum tíma. Lausnin sem nú er til skoðunar sé dæmi um gott samstarf milli ýmissa aðila. „Samstarf með Landhelgisgæslunni, Heilbrigðisstofnun Austurlands og í Reykjavík, tölvufyrirtækin, starfsmenn Landlæknis, starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og fleiri sem koma að því að leysa mál sem höfðu vafist fyrir mörgum í langan tíma,“ sagði Viðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira